Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. nóvember 2022 21:04 Jón Þorsteinn og Jenný Lára, sem eru mjög spennt fyrir sýningunum, sem munu fara fram á aðventunni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Nú þegar styttist óðum í aðventuna þá er sviðslistahópurinn „Hnoðri í norðri“ að æfa nýja barna jólaóperu fyrir öll 6-10 ára börn í grunnskólum á Norðurlandi, sem verður sýnd á aðventunni. Æfingarnar hafa meðal annars farið fram hér í Hofi og leikararnir eru að sjálfsögðu mjög spenntir fyrir sýningunum en í þeim skarast skáldskapur, ópera, söngleikur og gamanleikhús á stórskemmtilegan hátt. Verkið er stutt og laggott, eða um 30 mín að lengd, og efniviður sóttur íslenska jólasöguarfinn. Höfundur og tónskáld er Þórunn Guðmundsdóttir og leikstjórn annast Jenný Lára Arnórsdóttir og búninga Rósa Ásgeirsdóttir. Flytjendur eru Jón Þorsteinn Reynisson harmonikkuleikari og söngkonurnar Björk Níelsdóttir sópran og Erla Dóra Vogler mezzósópran. “Það sem er rosalega skemmtilegt við þetta er að það er harmonikkuundirleikur og engin önnur hljóðfæri,” segir Jenný Lára. Og hvaða nikkuleikari skyldi það vera? “Það er jólakötturinn, jólakötturinn spilar á harmonikku, þannig að þetta er algjört draumahlutverk enda hefur það verið draumur minn frá því að ég var krakki að annað hvort að leika Mikka ref eða jólaköttinn,” segir Jón Þorsteinn, harmoníkuleikari. Mikil tilhlökkun er fyrir verkefninu hjá þeim, sem standa að sýningunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er einhver hætta á að börnin verði hrædd á sýningunum ? “Vonandi, kannski smá, í smástund og svo er þetta bara búið og svo er þetta bara fyndið. Já, já, þetta er aðallega fyndið en ég ætla allavega að reyna að hræða einn eða tvo,” segir Jón Þorsteinn og glottir út í annað. Hnoðri í norðri Verkefnið er styrkt af Tónskáldasjóði, Tónlistarsjóði, SSNE, Menningarsjóði Akureyrar og Samfélagssjóði Norðurorku. Verkefnið er unnið í samstarfi við List fyrir alla: https://listfyriralla.is/event/aevintyri-a-adventunni/ Akureyri Jól Grunnskólar Leikhús Menning Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Æfingarnar hafa meðal annars farið fram hér í Hofi og leikararnir eru að sjálfsögðu mjög spenntir fyrir sýningunum en í þeim skarast skáldskapur, ópera, söngleikur og gamanleikhús á stórskemmtilegan hátt. Verkið er stutt og laggott, eða um 30 mín að lengd, og efniviður sóttur íslenska jólasöguarfinn. Höfundur og tónskáld er Þórunn Guðmundsdóttir og leikstjórn annast Jenný Lára Arnórsdóttir og búninga Rósa Ásgeirsdóttir. Flytjendur eru Jón Þorsteinn Reynisson harmonikkuleikari og söngkonurnar Björk Níelsdóttir sópran og Erla Dóra Vogler mezzósópran. “Það sem er rosalega skemmtilegt við þetta er að það er harmonikkuundirleikur og engin önnur hljóðfæri,” segir Jenný Lára. Og hvaða nikkuleikari skyldi það vera? “Það er jólakötturinn, jólakötturinn spilar á harmonikku, þannig að þetta er algjört draumahlutverk enda hefur það verið draumur minn frá því að ég var krakki að annað hvort að leika Mikka ref eða jólaköttinn,” segir Jón Þorsteinn, harmoníkuleikari. Mikil tilhlökkun er fyrir verkefninu hjá þeim, sem standa að sýningunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er einhver hætta á að börnin verði hrædd á sýningunum ? “Vonandi, kannski smá, í smástund og svo er þetta bara búið og svo er þetta bara fyndið. Já, já, þetta er aðallega fyndið en ég ætla allavega að reyna að hræða einn eða tvo,” segir Jón Þorsteinn og glottir út í annað. Hnoðri í norðri Verkefnið er styrkt af Tónskáldasjóði, Tónlistarsjóði, SSNE, Menningarsjóði Akureyrar og Samfélagssjóði Norðurorku. Verkefnið er unnið í samstarfi við List fyrir alla: https://listfyriralla.is/event/aevintyri-a-adventunni/
Akureyri Jól Grunnskólar Leikhús Menning Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira