Tilboðskvíðinn raunverulegur Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. nóvember 2022 21:31 Verslunareigandi hvetur landsmenn til að hugsa sig tvisvar um áður en þeir gefa sig neyslubrjálæði nóvembermánaðar á vald. Sjálf finnur hún fyrir hálfgerðum tilboðskvíða á afsláttardögum eins og í dag, degi einhleypra, sem orðinn er sá stærsti hér á landi. Kauphegðun Íslendinga hefur tekið stakkaskiptum síðustu ár. Í fyrra nýttu 85 prósent landsmanna sér netverslun, miðað við aðeins 75% árið 2018. Þá eru greiðslukortin nú einkum munduð í þeirri holskeflu afsláttardaga sem ríður yfir í nóvember. 54 prósent landsmanna nýttu sér þessa daga í fyrra, rúmur helmingur þjóðarinnar semsagt. Og dagurinn í dag, dagur einhleypra, er orðinn sá stærsti. Megináhersla er lögð á netverslun, eins og tilboðin sem hér sjást hrúgast inn gefa til kynna. Jönu Maren Óskarsdóttir, annars eiganda Hringekjunnar, svokallaðrar hringrásarverslunar þar sem fólk getur leigt bás og selt af sér föt, hálfhryllir við þessu. „Þetta veldur mér allavega persónulega kvíða. Eins og í dag var ég að keyra og þá heyrði ég bara auglýsingar og tilboð. Og eina sem ég hugsaði er bara: Vá, verð ég ekki að nýta þessi tilboð, kaupa jólagjafir? Og þetta kemur af stað einhverjum hugsunarhætti þar sem þér finnst þú vera að missa af. Og þá fer fólk líka að kaupa eitthvað sem það þarf ekki að kaupa.“ Innlend netverslun hefur vissulega sótt í sig veðrið síðustu ár en markaðshlutdeild erlendra risa þegar kemur að vinsælasta netvarningnum, fötum skóm og fylgihlutum, er enn mikil. Þar er hið skandinavíska Boozt stærst - en kínverska hraðtískurisanum Shein vex einnig ásmegin - er með um 8 prósent hlutdeild. vísir/hjalti Föt frá Shein voru bönnuð í Hringekjunni fyrir skömmu vegna eiturefna - en umhverfisáhrifin eru einnig annars konar. Umfang framleiðslunnar á sér nær engan líka á heimsvísu en Jana hefur þó trú á að landsmenn séu í auknum mæli meðvitaðir um skaðsemina. vísir/hjalti Ertu með einhver skilaboð til fólks í þessu neyslubrjálæði framundan? „Það er alltaf hægt að fara og versla í hringrásarverslunum, nytjamörkuðum. Það er hægt að komast í lítið notaðan fatnað í slíkum verslunum. Þannig að það er hægt að breyta til og fara frekar þá leið,“ segir Jana. Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Fjármál heimilisins Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sjá meira
Kauphegðun Íslendinga hefur tekið stakkaskiptum síðustu ár. Í fyrra nýttu 85 prósent landsmanna sér netverslun, miðað við aðeins 75% árið 2018. Þá eru greiðslukortin nú einkum munduð í þeirri holskeflu afsláttardaga sem ríður yfir í nóvember. 54 prósent landsmanna nýttu sér þessa daga í fyrra, rúmur helmingur þjóðarinnar semsagt. Og dagurinn í dag, dagur einhleypra, er orðinn sá stærsti. Megináhersla er lögð á netverslun, eins og tilboðin sem hér sjást hrúgast inn gefa til kynna. Jönu Maren Óskarsdóttir, annars eiganda Hringekjunnar, svokallaðrar hringrásarverslunar þar sem fólk getur leigt bás og selt af sér föt, hálfhryllir við þessu. „Þetta veldur mér allavega persónulega kvíða. Eins og í dag var ég að keyra og þá heyrði ég bara auglýsingar og tilboð. Og eina sem ég hugsaði er bara: Vá, verð ég ekki að nýta þessi tilboð, kaupa jólagjafir? Og þetta kemur af stað einhverjum hugsunarhætti þar sem þér finnst þú vera að missa af. Og þá fer fólk líka að kaupa eitthvað sem það þarf ekki að kaupa.“ Innlend netverslun hefur vissulega sótt í sig veðrið síðustu ár en markaðshlutdeild erlendra risa þegar kemur að vinsælasta netvarningnum, fötum skóm og fylgihlutum, er enn mikil. Þar er hið skandinavíska Boozt stærst - en kínverska hraðtískurisanum Shein vex einnig ásmegin - er með um 8 prósent hlutdeild. vísir/hjalti Föt frá Shein voru bönnuð í Hringekjunni fyrir skömmu vegna eiturefna - en umhverfisáhrifin eru einnig annars konar. Umfang framleiðslunnar á sér nær engan líka á heimsvísu en Jana hefur þó trú á að landsmenn séu í auknum mæli meðvitaðir um skaðsemina. vísir/hjalti Ertu með einhver skilaboð til fólks í þessu neyslubrjálæði framundan? „Það er alltaf hægt að fara og versla í hringrásarverslunum, nytjamörkuðum. Það er hægt að komast í lítið notaðan fatnað í slíkum verslunum. Þannig að það er hægt að breyta til og fara frekar þá leið,“ segir Jana.
Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Fjármál heimilisins Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sjá meira