Strákurinn úr flóttamannabúðunum kominn á HM í fótbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. nóvember 2022 09:01 Ungu strákarnir Alphonso Davies og Jamal Musiala hjá Bayern eru báðir á leiðinni á HM, Davies með Kanada en Musiala með Þýskalandi. Getty/Stefan Matzke Alphonso Davies er í HM-hópi Kanadamanna þrátt fyrir að hann sé að glíma við meiðsli og það skipti hann gríðarlega miklu máli eins og kom vel fram á samfélagsmiðlum hans. Davies hefur stimplað sig inn hjá Bayern München og var algjör lykilmaður í því að Kanadamenn komust aftur á heimsmeistaramótið í fyrsta sinn síðan 1986. Þessi 22 ára gamli bakvörður hjá Bayern spilar vanalega mun framar á velli með kanadíska landsliðinu. Hann var með fimm mörk og átta stoðsendingar í þrettán leikjum í undankeppni HM í Katar. Davies tognaði aftan í lærvöðva í leik á móti Herthu Berlín 5. nóvember síðastliðinn og spilaði ekki tvo síðustu leiki Bæjara fyrir HM-frí. Þrátt fyrir meiðslin valdi landsliðsþjálfarinn John Herdman hann í 26 manna HM-hópinn. Davies fagnaði þessum fréttum á samfélagsmiðlum með því að vekja athygli á hvar hann þurfti að byrja. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) „Strákur fæddur í flóttamannabúðum átti aldrei að ná svo langt. En hér er hann á leiðinni á heimsmeistaramótið. Láttu aldrei einhvern segja við þig að draumar séu óraunhæfir. Haltu áfram að dreyma og ná árangri,“ skrifaði Alphonso Davies á Twitter síðu sína. Davies fær að vera með í hópnum en hann hjálpar ekki til í fyrstu leikjunum. „Læknaliðið skoðaði hann og það voru ekki góðar fréttir ef ég segi alveg eins og er. Það mun taka hann allt að fjórtán dögum að koma til baka,“ sagði John Herdman við ESPN. Kanada er í riðli með Belgíu, Króatíu og Marokkó. Fyrsti leikurinn í riðlinum er á móti Belgíu eftir níu daga en liðið mætir svo Króatíu eftir þrettán daga. Davies ætti að geta náð lokaleiknum á móti Marokkó sem er 1. desember. HM 2022 í Katar Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Davies hefur stimplað sig inn hjá Bayern München og var algjör lykilmaður í því að Kanadamenn komust aftur á heimsmeistaramótið í fyrsta sinn síðan 1986. Þessi 22 ára gamli bakvörður hjá Bayern spilar vanalega mun framar á velli með kanadíska landsliðinu. Hann var með fimm mörk og átta stoðsendingar í þrettán leikjum í undankeppni HM í Katar. Davies tognaði aftan í lærvöðva í leik á móti Herthu Berlín 5. nóvember síðastliðinn og spilaði ekki tvo síðustu leiki Bæjara fyrir HM-frí. Þrátt fyrir meiðslin valdi landsliðsþjálfarinn John Herdman hann í 26 manna HM-hópinn. Davies fagnaði þessum fréttum á samfélagsmiðlum með því að vekja athygli á hvar hann þurfti að byrja. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) „Strákur fæddur í flóttamannabúðum átti aldrei að ná svo langt. En hér er hann á leiðinni á heimsmeistaramótið. Láttu aldrei einhvern segja við þig að draumar séu óraunhæfir. Haltu áfram að dreyma og ná árangri,“ skrifaði Alphonso Davies á Twitter síðu sína. Davies fær að vera með í hópnum en hann hjálpar ekki til í fyrstu leikjunum. „Læknaliðið skoðaði hann og það voru ekki góðar fréttir ef ég segi alveg eins og er. Það mun taka hann allt að fjórtán dögum að koma til baka,“ sagði John Herdman við ESPN. Kanada er í riðli með Belgíu, Króatíu og Marokkó. Fyrsti leikurinn í riðlinum er á móti Belgíu eftir níu daga en liðið mætir svo Króatíu eftir þrettán daga. Davies ætti að geta náð lokaleiknum á móti Marokkó sem er 1. desember.
HM 2022 í Katar Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira