Fótbolti

Senegalar ráða töfralækna til að gera Mané kláran fyrir HM

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sadio Mané hefur skorað 34 mörk í 93 landsleikjum fyrir Senegal.
Sadio Mané hefur skorað 34 mörk í 93 landsleikjum fyrir Senegal. getty/Robbie Jay Barratt

Senegalar beita öllum brögðum, hefðbundnum sem óhefðbundnum, til að Sadio Mané verði klár í slaginn fyrir HM í Katar sem hefst eftir rúma viku.

Mané meiddist á ökkla í sigri Bayern München á Werder Bremen í þýsku úrvalsdeildinni á þriðjudaginn og þurfti að fara af velli. 

Hann er í HM-hópi Senegala sem ætla að gera allt til að stærasta stjarna þeirra geti spilað á heimsmeistaramótinu og vonast til að æðri máttarvöld rétti þeim hjálparhönd.

„Við munum nota töfralækna. Ég veit ekki hvort það virkar en við nýtum okkur þá samt. Vonandi gerast kraftaverkin. Hann verður að vera með okkur,“ sagði Fatma Samoura, framkvæmdastjóri senegalska knattspyrnusambandsins.

Senegal er í A-riðli heimsmeistaramótsins ásamt Hollandi, Ekvador og heimaliði Katar. Fyrsti leikur Afríkumeistaranna á HM er gegn Hollendingum 21. nóvember.

Mané gekk í raðir Bayern frá Liverpool í sumar. Hann hefur skorað ellefu mörk í 23 leikjum fyrir Þýskalandsmeistarana á tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×