Ísland þarf sigur gegn liði sem berst fyrir æðri málstað Sindri Sverrisson skrifar 14. nóvember 2022 08:01 Elvar Már Friðriksson og félagar þurfa að eiga toppleik í dag til að vinna Úkraínu. VÍSIR/VILHELM Eftir tapið sárgrætilega gegn Georgíu á föstudaginn þarf íslenska karlalandsliðið í körfubolta nauðsynlega á sigri að halda gegn Úkraínu í dag til að eiga möguleika á að komast á HM í fyrsta sinn. Vegna stríðsins í Úkraínu fer leikurinn í dag fram í Riga í Lettlandi og hann hefst ansi snemma að íslenskum tíma, eða klukkan 14. Ísland er í sex liða riðli þar sem að þrjú efstu liðin komast á HM, og situr nú í 3.-4. sæti ásamt Georgíu með fjóra sigra eftir sjö umferðir af tíu. Spánn er með sex sigra, Ítalía fimm, Úkraína tvo og Holland engan. Undankeppninni lýkur í febrúar þegar Ísland leikur heimaleik við heims- og Evrópumeistara Spánar, þar sem nánast engin von er um sigur, og útileik við Georgíu. Ef að Ísland tapar í dag er því vonin um sæti á HM orðin ansi veik og Ísland þyrfti að treysta á hagstæð úrslit í öðrum leikjum til að gera útileikinn við Georgíu að úrslitaleik um sæti á HM. Staðan í riðli Íslands eftir sjö umferðir af tíu. Þrjú efstu liðin komast á HM.FIBA Úkraínska liðið vann öruggan 96-77 sigur gegn Hollandi á útivelli á föstudaginn. Þjálfari liðsins, Ainars Bagatskis, segir liðið berjast fyrir æðri málstað en „bara“ sæti á HM og að liðið hafi skapað sér nýjan heimavöll í Riga. „Auðvitað erum við að berjast fyrir fólkið sem núna berst fyrir Úkraínu og í Úkraínu, fyrir sjálfstæði og frelsi landsins. Ég vona að við getum með okkar sigrum veitt okkar lágmarksframlag í baráttunni. Ég veit að margir þarna fylgjast með körfuboltalandsliðinu,“ er haft eftir Bagatskis á miðlinum Sportarena. Ísland vann frábæran sigur gegn Úkraínu á heimavelli í ágúst, í framlengdum leik, 91-88. „Þar töpuðum við boltanum oft og nýttum ekki vítin. 50% af árangri í körfubolta er vegna ákvarðana manna og í þessum leik tókum við skelfilegar ákvarðanir. Við gleymum þeim leik og einbeitum okkur að seinni leiknum. Við spilum í kunnuglegum aðstæðum í Riga sem er orðið okkar annað heimili,“ sagði Bagatskis. Körfubolti HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Sjá meira
Vegna stríðsins í Úkraínu fer leikurinn í dag fram í Riga í Lettlandi og hann hefst ansi snemma að íslenskum tíma, eða klukkan 14. Ísland er í sex liða riðli þar sem að þrjú efstu liðin komast á HM, og situr nú í 3.-4. sæti ásamt Georgíu með fjóra sigra eftir sjö umferðir af tíu. Spánn er með sex sigra, Ítalía fimm, Úkraína tvo og Holland engan. Undankeppninni lýkur í febrúar þegar Ísland leikur heimaleik við heims- og Evrópumeistara Spánar, þar sem nánast engin von er um sigur, og útileik við Georgíu. Ef að Ísland tapar í dag er því vonin um sæti á HM orðin ansi veik og Ísland þyrfti að treysta á hagstæð úrslit í öðrum leikjum til að gera útileikinn við Georgíu að úrslitaleik um sæti á HM. Staðan í riðli Íslands eftir sjö umferðir af tíu. Þrjú efstu liðin komast á HM.FIBA Úkraínska liðið vann öruggan 96-77 sigur gegn Hollandi á útivelli á föstudaginn. Þjálfari liðsins, Ainars Bagatskis, segir liðið berjast fyrir æðri málstað en „bara“ sæti á HM og að liðið hafi skapað sér nýjan heimavöll í Riga. „Auðvitað erum við að berjast fyrir fólkið sem núna berst fyrir Úkraínu og í Úkraínu, fyrir sjálfstæði og frelsi landsins. Ég vona að við getum með okkar sigrum veitt okkar lágmarksframlag í baráttunni. Ég veit að margir þarna fylgjast með körfuboltalandsliðinu,“ er haft eftir Bagatskis á miðlinum Sportarena. Ísland vann frábæran sigur gegn Úkraínu á heimavelli í ágúst, í framlengdum leik, 91-88. „Þar töpuðum við boltanum oft og nýttum ekki vítin. 50% af árangri í körfubolta er vegna ákvarðana manna og í þessum leik tókum við skelfilegar ákvarðanir. Við gleymum þeim leik og einbeitum okkur að seinni leiknum. Við spilum í kunnuglegum aðstæðum í Riga sem er orðið okkar annað heimili,“ sagði Bagatskis.
Körfubolti HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Sjá meira