Fleiri skili skömminni og tilkynni ofbeldisbrot en áður Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. nóvember 2022 12:44 Rannveig Þórisdóttir sviðsstjóri hjá Ríkislögreglustjóra segir að þó að tilkynningum um ofbeldi meðal barna og ungmenna hafi fjölgað þýði það ekki endilega aukningu. Hlutfallslega fleiri séu að tilkynninga slík brot en áður. Vísir Þrátt fyrir að skráðum brotum um ofbeldi meðal barna og ungmenna hafi fjölgað þýðir það ekki endilega aukningu slíkra brota að sögn sviðsstjóra hjá Ríkislögreglustjóra. Hún telur að hærra hlutfall slíkra mála sé að skila sér inn í kerfið og fólk tilkynni frekar slík brot en áður. Opin umræða og hvatning um að skila skömminni sé að skila sér. Síðustu misseri hafa fréttir um ofbeldi meðal barna og ungmenna verið nokkuð áberandi í fjölmiðlum. Fréttir af hnífa-og hópárásum eru þar á meðal. Rannveig Þórisdóttir sviðsstjóri hjá Ríkislögreglustjóra segir að þó fleiri tilkynni ofbeldisbrot nú en áður þýði það ekki sjálfkrafa fjölgun brota. „Þó að við séum að sjá aukningu síðustu ár þá var búin að vera fækkun á árunum áður þannig að fjöldi brota er svipaður og árið 2007. Ályktunin sem má draga af þessu er að mögulega er ofbeldi ekki að aukast í samfélaginu heldur að það er verið að tilkynna ofbeldi í auknum mæli til lögreglu og barnaverndar. Sem að einhverju leyti er ánægjuleg þróun,“ segir Rannveig. Hún segir þó vísbendingar um að fleiri alvarleg ofbeldisbrot meðal ungmenna en áður. „Við erum að sjá smávægilegar vísbendingar um að hærra hlutfall mála séu tengd alvarlegri atvikum,“ segir hún. Rannveig segir brotin af margvíslegum toga. „Flest brot sem snúa að börnum og ungmennum eru smávægileg. Í gögnum lögreglu þá er þetta að miklu leyti ofbeldi innan fjölskyldna, þá börn sem beita fjölskyldumeðlimi ofbeldi eða búa við ofbeldi og eru beitt ofbeldi. En að sjálfsögðu eru þetta líka tilvik þar sem börn eru að beita önnur börn ofbeldi,“ segir hún. Hvatningarátak lögreglu að skila sér Hún segir átak lögreglu frá 2014 þar sem fólk hefur verið hvatt til að tilkynna um ofbeldi sé að skila sér og að lögregla tilkynni brot gegn börnum og ungmennum ávallt til barnaverndar. Þá komi fleira til eins og opnari umræða um ofbeldi og minna þol í samfélaginu. „Ég held að opin umræða um þessi mál og hvatning um að skila skömminni sé klárlega að skila því að börn og ungmenni og almenningur yfirhöfuð frekar um ofbeldisbrot en áður,“ segir hún. Hún segir gríðarlega mikilvægt að kerfið haldi vel utan um þolendur. „Þó tel ég líka að það sé mikið af málum sem séu ekki tilkynnt. Þá þarf að efla þann stuðning sem þolendur fá þegar þeir tilkynna brot gagnvart sér,“ segir Rannveig Þórisdóttir. Lögreglumál Lögreglan Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Frá í tvo mánuði eftir stunguárásina Pabló Marí, lánsmaður Arsenal hjá ítalska úrvalsdeildarfélaginu Monza, verður frá í tvo mánuði eftir að hafa verið stunginn í hnífaárás í verslunarmiðstöð í Assago, rétt fyrir utan Mílanó, í vikunni. 29. október 2022 11:30 Tveir í haldi og tveir á slysadeild vegna hnífaárásar Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt, fangageymslur fylltust og þurfti lögregla að grípa til vistunar í fangaklefum lögreglustöðvarinnar í Hafnarfirði. Mikið var um ölvun en einnig voru tveir handteknir vegna stunguárásar. 21. ágúst 2022 07:19 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
