Vaktin: Talið upp úr kössunum vestanhafs Samúel Karl Ólason, Hólmfríður Gísladóttir og Kjartan Kjartansson skrifa 9. nóvember 2022 09:50 Bandaríkjamenn gengu til kosninga í gær. AP/Ringo H.W. Chiu Bandaríkjamenn gengu til þingkosninga í gær og eru yfirráð í báðum deildum þingsins í húfi. Vísir fylgist með helstu vendingum vestanhafs í Vaktinni í dag. Í sögulegu samhengi kemur flokkur sitjandi forseta yfirleitt alltaf illa út úr þingkosningum og höfðu kannanir vestanhafs ýtt stoðum undir að svo færi aftur að þessu sinni. Það gæti enn gerst en útlitið er mun betra en á horfðist fyrir Demókrata. Sjá einnig: Útlit fyrir varnarsigur demókrata í þingkosningunum Eins og staðan er núna, samkvæmt AP fréttaveitunni, eru yfirráð í öldungadeildinni óljós. Repúblikanar hafi nú tryggt sér 49 sæti á móti 48 sætum Demókrata en 51 þarf til að mynda meirihluta þar. Demókratar gætu tryggt sér meirihluta með 50 atkvæðum þar sem varaforsetinn, sem er Demókrati, hefur úrstlitaatkvæði. Demókrötum hefur tekist að snúa einu sæti í öldungadeildinni og John Fetterman sigraði Dr. Mehmet Oz í Pennsylvaníu. Þá hafa Repúblikanar, samkvæmt AP, tryggt sér 203 sæti í fulltrúadeildinni og Demókratar 176 sæti. Þar þarf 218 þingsæti til að tryggja sér meirihluta. Hér að neðan má fylgjast með beinni útsendingu NBC News. Fylgjast má með vendingum dagsins í vaktinni hér að neðan.
Í sögulegu samhengi kemur flokkur sitjandi forseta yfirleitt alltaf illa út úr þingkosningum og höfðu kannanir vestanhafs ýtt stoðum undir að svo færi aftur að þessu sinni. Það gæti enn gerst en útlitið er mun betra en á horfðist fyrir Demókrata. Sjá einnig: Útlit fyrir varnarsigur demókrata í þingkosningunum Eins og staðan er núna, samkvæmt AP fréttaveitunni, eru yfirráð í öldungadeildinni óljós. Repúblikanar hafi nú tryggt sér 49 sæti á móti 48 sætum Demókrata en 51 þarf til að mynda meirihluta þar. Demókratar gætu tryggt sér meirihluta með 50 atkvæðum þar sem varaforsetinn, sem er Demókrati, hefur úrstlitaatkvæði. Demókrötum hefur tekist að snúa einu sæti í öldungadeildinni og John Fetterman sigraði Dr. Mehmet Oz í Pennsylvaníu. Þá hafa Repúblikanar, samkvæmt AP, tryggt sér 203 sæti í fulltrúadeildinni og Demókratar 176 sæti. Þar þarf 218 þingsæti til að tryggja sér meirihluta. Hér að neðan má fylgjast með beinni útsendingu NBC News. Fylgjast má með vendingum dagsins í vaktinni hér að neðan.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira