Býður fundarlaun þeim sem getur bent á brennuvarg við Elliðavatn Kristján Már Unnarsson skrifar 10. nóvember 2022 18:04 Guðmundur Unnsteinsson, eigandi sumarbústaðar sem kveikt var í á Þingnesi við Elliðavatn. Arnar Halldórsson Guðmundur Unnsteinsson, sem varð fyrir því um síðustu áramót að kveikt var í bústaðnum hans á Þingnesi við Elliðavatn, býður hverjum þeim fundarlaun sem veitt getur upplýsingar um brennuvarginn. Tveir bústaðir við vatnið brunnu til grunna í kringum síðustu áramót og virðist sem um vel skipulagðan ásetning hafi verið að ræða en ekki óviljaverk óreglufólks. „Við erum eiginlega mjög hissa á þessum brunum sem urðu. Það hefur verið svolítið um það á sumrin að svona ógæfufólk hafi farið í hús og brotist inn og dvalið um nótt. En aldrei verið kveikt í húsum fyrr og yfirleitt lágmarkstjón ef fólk hefur farið inn til að hlýja sér,“ segir Guðmundur en hann sagði frá þessu í þættinum Um land allt á Stöð 2 um Elliðavatn. Frá eldsvoðanum 4. janúar síðastliðinn.Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins Hann telur að þetta hafi verið einbeittur ásetningur. Einhver hafi ekið á fjórhjóli yfir vatnið á ís um miðja nótt og með bensínbrúsa. Förin hafi mátt rekja yfir vatnið milli Þingness og Elliðavatnsstíflu. Hann hefur ekki trú á því að hér hafi eitthvert ógæfufólk verið á ferð. Svona leit húsið út áður.Guðmundur Unnsteinsson „Ég hef ekki trú á því. Ég held að menn fari ekki hér þvert yfir vatnið í myrkri 4. janúar ef menn eru ekki allsgáðir. Ógæfufólk gerir það ekki. Og ekki þvert yfir vatnið á fjórhjóli.“ Hér má sjá viðtalsbút um eldsvoðann: Klippa: Býður fundarlaun fyrir brennuvarg við Elliðavatn Þáttinn um Elliðavatn má nálgast í heild á streymisveitunni Stöð 2+. Um land allt Slökkvilið Lögreglumál Tengdar fréttir Grunar að kveikt hafi verið í tveimur bústöðum við Elliðavatn á einni viku Grunur er um að kveikt hafi verið í sumarbústað við Elliðavatn í nótt. Um er að ræða annan húsbrunann á þessum slóðum á einni viku og grunur um að einnig hafi verið kveikt í hinu húsinu. 4. janúar 2022 10:56 Ákveðið að láta bústað við Elliðavatn brenna til grunna Tekin var sú ákvörðun að láta sumarhús við Elliðavatn brenna til grunna þegar eldur kom upp í því síðla nætur en freista þess að vernda gróður, þar sem bústaðurinn stendur á vatnsverndarsvæði. 4. janúar 2022 06:58 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Sjá meira
„Við erum eiginlega mjög hissa á þessum brunum sem urðu. Það hefur verið svolítið um það á sumrin að svona ógæfufólk hafi farið í hús og brotist inn og dvalið um nótt. En aldrei verið kveikt í húsum fyrr og yfirleitt lágmarkstjón ef fólk hefur farið inn til að hlýja sér,“ segir Guðmundur en hann sagði frá þessu í þættinum Um land allt á Stöð 2 um Elliðavatn. Frá eldsvoðanum 4. janúar síðastliðinn.Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins Hann telur að þetta hafi verið einbeittur ásetningur. Einhver hafi ekið á fjórhjóli yfir vatnið á ís um miðja nótt og með bensínbrúsa. Förin hafi mátt rekja yfir vatnið milli Þingness og Elliðavatnsstíflu. Hann hefur ekki trú á því að hér hafi eitthvert ógæfufólk verið á ferð. Svona leit húsið út áður.Guðmundur Unnsteinsson „Ég hef ekki trú á því. Ég held að menn fari ekki hér þvert yfir vatnið í myrkri 4. janúar ef menn eru ekki allsgáðir. Ógæfufólk gerir það ekki. Og ekki þvert yfir vatnið á fjórhjóli.“ Hér má sjá viðtalsbút um eldsvoðann: Klippa: Býður fundarlaun fyrir brennuvarg við Elliðavatn Þáttinn um Elliðavatn má nálgast í heild á streymisveitunni Stöð 2+.
Um land allt Slökkvilið Lögreglumál Tengdar fréttir Grunar að kveikt hafi verið í tveimur bústöðum við Elliðavatn á einni viku Grunur er um að kveikt hafi verið í sumarbústað við Elliðavatn í nótt. Um er að ræða annan húsbrunann á þessum slóðum á einni viku og grunur um að einnig hafi verið kveikt í hinu húsinu. 4. janúar 2022 10:56 Ákveðið að láta bústað við Elliðavatn brenna til grunna Tekin var sú ákvörðun að láta sumarhús við Elliðavatn brenna til grunna þegar eldur kom upp í því síðla nætur en freista þess að vernda gróður, þar sem bústaðurinn stendur á vatnsverndarsvæði. 4. janúar 2022 06:58 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Sjá meira
Grunar að kveikt hafi verið í tveimur bústöðum við Elliðavatn á einni viku Grunur er um að kveikt hafi verið í sumarbústað við Elliðavatn í nótt. Um er að ræða annan húsbrunann á þessum slóðum á einni viku og grunur um að einnig hafi verið kveikt í hinu húsinu. 4. janúar 2022 10:56
Ákveðið að láta bústað við Elliðavatn brenna til grunna Tekin var sú ákvörðun að láta sumarhús við Elliðavatn brenna til grunna þegar eldur kom upp í því síðla nætur en freista þess að vernda gróður, þar sem bústaðurinn stendur á vatnsverndarsvæði. 4. janúar 2022 06:58