Fleiri skili skömminni og tilkynni ofbeldisbrot en áður Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. nóvember 2022 12:44 Rannveig Þórisdóttir sviðsstjóri hjá Ríkislögreglustjóra segir að þó að tilkynningum um ofbeldi meðal barna og ungmenna hafi fjölgað þýði það ekki endilega aukningu. Hlutfallslega fleiri séu að tilkynninga slík brot en áður. Vísir Þrátt fyrir að skráðum brotum um ofbeldi meðal barna og ungmenna hafi fjölgað þýðir það ekki endilega aukningu slíkra brota að sögn sviðsstjóra hjá Ríkislögreglustjóra. Hún telur að hærra hlutfall slíkra mála sé að skila sér inn í kerfið og fólk tilkynni frekar slík brot en áður. Opin umræða og hvatning um að skila skömminni sé að skila sér. Síðustu misseri hafa fréttir um ofbeldi meðal barna og ungmenna verið nokkuð áberandi í fjölmiðlum. Fréttir af hnífa-og hópárásum eru þar á meðal. Rannveig Þórisdóttir sviðsstjóri hjá Ríkislögreglustjóra segir að þó fleiri tilkynni ofbeldisbrot nú en áður þýði það ekki sjálfkrafa fjölgun brota. „Þó að við séum að sjá aukningu síðustu ár þá var búin að vera fækkun á árunum áður þannig að fjöldi brota er svipaður og árið 2007. Ályktunin sem má draga af þessu er að mögulega er ofbeldi ekki að aukast í samfélaginu heldur að það er verið að tilkynna ofbeldi í auknum mæli til lögreglu og barnaverndar. Sem að einhverju leyti er ánægjuleg þróun,“ segir Rannveig. Hún segir þó vísbendingar um að fleiri alvarleg ofbeldisbrot meðal ungmenna en áður. „Við erum að sjá smávægilegar vísbendingar um að hærra hlutfall mála séu tengd alvarlegri atvikum,“ segir hún. Rannveig segir brotin af margvíslegum toga. „Flest brot sem snúa að börnum og ungmennum eru smávægileg. Í gögnum lögreglu þá er þetta að miklu leyti ofbeldi innan fjölskyldna, þá börn sem beita fjölskyldumeðlimi ofbeldi eða búa við ofbeldi og eru beitt ofbeldi. En að sjálfsögðu eru þetta líka tilvik þar sem börn eru að beita önnur börn ofbeldi,“ segir hún. Hvatningarátak lögreglu að skila sér Hún segir átak lögreglu frá 2014 þar sem fólk hefur verið hvatt til að tilkynna um ofbeldi sé að skila sér og að lögregla tilkynni brot gegn börnum og ungmennum ávallt til barnaverndar. Þá komi fleira til eins og opnari umræða um ofbeldi og minna þol í samfélaginu. „Ég held að opin umræða um þessi mál og hvatning um að skila skömminni sé klárlega að skila því að börn og ungmenni og almenningur yfirhöfuð frekar um ofbeldisbrot en áður,“ segir hún. Hún segir gríðarlega mikilvægt að kerfið haldi vel utan um þolendur. „Þó tel ég líka að það sé mikið af málum sem séu ekki tilkynnt. Þá þarf að efla þann stuðning sem þolendur fá þegar þeir tilkynna brot gagnvart sér,“ segir Rannveig Þórisdóttir. Lögreglumál Lögreglan Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Frá í tvo mánuði eftir stunguárásina Pabló Marí, lánsmaður Arsenal hjá ítalska úrvalsdeildarfélaginu Monza, verður frá í tvo mánuði eftir að hafa verið stunginn í hnífaárás í verslunarmiðstöð í Assago, rétt fyrir utan Mílanó, í vikunni. 29. október 2022 11:30 Tveir í haldi og tveir á slysadeild vegna hnífaárásar Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt, fangageymslur fylltust og þurfti lögregla að grípa til vistunar í fangaklefum lögreglustöðvarinnar í Hafnarfirði. Mikið var um ölvun en einnig voru tveir handteknir vegna stunguárásar. 21. ágúst 2022 07:19 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Síðustu misseri hafa fréttir um ofbeldi meðal barna og ungmenna verið nokkuð áberandi í fjölmiðlum. Fréttir af hnífa-og hópárásum eru þar á meðal. Rannveig Þórisdóttir sviðsstjóri hjá Ríkislögreglustjóra segir að þó fleiri tilkynni ofbeldisbrot nú en áður þýði það ekki sjálfkrafa fjölgun brota. „Þó að við séum að sjá aukningu síðustu ár þá var búin að vera fækkun á árunum áður þannig að fjöldi brota er svipaður og árið 2007. Ályktunin sem má draga af þessu er að mögulega er ofbeldi ekki að aukast í samfélaginu heldur að það er verið að tilkynna ofbeldi í auknum mæli til lögreglu og barnaverndar. Sem að einhverju leyti er ánægjuleg þróun,“ segir Rannveig. Hún segir þó vísbendingar um að fleiri alvarleg ofbeldisbrot meðal ungmenna en áður. „Við erum að sjá smávægilegar vísbendingar um að hærra hlutfall mála séu tengd alvarlegri atvikum,“ segir hún. Rannveig segir brotin af margvíslegum toga. „Flest brot sem snúa að börnum og ungmennum eru smávægileg. Í gögnum lögreglu þá er þetta að miklu leyti ofbeldi innan fjölskyldna, þá börn sem beita fjölskyldumeðlimi ofbeldi eða búa við ofbeldi og eru beitt ofbeldi. En að sjálfsögðu eru þetta líka tilvik þar sem börn eru að beita önnur börn ofbeldi,“ segir hún. Hvatningarátak lögreglu að skila sér Hún segir átak lögreglu frá 2014 þar sem fólk hefur verið hvatt til að tilkynna um ofbeldi sé að skila sér og að lögregla tilkynni brot gegn börnum og ungmennum ávallt til barnaverndar. Þá komi fleira til eins og opnari umræða um ofbeldi og minna þol í samfélaginu. „Ég held að opin umræða um þessi mál og hvatning um að skila skömminni sé klárlega að skila því að börn og ungmenni og almenningur yfirhöfuð frekar um ofbeldisbrot en áður,“ segir hún. Hún segir gríðarlega mikilvægt að kerfið haldi vel utan um þolendur. „Þó tel ég líka að það sé mikið af málum sem séu ekki tilkynnt. Þá þarf að efla þann stuðning sem þolendur fá þegar þeir tilkynna brot gagnvart sér,“ segir Rannveig Þórisdóttir.
Lögreglumál Lögreglan Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Frá í tvo mánuði eftir stunguárásina Pabló Marí, lánsmaður Arsenal hjá ítalska úrvalsdeildarfélaginu Monza, verður frá í tvo mánuði eftir að hafa verið stunginn í hnífaárás í verslunarmiðstöð í Assago, rétt fyrir utan Mílanó, í vikunni. 29. október 2022 11:30 Tveir í haldi og tveir á slysadeild vegna hnífaárásar Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt, fangageymslur fylltust og þurfti lögregla að grípa til vistunar í fangaklefum lögreglustöðvarinnar í Hafnarfirði. Mikið var um ölvun en einnig voru tveir handteknir vegna stunguárásar. 21. ágúst 2022 07:19 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Frá í tvo mánuði eftir stunguárásina Pabló Marí, lánsmaður Arsenal hjá ítalska úrvalsdeildarfélaginu Monza, verður frá í tvo mánuði eftir að hafa verið stunginn í hnífaárás í verslunarmiðstöð í Assago, rétt fyrir utan Mílanó, í vikunni. 29. október 2022 11:30
Tveir í haldi og tveir á slysadeild vegna hnífaárásar Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt, fangageymslur fylltust og þurfti lögregla að grípa til vistunar í fangaklefum lögreglustöðvarinnar í Hafnarfirði. Mikið var um ölvun en einnig voru tveir handteknir vegna stunguárásar. 21. ágúst 2022 07:19