C-riðill á HM í Katar: Svanasöngur Messis og Ernir á sveimi Sindri Sverrisson skrifar 11. nóvember 2022 11:01 Lionel Messi var tolleraður af liðsfélögum eftir sigurinn gegn Ítalíu í leik ríkjandi Suður-Ameríkumeistara og Evrópumeistara. Verður honum kastað upp í loftið 18. desember? Getty/Clive Rose Lionel Messi er á síðasta séns til að verða heimsmeistari. Spennandi lið Póllands og Mexíkó berjast um að fylgja Argentínu upp úr riðlinum og Sádar eru svo að segja á heimavelli. Vísir telur niður í heimsmeistaramótið í Katar sem hefst 20. nóvember næstkomandi. Undanfarna og næstu daga tökum við fyrir einn riðil í keppninni á hverjum degi og að þessu sinni er það C-riðillinn sem fær á sig sviðsljósið. Argentína er eitt þeirra liða sem þykja líklegust til að berjast um heimsmeistaratitilinn en hin liðin í riðlinum yrðu líklega býsna sátt með bara það að komast upp úr riðlinum og í 16-liða úrslit. Þjóðirnar í C-riðlinum: Argentína er á sínu átjánda HM og því þrettánda í röð Mexíkó er á sínu sautjánda HM og því áttunda í röð Pólland er á sínu níunda HM og því öðru í röð Sádi-Arabía er á sínu sjötta HM og því öðru í röð - Besti árangur þjóðanna í C-riðli í HM sögunni: Argentína: Tvisvar heimsmeistari (1978 og 1986) Mexíkó: Átta liða úrslit (1970 og 1986) Pólland: Bronsverðlaun (1974 og 1982) Sádi-Arabía: Sextán liða úrslit (1994) Messi keppir nú á sínu fimmta og sennilega síðasta HM, og væntingarnar hafa líklega aldrei verið meiri í Argentínu. Það er vegna þess að eftir að Messi og hans kynslóð hafði ekki annað gert en að safna silfurverðlaunum á stórmótum, meðal annars á HM 2014, vann liðið loksins gullverðlaun á Copa América í fyrra, og leikinn við ríkjandi Evrópumeistara Ítalíu í sumar. Enginn getur því lengur sagt að Messi hafi aldrei unnið neitt með landsliði sínu, og Messi og félagar hafa sett met með því að tapa ekki neinum af síðustu 35 landsleikjum sínum. Það er hins vegar einn bikar sem hann vantar og þráir mest af öllu. Argentínska liðið er nánast búið að gleyma því hvernig það er að tapa leik.Getty/Jose Breton Það kæmi gríðarlega á óvart ef að Argentína næði ekki áfram í útsláttarkeppnina en strax þar gæti beðið liðsins afar krefjandi verkefni gegn Frökkum eða Dönum. Mexíkó reynir að brjótast í gegnum 16-liða úrslitin, eftir sjö móta áskrift að sæti þar, en miðað við frammistöðu liðsins síðustu misseri væri það sennilega nægt fagnaðarefni að komast upp úr riðlinum. Svipaða sögu er að segja af „Örnunum“ frá Póllandi sem eru mættir á sitt fjórða stórmót í röð með Robert Lewandowski í broddi fylkingar. Aðrir „Ernir“, þeir grænu frá Sádi-Arabíu, eru næstlakasta lið mótsins samkvæmt heimslista en hafa þó það fram yfir önnur lið að vera eiginlega á heimavelli, í loftslagi sem allir leikmenn liðsins gjörþekkja. Robert Lewandowski leiðir framlínu pólska liðsins sem þekkir það núna vel að vera á stórmóti.Getty/Adam Nurkiewicz Svona komust þjóðirnar í C-riðli á HM: 16. nóvember 2021: Argentína varð í öðru sæti í undankeppni Suður-Ameríku 30. mars 2022: Mexíkó varð í öðru sæti í undankeppni Norður- og Mið-Ameríku 29. mars 2022: Pólland vann Svíþjóð í úrslitaleik umspils í Evrópu 24. mars 2022: Sádi-Arabía vann sinn riðil í undankeppni Asíu - Þjóðirnar á nýjasta styrkleikalista FIFA 3. sæti - Argentína 13. sæti - Mexíkó 26. sæti - Pólland 51. sæti – Sádi-Arabía Þjálfarinn Lionel Scaloni hefur með hjálp Messi skapað afar samstillt lið, nokkuð sem hefur lengi vantað hjá Argentínu, og einstaklingsgæðin vantar ekki hvar sem er litið þó að kannski hafi stjörnuljóminn stundum verið meiri yfir liðinu. Scaloni fékk Messi og Ángel Di María til að halda áfram, lagði traust sitt á Emiliano Martínez markvörð Aston Villa, og gæti teflt fram afar baráttuglöðu miðvarðapari í Cristian Romero og Lisandro Martínez, frá Tottenham og Manchester United, þó að hinn 34 ára gamli Nicolás Otamendi sé einnig til staðar. Reynsluboltar eru í burðarhlutverkum um allan völl hjá mexíkóska liðinu, frá markverði í gegnum gæðaleikmenn á borð við Héctor Herrera, fyrrverandi miðjumann Atlético Madrid, og fram til Raúl Jiménez framherja Wolves. Það er þó spurning hvort að ekki vanti ferskara blóð til að fleyta liðinu áfram. Þjálfarinn kunni Tata Martino kom Paragvæ í 8-liða úrslit á HM 2010 en það þarf allt að ganga upp til að Mexíkó nái þangað. Hinn fjölhæfi Hector Herrera, liðsfélagi Þorleifs Úlfarssonar hjá Houston Dynamo, er einn af bestu leikmönnum Mexíkó.Getty/Omar Vega Hjá Pólverjum mæðir mikið á Lewandowski en þar að auki eru Krzysztof Piatek og Arek Milik búnir að vera að skora í ítalska boltanum. Fleiri spennandi leikmenn, eins og vængbakvörðurinn Matty Cash, gera að verkum að pólska liðið gæti náð sínum besta árangri í 36 ár með því að komast upp úr riðlinum. Sádar ætla sér vafalaust að berjast við Mexíkó og Pólland um að komast upp úr riðlinum, eins og þeir gerðu í fyrsta og eina sinn árið 1994. Leikmenn liðsins spila margir hverjir hjá sama félagsliði, Al Hilal, og þekkjast því vel. Það er hins vegar ástæða fyrir því að tilraunir til að koma Sádum að í sterkustu deildum Evrópu hafa mistekist og sennilegast er að liðið lendi í miklum erfiðleikum með að skora, og á botni riðilsins. Peru v Mexico PASADENA, CA - SEPTEMBER 24: Head Coach of Mexico Gerardo Martino puts on his eyeglasses during the friendly match between Mexico and Peru at Rose Bowl on September 24, 2022 in Pasadena, California. (Photo by Omar Vega/Getty Images) Þjálfarar liðanna í C-riðlinum: Argentína – Hinn 44 ára gamli Lionel Scaloni hefur þjálfað landsliðið frá því eftir vonbrigðin á HM 2018, fyrst til bráðabirgða en sannaði sig svo og stýrði liðinu til fyrsta titilsins í 28 ár, með sigri í Copa America í fyrra. Mexíkó – Hinn tæplega sextugi Argentínumaður Tata Martino, sem áður hefur stýrt til dæmis Argentínu og Barcelona, tók við Mexíkó í janúar 2019. Pólland – Hinn 52 ára gamli Czeslaw Michniewicz hefur bara verið þjálfari Póllands í tíu mánuði, eftir að hafa áður stýrt U21-landsliðinu og Legia Varsjá, en hann tók við A-landsliðinu þegar Paulo Sousa hætti til að taka við Flamengo í Brasilíu. Sádi-Arabía – Hinn 54 ára gamli Frakki Hervé Renard hefur stýrt Sádum frá sumrinu 2019 eftir að hafa áður til að mynda gert bæði Sambíu og Fílabeinsströndina að Afríkumeistara. Lautaro Martinez hefur fest sig í sessi sem aðalframherji Argentínu og kann að skrifa A.Getty/Alex Gottschalk Stærstu stjörnurnar: Lionel Messi (Argentínu) – 35 ára sóknarmaður PSG og mögulega besti knattspyrnumaður allra tíma. Hann vantar bara einn titil til að fullkomna ferilinn og í Katar gefst sennilega síðasti sénsinn. Guillermo Ochooa (Mexíkó) – 37 ára hárprúður markvörður og fyrirliði Ameríca í heimalandinu. Þó að tilraunir hans til að sanna sig í Evrópuboltanum hafi ekki alveg gengið upp hefur hann verið algjör hetja í liði Mexíkóa. Robert Lewandowski (Póllandi) – 34 ára markahrókur Barcelona, leikja- og markahæsti leikmaður í sögu pólska landsliðsins og handhafi gullskósins í Evrópu síðustu tvö ár. Salem Al Dawsari (Sádi-Arabíu) – 31 árs gamall kantmaður sem leiddi Al-Hilal í heimalandinu til sigurs í Meistaradeild Asíu í fyrra, í annað sinn, og er aðalmaðurinn í landsliði Sáda. Lautaro Martinez (Argentínu) – 25 ára framherji Inter sem skorað hefur að meðaltali í öðrum hverjum leik undir stjórn Scaloni og tryggt sér stöðu fremsta manns hjá Argentínu. Hirving Lozano (Mexíkó) – 27 ára, snöggur kantmaður sem hefur gert flotta hluti hjá Napoli, toppliði ítölsku A-deildarinnar, þrátt fyrir minni háttar meiðsli. Wojciech Szczesny (Póllandi) – 32 ára aðalmarkvörður Juventus frá árinu 2017 og áður leikmaður Arsenal. Salman Al Faraj (Sádi-Arabíu) – 33 ára sóknarsinnaður miðjumaður og fyrirliði Sáda. Yfirvegaður og mikilvægur í að láta sóknarleik liðsins flæða. Það er mikill sprengikraftur í Alexis Vega og spurning hvort að eitthvað stórlið í Evrópu hafi áhuga á að festa kaup á honum eftir HM.Getty/Omar Vega Fylgist með þessum: Julian Alvarez (Argentínu) – 22 ára sóknarmaður sem Manchester City fékk í sumar eftir að hann hafði slegið í gegn með River Plate í heimalandinu. Er á eftir Lautaro Martínez í goggunarröðinni en getur líka leikið úti á kanti. Alexis Vega (Mexíkó) – 24 ára kantmaður Guadalajara í heimalandinu. Síður en svo áreiðanlegur en afar hæfileikaríkur og aðeins tímaspursmál hvenær hann færir sig yfir til Evrópu. Gott HM gæti tryggt honum spennandi samning. Fær stærra hlutverk hjá Mexíkó vegna meiðsla Jesús Corona. Jakub Kiwior (Póllandi) – 22 ára miðvörður og liðsfélagi Mikaels Egils Ellertssonar hjá Spezia á Ítalíu. Stóru liðin á Ítalíu eru farin að bera víurnar í Kiwior sem virðist á skömmum tíma hafa stimplað sig inn í byrjunarlið Póllands, þar sem hann leikur með mun reynslumeiri mönnum í hjarta pólsku varnarinnar. Salem Al Dawsari þarf að sýna sínar bestu hliðar til að Sádi-Arabía komist upp úr riðlinum.Getty/Etsuo Hara Leikirnir í C-riðlinum Þriðjudagur 22. nóvember: Argentína – Sádi-Arabía (Klukkan 10.00) Þriðjudagur 22. nóvember: Mexíkó – Pólland (Klukkan 16:00) Laugardagur 26. nóvember: Pólland – Sádi-Arabía (Klukkan 13:00) Laugardagur 26. nóvember: Argentína – Mexíkó (Klukkan 19:00) Miðvikudagur 30. nóvember: Pólland – Argentína (Klukkan 19:00) Miðvikudagur 30. nóvember: Sádi-Arabía – Mexíkó (Klukkan 19:00) Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Vísir telur niður í heimsmeistaramótið í Katar sem hefst 20. nóvember næstkomandi. Undanfarna og næstu daga tökum við fyrir einn riðil í keppninni á hverjum degi og að þessu sinni er það C-riðillinn sem fær á sig sviðsljósið. Argentína er eitt þeirra liða sem þykja líklegust til að berjast um heimsmeistaratitilinn en hin liðin í riðlinum yrðu líklega býsna sátt með bara það að komast upp úr riðlinum og í 16-liða úrslit. Þjóðirnar í C-riðlinum: Argentína er á sínu átjánda HM og því þrettánda í röð Mexíkó er á sínu sautjánda HM og því áttunda í röð Pólland er á sínu níunda HM og því öðru í röð Sádi-Arabía er á sínu sjötta HM og því öðru í röð - Besti árangur þjóðanna í C-riðli í HM sögunni: Argentína: Tvisvar heimsmeistari (1978 og 1986) Mexíkó: Átta liða úrslit (1970 og 1986) Pólland: Bronsverðlaun (1974 og 1982) Sádi-Arabía: Sextán liða úrslit (1994) Messi keppir nú á sínu fimmta og sennilega síðasta HM, og væntingarnar hafa líklega aldrei verið meiri í Argentínu. Það er vegna þess að eftir að Messi og hans kynslóð hafði ekki annað gert en að safna silfurverðlaunum á stórmótum, meðal annars á HM 2014, vann liðið loksins gullverðlaun á Copa América í fyrra, og leikinn við ríkjandi Evrópumeistara Ítalíu í sumar. Enginn getur því lengur sagt að Messi hafi aldrei unnið neitt með landsliði sínu, og Messi og félagar hafa sett met með því að tapa ekki neinum af síðustu 35 landsleikjum sínum. Það er hins vegar einn bikar sem hann vantar og þráir mest af öllu. Argentínska liðið er nánast búið að gleyma því hvernig það er að tapa leik.Getty/Jose Breton Það kæmi gríðarlega á óvart ef að Argentína næði ekki áfram í útsláttarkeppnina en strax þar gæti beðið liðsins afar krefjandi verkefni gegn Frökkum eða Dönum. Mexíkó reynir að brjótast í gegnum 16-liða úrslitin, eftir sjö móta áskrift að sæti þar, en miðað við frammistöðu liðsins síðustu misseri væri það sennilega nægt fagnaðarefni að komast upp úr riðlinum. Svipaða sögu er að segja af „Örnunum“ frá Póllandi sem eru mættir á sitt fjórða stórmót í röð með Robert Lewandowski í broddi fylkingar. Aðrir „Ernir“, þeir grænu frá Sádi-Arabíu, eru næstlakasta lið mótsins samkvæmt heimslista en hafa þó það fram yfir önnur lið að vera eiginlega á heimavelli, í loftslagi sem allir leikmenn liðsins gjörþekkja. Robert Lewandowski leiðir framlínu pólska liðsins sem þekkir það núna vel að vera á stórmóti.Getty/Adam Nurkiewicz Svona komust þjóðirnar í C-riðli á HM: 16. nóvember 2021: Argentína varð í öðru sæti í undankeppni Suður-Ameríku 30. mars 2022: Mexíkó varð í öðru sæti í undankeppni Norður- og Mið-Ameríku 29. mars 2022: Pólland vann Svíþjóð í úrslitaleik umspils í Evrópu 24. mars 2022: Sádi-Arabía vann sinn riðil í undankeppni Asíu - Þjóðirnar á nýjasta styrkleikalista FIFA 3. sæti - Argentína 13. sæti - Mexíkó 26. sæti - Pólland 51. sæti – Sádi-Arabía Þjálfarinn Lionel Scaloni hefur með hjálp Messi skapað afar samstillt lið, nokkuð sem hefur lengi vantað hjá Argentínu, og einstaklingsgæðin vantar ekki hvar sem er litið þó að kannski hafi stjörnuljóminn stundum verið meiri yfir liðinu. Scaloni fékk Messi og Ángel Di María til að halda áfram, lagði traust sitt á Emiliano Martínez markvörð Aston Villa, og gæti teflt fram afar baráttuglöðu miðvarðapari í Cristian Romero og Lisandro Martínez, frá Tottenham og Manchester United, þó að hinn 34 ára gamli Nicolás Otamendi sé einnig til staðar. Reynsluboltar eru í burðarhlutverkum um allan völl hjá mexíkóska liðinu, frá markverði í gegnum gæðaleikmenn á borð við Héctor Herrera, fyrrverandi miðjumann Atlético Madrid, og fram til Raúl Jiménez framherja Wolves. Það er þó spurning hvort