Síðustu misseri hafa fréttir um ofbeldi meðal barna og ungmenna verið nokkuð áberandi í fjölmiðlum. Fréttir af hnífa-og hópárásum eru þar á meðal. Rannveig Þórisdóttir sviðsstjóri hjá Ríkislögreglustjóra segir að þó fleiri tilkynni ofbeldisbrot nú en áður þýði það ekki sjálfkrafa fjölgun brota. „Þó að við séum að sjá aukningu síðustu ár þá var búin að vera fækkun á árunum áður þannig að fjöldi brota er svipaður og árið 2007. Ályktunin sem má draga af þessu er að mögulega er ofbeldi ekki að aukast í samfélaginu heldur að það er verið að tilkynna ofbeldi í auknum mæli til lögreglu og barnaverndar. Sem að einhverju leyti er ánægjuleg þróun,“ segir Rannveig. Hún segir þó vísbendingar um að fleiri alvarleg ofbeldisbrot meðal ungmenna en áður. „Við erum að sjá smávægilegar vísbendingar um að hærra hlutfall mála séu tengd alvarlegri atvikum,“ segir hún. Rannveig segir brotin af margvíslegum toga. „Flest brot sem snúa að börnum og ungmennum eru smávægileg. Í gögnum lögreglu þá er þetta að miklu leyti ofbeldi innan fjölskyldna, þá börn sem beita fjölskyldumeðlimi ofbeldi eða búa við ofbeldi og eru beitt ofbeldi. En að sjálfsögðu eru þetta líka tilvik þar sem börn eru að beita önnur börn ofbeldi,“ segir hún. Hvatningarátak lögreglu að skila sér Hún segir átak lögreglu frá 2014 þar sem fólk hefur verið hvatt til að tilkynna um ofbeldi sé að skila sér og að lögregla tilkynni brot gegn börnum og ungmennum ávallt til barnaverndar. Þá komi fleira til eins og opnari umræða um ofbeldi og minna þol í samfélaginu. „Ég held að opin umræða um þessi mál og hvatning um að skila skömminni sé klárlega að skila því að börn og ungmenni og almenningur yfirhöfuð frekar um ofbeldisbrot en áður,“ segir hún. Hún segir gríðarlega mikilvægt að kerfið haldi vel utan um þolendur. „Þó tel ég líka að það sé mikið af málum sem séu ekki tilkynnt. Þá þarf að efla þann stuðning sem þolendur fá þegar þeir tilkynna brot gagnvart sér,“ segir Rannveig Þórisdóttir.
Lögreglumál Lögreglan Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Frá í tvo mánuði eftir stunguárásina Pabló Marí, lánsmaður Arsenal hjá ítalska úrvalsdeildarfélaginu Monza, verður frá í tvo mánuði eftir að hafa verið stunginn í hnífaárás í verslunarmiðstöð í Assago, rétt fyrir utan Mílanó, í vikunni. 29. október 2022 11:30 Tveir í haldi og tveir á slysadeild vegna hnífaárásar Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt, fangageymslur fylltust og þurfti lögregla að grípa til vistunar í fangaklefum lögreglustöðvarinnar í Hafnarfirði. Mikið var um ölvun en einnig voru tveir handteknir vegna stunguárásar. 21. ágúst 2022 07:19 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
Frá í tvo mánuði eftir stunguárásina Pabló Marí, lánsmaður Arsenal hjá ítalska úrvalsdeildarfélaginu Monza, verður frá í tvo mánuði eftir að hafa verið stunginn í hnífaárás í verslunarmiðstöð í Assago, rétt fyrir utan Mílanó, í vikunni. 29. október 2022 11:30
Tveir í haldi og tveir á slysadeild vegna hnífaárásar Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt, fangageymslur fylltust og þurfti lögregla að grípa til vistunar í fangaklefum lögreglustöðvarinnar í Hafnarfirði. Mikið var um ölvun en einnig voru tveir handteknir vegna stunguárásar. 21. ágúst 2022 07:19