Fótbolti

Messi bannaði Argentínumönnum að uppnefna Mac Allister

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alexis Mac Allister er í HM-hópi Argentínu.
Alexis Mac Allister er í HM-hópi Argentínu. getty/Elsa

Alexis Mac Allister, leikmaður Brighton, hefur greint frá því hvernig Lionel Messi varði hann þegar hann kom inn í argentínska landsliðið.

Mac Allister lék tvo landsleiki 2019 en kom svo aftur inn í argentínska landsliðið á þessu ári. Alls eru landsleikir hans sjö og hann er á leið á HM í Katar þar sem Argentínumenn þykja líklegir til afreka.

Í argentínska landsliðinu spilar Mac Allister með stórstjörnunni Messi og hann ber honum afar vel söguna. Í viðtali við The Athletic sagði Mac Allister frá því hvernig Messi kom í veg fyrir að honum yrði strítt innan argentínska liðsins.

„Ég man að allir kölluðu mig Colo sem er rauðhaus í Argentínu,“ sagði Mac Allister. „Ég er ekki mjög hrifinn af því og hann sagði liðsfélögum okkar frá því og bannaði þeim að kalla mig það.“

Mac Allister kom til Brighton frá Argentinos Juniors 2019. Hann hefur leikið 85 leiki fyrir enska liðið og skorað tólf mörk.

Argentína er í C-riðli á HM ásamt Mexíkó, Póllandi og Sádí-Arabíu. Fyrsti leikur Argentínumanna er gegn Sádum 22. nóvember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×