að ekki vanti ferskara blóð til að fleyta liðinu áfram. Þjálfarinn kunni Tata Martino kom Paragvæ í 8-liða úrslit á HM 2010 en það þarf allt að ganga upp til að Mexíkó nái þangað. Hinn fjölhæfi Hector Herrera, liðsfélagi Þorleifs Úlfarssonar hjá Houston Dynamo, er einn af bestu leikmönnum Mexíkó.Getty/Omar Vega Hjá Pólverjum mæðir mikið á Lewandowski en þar að auki eru Krzysztof Piatek og Arek Milik búnir að vera að skora í ítalska boltanum. Fleiri spennandi leikmenn, eins og vængbakvörðurinn Matty Cash, gera að verkum að pólska liðið gæti náð sínum besta árangri í 36 ár með því að komast upp úr riðlinum. Sádar ætla sér vafalaust að berjast við Mexíkó og Pólland um að komast upp úr riðlinum, eins og þeir gerðu í fyrsta og eina sinn árið 1994. Leikmenn liðsins spila margir hverjir hjá sama félagsliði, Al Hilal, og þekkjast því vel. Það er hins vegar ástæða fyrir því að tilraunir til að koma Sádum að í sterkustu deildum Evrópu hafa mistekist og sennilegast er að liðið lendi í miklum erfiðleikum með að skora, og á botni riðilsins. Peru v Mexico PASADENA, CA - SEPTEMBER 24: Head Coach of Mexico Gerardo Martino puts on his eyeglasses during the friendly match between Mexico and Peru at Rose Bowl on September 24, 2022 in Pasadena, California. (Photo by Omar Vega/Getty Images) Þjálfarar liðanna í C-riðlinum: Argentína – Hinn 44 ára gamli Lionel Scaloni hefur þjálfað landsliðið frá því eftir vonbrigðin á HM 2018, fyrst til bráðabirgða en sannaði sig svo og stýrði liðinu til fyrsta titilsins í 28 ár, með sigri í Copa America í fyrra. Mexíkó – Hinn tæplega sextugi Argentínumaður Tata Martino, sem áður hefur stýrt til dæmis Argentínu og Barcelona, tók við Mexíkó í janúar 2019. Pólland – Hinn 52 ára gamli Czeslaw Michniewicz hefur bara verið þjálfari Póllands í tíu mánuði, eftir að hafa áður stýrt U21-landsliðinu og Legia Varsjá, en hann tók við A-landsliðinu þegar Paulo Sousa hætti til að taka við Flamengo í Brasilíu. Sádi-Arabía – Hinn 54 ára gamli Frakki Hervé Renard hefur stýrt Sádum frá sumrinu 2019 eftir að hafa áður til að mynda gert bæði Sambíu og Fílabeinsströndina að Afríkumeistara. Lautaro Martinez hefur fest sig í sessi sem aðalframherji Argentínu og kann að skrifa A.Getty/Alex Gottschalk Stærstu stjörnurnar: Lionel Messi (Argentínu) – 35 ára sóknarmaður PSG og mögulega besti knattspyrnumaður allra tíma. Hann vantar bara einn titil til að fullkomna ferilinn og í Katar gefst sennilega síðasti sénsinn. Guillermo Ochooa (Mexíkó) – 37 ára hárprúður markvörður og fyrirliði Ameríca í heimalandinu. Þó að tilraunir hans til að sanna sig í Evrópuboltanum hafi ekki alveg gengið upp hefur hann verið algjör hetja í liði Mexíkóa. Robert Lewandowski (Póllandi) – 34 ára markahrókur Barcelona, leikja- og markahæsti leikmaður í sögu pólska landsliðsins og handhafi gullskósins í Evrópu síðustu tvö ár. Salem Al Dawsari (Sádi-Arabíu) – 31 árs gamall kantmaður sem leiddi Al-Hilal í heimalandinu til sigurs í Meistaradeild Asíu í fyrra, í annað sinn, og er aðalmaðurinn í landsliði Sáda. Lautaro Martinez (Argentínu) – 25 ára framherji Inter sem skorað hefur að meðaltali í öðrum hverjum leik undir stjórn Scaloni og tryggt sér stöðu fremsta manns hjá Argentínu. Hirving Lozano (Mexíkó) – 