Jólabónus á þriðja farrrými Inga Sæland skrifar 10. nóvember 2022 16:01 Farþegaskipið glæsta Titanic sökk eins og frægt er fyrir 110 árum. Slysið var afar mannskætt. Aðeins 705 manns björguðust af 2224. Langflestir þeirra farþega sem björguðust voru á fyrsta farrými en flestir farþeganna sem létust voru á þriðja farrými. Þaðan var löng leið og torsótt upp á þilfar og björgunarbátar allt of fáir þegar loks kom að þeim. Skipstjórinn á Titanic, sem fyrirskipaði að siglt yrði áfram á fullri ferð þrátt fyrir viðvaranir um ísjaka á siglingaleiðinni fékk skellinn. Á svipaðan hátt fengu íslensk stjórnvöld viðvaranir um hættulega efnahagsstefnu fyrir hrunið 2008 en skelltu við skollaeyrum. Skipherrar íslensku bankanna á þessum tíma gerðu reyndar betur en kollegi þeirra á Titanic. Þeir sigldu bæði eigin draumafleyjum í strand og þjóðarskútunni um leið. Stjórnvöld og eftirlitsstofnanir öxluðu enga ábyrgð en fólkið á þriðja farrými, fátækasti þriðjungur þjóðarinnar, fékk hins vegar skellinn. Þúsundir fjölskyldna misstu heimili sín á verðbólgubálinu sem þá æddi yfir sem eldur um akur. Veröld þeirra hrundi eins og spilaborg. Líkt og Titanic á sínum tíma er íslenska þjóðarskútan nú á viðsjárverðri leið mikillar verðbólgu og verðhækkana á nauðsynjavörum og húsnæði. Fórnarlömbin eru þeir sem stjórnvöld hafa hneppt í fátækragildrur, tekjulágar barnafjölskyldur, öryrkjar og sá hluti eldra fólks sem býr við sára fátækt. Íslensk stjórnvöld bjóða þessu fólki sannarlega ekki að hlöðnu veisluborði eins og því sem skipherra Titanic leiddi farþega fyrsta farrýmis að á sínum tíma. Jólahátíðin, sem brátt fer í hönd er ekki hátíð tilhlökkunar og gleði fyrir þetta fólk heldur kvíðvænlegur tími örbirgðar og vanlíðunar. Hinn 7. nóv. sl. spurði ég Guðmund Inga Guðbrandsson félags og vinnumarkaðsráðherra hvort hann hygðist koma þeim til hjálpar fyrir jólin sem hefðu ekkert annað að reiða sig á en greiðslur frá Tryggingastofnun. Ætlar ráðherrann að greiða þessu fólki skatta og skerðingarlausan jólabónus? Í nýbirtum fjárauka kemur svarið fram. Hann ætlar að greiða öryrkjum helminginn af því sem þeir fengu greitt fyrir sl. jól. Enn og aftur á að skilja fátæka eldri borgara útundan. Samkvæmt fjáraukanum fá þeir ekki eina einustu krónu í jólabónus. Hin sorglega staðreynd er sú að stjórnvöld skeyta litlu um líf og líðan fólksins á þriðja farrými. Það má halda áfram að lepja dauðann úr skel. Eitt er víst að það vantar ótal björgunarbáta fyrir þá sem stjórnvöld hafa sett á þriðja farrými svo tryggja megi þeim mannsæmandi lífskjör. Ég skora á hæstvirtan ráðherra að sjá til þess að þeir sem alfarið þurfa að reiða sig á greiðslur almannatrygginga fái skatta og skerðingarlausar 60 þúsund krónur í bónus fyrir jólin! Höfundur er formaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Sæland Flokkur fólksins Alþingi Fjármál heimilisins Tekjur Mest lesið Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Farþegaskipið glæsta Titanic sökk eins og frægt er fyrir 110 árum. Slysið var afar mannskætt. Aðeins 705 manns björguðust af 2224. Langflestir þeirra farþega sem björguðust voru á fyrsta farrými en flestir farþeganna sem létust voru á þriðja farrými. Þaðan var löng leið og torsótt upp á þilfar og björgunarbátar allt of fáir þegar loks kom að þeim. Skipstjórinn á Titanic, sem fyrirskipaði að siglt yrði áfram á fullri ferð þrátt fyrir viðvaranir um ísjaka á siglingaleiðinni fékk skellinn. Á svipaðan hátt fengu íslensk stjórnvöld viðvaranir um hættulega efnahagsstefnu fyrir hrunið 2008 en skelltu við skollaeyrum. Skipherrar íslensku bankanna á þessum tíma gerðu reyndar betur en kollegi þeirra á Titanic. Þeir sigldu bæði eigin draumafleyjum í strand og þjóðarskútunni um leið. Stjórnvöld og eftirlitsstofnanir öxluðu enga ábyrgð en fólkið á þriðja farrými, fátækasti þriðjungur þjóðarinnar, fékk hins vegar skellinn. Þúsundir fjölskyldna misstu heimili sín á verðbólgubálinu sem þá æddi yfir sem eldur um akur. Veröld þeirra hrundi eins og spilaborg. Líkt og Titanic á sínum tíma er íslenska þjóðarskútan nú á viðsjárverðri leið mikillar verðbólgu og verðhækkana á nauðsynjavörum og húsnæði. Fórnarlömbin eru þeir sem stjórnvöld hafa hneppt í fátækragildrur, tekjulágar barnafjölskyldur, öryrkjar og sá hluti eldra fólks sem býr við sára fátækt. Íslensk stjórnvöld bjóða þessu fólki sannarlega ekki að hlöðnu veisluborði eins og því sem skipherra Titanic leiddi farþega fyrsta farrýmis að á sínum tíma. Jólahátíðin, sem brátt fer í hönd er ekki hátíð tilhlökkunar og gleði fyrir þetta fólk heldur kvíðvænlegur tími örbirgðar og vanlíðunar. Hinn 7. nóv. sl. spurði ég Guðmund Inga Guðbrandsson félags og vinnumarkaðsráðherra hvort hann hygðist koma þeim til hjálpar fyrir jólin sem hefðu ekkert annað að reiða sig á en greiðslur frá Tryggingastofnun. Ætlar ráðherrann að greiða þessu fólki skatta og skerðingarlausan jólabónus? Í nýbirtum fjárauka kemur svarið fram. Hann ætlar að greiða öryrkjum helminginn af því sem þeir fengu greitt fyrir sl. jól. Enn og aftur á að skilja fátæka eldri borgara útundan. Samkvæmt fjáraukanum fá þeir ekki eina einustu krónu í jólabónus. Hin sorglega staðreynd er sú að stjórnvöld skeyta litlu um líf og líðan fólksins á þriðja farrými. Það má halda áfram að lepja dauðann úr skel. Eitt er víst að það vantar ótal björgunarbáta fyrir þá sem stjórnvöld hafa sett á þriðja farrými svo tryggja megi þeim mannsæmandi lífskjör. Ég skora á hæstvirtan ráðherra að sjá til þess að þeir sem alfarið þurfa að reiða sig á greiðslur almannatrygginga fái skatta og skerðingarlausar 60 þúsund krónur í bónus fyrir jólin! Höfundur er formaður Flokks fólksins.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun