Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les kvöldfréttir á Stöð 2.
Erla Björg Gunnarsdóttir les kvöldfréttir á Stöð 2. Stöð 2

Forsætisráðherra segir að draga þurfi lærdóm af því hvernig brottflutningur hælisleitenda, sem voru sendir til Grikklands í síðustu viku, fór fram. Vegna úrræðaleysis í Grikklandi hefur hópur Íslendinga tekið á leigu íbúð fyrir fatlaðan mann og fjölskyldu hans sem var vísað úr landi. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Við ræðum við þingmann Pírata sem segir lögreglu forgangsraða tíma sínum rangt með því að eltast við fólk vegna neysluskammta. Húsleit sé íþyngjandi aðgerð sem lögregla beiti langt fram úr meðalhófi í slíkum málum.

Við verðum einnig í beinni frá fjáröflunarkvöldi fyrir úkraínskar hersveitir, kynnum okkur tilboðsbrjálæði á einum stærsta verslunardegi landsins og hittum strák sem fagnar í dag 11 ára afmæli og kom í heiminn þann 11.11.11.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×