Strákurinn úr flóttamannabúðunum kominn á HM í fótbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. nóvember 2022 09:01 Ungu strákarnir Alphonso Davies og Jamal Musiala hjá Bayern eru báðir á leiðinni á HM, Davies með Kanada en Musiala með Þýskalandi. Getty/Stefan Matzke Alphonso Davies er í HM-hópi Kanadamanna þrátt fyrir að hann sé að glíma við meiðsli og það skipti hann gríðarlega miklu máli eins og kom vel fram á samfélagsmiðlum hans. Davies hefur stimplað sig inn hjá Bayern München og var algjör lykilmaður í því að Kanadamenn komust aftur á heimsmeistaramótið í fyrsta sinn síðan 1986. Þessi 22 ára gamli bakvörður hjá Bayern spilar vanalega mun framar á velli með kanadíska landsliðinu. Hann var með fimm mörk og átta stoðsendingar í þrettán leikjum í undankeppni HM í Katar. Davies tognaði aftan í lærvöðva í leik á móti Herthu Berlín 5. nóvember síðastliðinn og spilaði ekki tvo síðustu leiki Bæjara fyrir HM-frí. Þrátt fyrir meiðslin valdi landsliðsþjálfarinn John Herdman hann í 26 manna HM-hópinn. Davies fagnaði þessum fréttum á samfélagsmiðlum með því að vekja athygli á hvar hann þurfti að byrja. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) „Strákur fæddur í flóttamannabúðum átti aldrei að ná svo langt. En hér er hann á leiðinni á heimsmeistaramótið. Láttu aldrei einhvern segja við þig að draumar séu óraunhæfir. Haltu áfram að dreyma og ná árangri,“ skrifaði Alphonso Davies á Twitter síðu sína. Davies fær að vera með í hópnum en hann hjálpar ekki til í fyrstu leikjunum. „Læknaliðið skoðaði hann og það voru ekki góðar fréttir ef ég segi alveg eins og er. Það mun taka hann allt að fjórtán dögum að koma til baka,“ sagði John Herdman við ESPN. Kanada er í riðli með Belgíu, Króatíu og Marokkó. Fyrsti leikurinn í riðlinum er á móti Belgíu eftir níu daga en liðið mætir svo Króatíu eftir þrettán daga. Davies ætti að geta náð lokaleiknum á móti Marokkó sem er 1. desember. HM 2022 í Katar Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Sjá meira
Davies hefur stimplað sig inn hjá Bayern München og var algjör lykilmaður í því að Kanadamenn komust aftur á heimsmeistaramótið í fyrsta sinn síðan 1986. Þessi 22 ára gamli bakvörður hjá Bayern spilar vanalega mun framar á velli með kanadíska landsliðinu. Hann var með fimm mörk og átta stoðsendingar í þrettán leikjum í undankeppni HM í Katar. Davies tognaði aftan í lærvöðva í leik á móti Herthu Berlín 5. nóvember síðastliðinn og spilaði ekki tvo síðustu leiki Bæjara fyrir HM-frí. Þrátt fyrir meiðslin valdi landsliðsþjálfarinn John Herdman hann í 26 manna HM-hópinn. Davies fagnaði þessum fréttum á samfélagsmiðlum með því að vekja athygli á hvar hann þurfti að byrja. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) „Strákur fæddur í flóttamannabúðum átti aldrei að ná svo langt. En hér er hann á leiðinni á heimsmeistaramótið. Láttu aldrei einhvern segja við þig að draumar séu óraunhæfir. Haltu áfram að dreyma og ná árangri,“ skrifaði Alphonso Davies á Twitter síðu sína. Davies fær að vera með í hópnum en hann hjálpar ekki til í fyrstu leikjunum. „Læknaliðið skoðaði hann og það voru ekki góðar fréttir ef ég segi alveg eins og er. Það mun taka hann allt að fjórtán dögum að koma til baka,“ sagði John Herdman við ESPN. Kanada er í riðli með Belgíu, Króatíu og Marokkó. Fyrsti leikurinn í riðlinum er á móti Belgíu eftir níu daga en liðið mætir svo Króatíu eftir þrettán daga. Davies ætti að geta náð lokaleiknum á móti Marokkó sem er 1. desember.
HM 2022 í Katar Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Sjá meira