Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. nóvember 2022 21:04 Jón Þorsteinn og Jenný Lára, sem eru mjög spennt fyrir sýningunum, sem munu fara fram á aðventunni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Nú þegar styttist óðum í aðventuna þá er sviðslistahópurinn „Hnoðri í norðri“ að æfa nýja barna jólaóperu fyrir öll 6-10 ára börn í grunnskólum á Norðurlandi, sem verður sýnd á aðventunni. Æfingarnar hafa meðal annars farið fram hér í Hofi og leikararnir eru að sjálfsögðu mjög spenntir fyrir sýningunum en í þeim skarast skáldskapur, ópera, söngleikur og gamanleikhús á stórskemmtilegan hátt. Verkið er stutt og laggott, eða um 30 mín að lengd, og efniviður sóttur íslenska jólasöguarfinn. Höfundur og tónskáld er Þórunn Guðmundsdóttir og leikstjórn annast Jenný Lára Arnórsdóttir og búninga Rósa Ásgeirsdóttir. Flytjendur eru Jón Þorsteinn Reynisson harmonikkuleikari og söngkonurnar Björk Níelsdóttir sópran og Erla Dóra Vogler mezzósópran. “Það sem er rosalega skemmtilegt við þetta er að það er harmonikkuundirleikur og engin önnur hljóðfæri,” segir Jenný Lára. Og hvaða nikkuleikari skyldi það vera? “Það er jólakötturinn, jólakötturinn spilar á harmonikku, þannig að þetta er algjört draumahlutverk enda hefur það verið draumur minn frá því að ég var krakki að annað hvort að leika Mikka ref eða jólaköttinn,” segir Jón Þorsteinn, harmoníkuleikari. Mikil tilhlökkun er fyrir verkefninu hjá þeim, sem standa að sýningunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er einhver hætta á að börnin verði hrædd á sýningunum ? “Vonandi, kannski smá, í smástund og svo er þetta bara búið og svo er þetta bara fyndið. Já, já, þetta er aðallega fyndið en ég ætla allavega að reyna að hræða einn eða tvo,” segir Jón Þorsteinn og glottir út í annað. Hnoðri í norðri Verkefnið er styrkt af Tónskáldasjóði, Tónlistarsjóði, SSNE, Menningarsjóði Akureyrar og Samfélagssjóði Norðurorku. Verkefnið er unnið í samstarfi við List fyrir alla: https://listfyriralla.is/event/aevintyri-a-adventunni/ Akureyri Jól Grunnskólar Leikhús Menning Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira
Æfingarnar hafa meðal annars farið fram hér í Hofi og leikararnir eru að sjálfsögðu mjög spenntir fyrir sýningunum en í þeim skarast skáldskapur, ópera, söngleikur og gamanleikhús á stórskemmtilegan hátt. Verkið er stutt og laggott, eða um 30 mín að lengd, og efniviður sóttur íslenska jólasöguarfinn. Höfundur og tónskáld er Þórunn Guðmundsdóttir og leikstjórn annast Jenný Lára Arnórsdóttir og búninga Rósa Ásgeirsdóttir. Flytjendur eru Jón Þorsteinn Reynisson harmonikkuleikari og söngkonurnar Björk Níelsdóttir sópran og Erla Dóra Vogler mezzósópran. “Það sem er rosalega skemmtilegt við þetta er að það er harmonikkuundirleikur og engin önnur hljóðfæri,” segir Jenný Lára. Og hvaða nikkuleikari skyldi það vera? “Það er jólakötturinn, jólakötturinn spilar á harmonikku, þannig að þetta er algjört draumahlutverk enda hefur það verið draumur minn frá því að ég var krakki að annað hvort að leika Mikka ref eða jólaköttinn,” segir Jón Þorsteinn, harmoníkuleikari. Mikil tilhlökkun er fyrir verkefninu hjá þeim, sem standa að sýningunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er einhver hætta á að börnin verði hrædd á sýningunum ? “Vonandi, kannski smá, í smástund og svo er þetta bara búið og svo er þetta bara fyndið. Já, já, þetta er aðallega fyndið en ég ætla allavega að reyna að hræða einn eða tvo,” segir Jón Þorsteinn og glottir út í annað. Hnoðri í norðri Verkefnið er styrkt af Tónskáldasjóði, Tónlistarsjóði, SSNE, Menningarsjóði Akureyrar og Samfélagssjóði Norðurorku. Verkefnið er unnið í samstarfi við List fyrir alla: https://listfyriralla.is/event/aevintyri-a-adventunni/
Akureyri Jól Grunnskólar Leikhús Menning Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira