Innlent

„Nýr for­maður boðaði breytingar og þetta er hluti af þeim breytingum“

Atli Ísleifsson skrifar
Helga Vala Helgadóttir tók við formennsku í þingflokki Samfylkingarinnar í nóvember 2021.
Helga Vala Helgadóttir tók við formennsku í þingflokki Samfylkingarinnar í nóvember 2021. Vísir/Vilhelm

„Nýr formaður boðaði breytingar og þetta er hluti af þeim breytingum.“ Þetta segir Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, um þá ákvörðun Kristrúnar Frostadóttur, nýs formanns flokksins, að gera Loga Einarsson að nýjum þingflokksformanni.

Helga Vala tók við stöðu þingflokksformanns Samfylkingarinnar af Oddnýju Harðardóttur fyrir um ári síðan. Hún segist nú halda áfram sínum störfum sem þingmaður. „Það er nóg að gera á þeim vettvangi,“ segir Helga Vala.

Helga Vala segist ekki vilja tjá sig sérstaklega um hvenær Kristrún hafi tjáð henni að til stæði að gera Loga að þingflokksformanni. Það sé á milli hennar og hins nýja formanns.

Tilkynnt var um nýjan þingflokksformann Samfylkingarinnar í gær. Að auki var Þórunn Sveinbjarnardóttir kjörin varaformaður þingflokks og Jóhann Páll Jóhannsson ritari þingflokks.

Kristrún Frostadóttir var kjörin nýr formaður Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins í síðasta mánuði. Hún tók við formennsku af Loga Einarssyni þingmanni sem hafði gegnt formennsku frá árinu 2016.

Helga Vala tók sæti á þingi frá 2017.


Tengdar fréttir

Logi kjörinn þing­flokks­for­maður Sam­fylkingarinnar

Logi Einarsson var í dag kjörinn þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Logi tekur við af Helgu Völu Helgadóttur sem hefur gegnt stöðunni frá því að kosið var til Alþingis í september á síðasta ári. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×