27 ára, snöggur kantmaður sem hefur gert flotta hluti hjá Napoli, toppliði ítölsku A-deildarinnar, þrátt fyrir minni háttar meiðsli. Wojciech Szczesny (Póllandi) – 32 ára aðalmarkvörður Juventus frá árinu 2017 og áður leikmaður Arsenal. Salman Al Faraj (Sádi-Arabíu) – 33 ára sóknarsinnaður miðjumaður og fyrirliði Sáda. Yfirvegaður og mikilvægur í að láta sóknarleik liðsins flæða. Það er mikill sprengikraftur í Alexis Vega og spurning hvort að eitthvað stórlið í Evrópu hafi áhuga á að festa kaup á honum eftir HM.Getty/Omar Vega Fylgist með þessum: Julian Alvarez (Argentínu) – 22 ára sóknarmaður sem Manchester City fékk í sumar eftir að hann hafði slegið í gegn með River Plate í heimalandinu. Er á eftir Lautaro Martínez í goggunarröðinni en getur líka leikið úti á kanti. Alexis Vega (Mexíkó) – 24 ára kantmaður Guadalajara í heimalandinu. Síður en svo áreiðanlegur en afar hæfileikaríkur og aðeins tímaspursmál hvenær hann færir sig yfir til Evrópu. Gott HM gæti tryggt honum spennandi samning. Fær stærra hlutverk hjá Mexíkó vegna meiðsla Jesús Corona. Jakub Kiwior (Póllandi) – 22 ára miðvörður og liðsfélagi Mikaels Egils Ellertssonar hjá Spezia á Ítalíu. Stóru liðin á Ítalíu eru farin að bera víurnar í Kiwior sem virðist á skömmum tíma hafa stimplað sig inn í byrjunarlið Póllands, þar sem hann leikur með mun reynslumeiri mönnum í hjarta pólsku varnarinnar. Salem Al Dawsari þarf að sýna sínar bestu hliðar til að Sádi-Arabía komist upp úr riðlinum.Getty/Etsuo Hara Leikirnir í C-riðlinum Þriðjudagur 22. nóvember: Argentína – Sádi-Arabía (Klukkan 10.00) Þriðjudagur 22. nóvember: Mexíkó – Pólland (Klukkan 16:00) Laugardagur 26. nóvember: Pólland – Sádi-Arabía (Klukkan 13:00) Laugardagur 26. nóvember: Argentína – Mexíkó (Klukkan 19:00) Miðvikudagur 30. nóvember: Pólland – Argentína (Klukkan 19:00) Miðvikudagur 30. nóvember: Sádi-Arabía – Mexíkó (Klukkan 19:00)
Þjóðirnar í C-riðlinum: Argentína er á sínu átjánda HM og því þrettánda í röð Mexíkó er á sínu sautjánda HM og því áttunda í röð Pólland er á sínu níunda HM og því öðru í röð Sádi-Arabía er á sínu sjötta HM og því öðru í röð - Besti árangur þjóðanna í C-riðli í HM sögunni: Argentína: Tvisvar heimsmeistari (1978 og 1986) Mexíkó: Átta liða úrslit (1970 og 1986) Pólland: Bronsverðlaun (1974 og 1982) Sádi-Arabía: Sextán liða úrslit (1994)
Svona komust þjóðirnar í C-riðli á HM: 16. nóvember 2021: Argentína varð í öðru sæti í undankeppni Suður-Ameríku 30. mars 2022: Mexíkó varð í öðru sæti í undankeppni Norður- og Mið-Ameríku 29. mars 2022: Pólland vann Svíþjóð í úrslitaleik umspils í Evrópu 24. mars 2022: Sádi-Arabía vann sinn riðil í undankeppni Asíu - Þjóðirnar á nýjasta styrkleikalista FIFA 3. sæti - Argentína 13. sæti - Mexíkó 26. sæti - Pólland 51. sæti – Sádi-Arabía
Leikirnir í C-riðlinum Þriðjudagur 22. nóvember: Argentína – Sádi-Arabía (Klukkan 10.00) Þriðjudagur 22. nóvember: Mexíkó – Pólland (Klukkan 16:00) Laugardagur 26. nóvember: Pólland – Sádi-Arabía (Klukkan 13:00) Laugardagur 26. nóvember: Argentína – Mexíkó (Klukkan 19:00) Miðvikudagur 30. nóvember: Pólland – Argentína (Klukkan 19:00) Miðvikudagur 30. nóvember: Sádi-Arabía – Mexíkó (Klukkan 19:00)
Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira