H-riðill á HM í Katar: Fýlustrumpurinn mætir á HM í fimmta sinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. nóvember 2022 11:01 Cristiano Ronaldo hefur haft allt á hornum sér að undanförnu. getty/David S. Bustamante Luis Suárez endurnýjar kynnin við Ganverja í H-riðli heimsmeistaramótsins í Katar. Cristiano Ronaldo dreymir um að stimpla sig út af HM með stæl og Son Heung-min og félagar í Suður-Kóreu ætla sér að komast upp úr riðlinum Vísir telur niður í heimsmeistaramótið í Katar sem hefst 20. nóvember næstkomandi. Í síðustu viku og næstu daga tökum við fyrir einn riðil í keppninni á hverjum degi og að þessu sinni er það H-riðillinn sem fær á sig sviðsljósið. Ronaldo hefur verið mikið milli á tannanna á fótboltaáhugafólki undanfarna daga eftir viðtalið fræga við Piers Morgan. Flestir eru á því að Ronaldo hafi skorað eitthvert rosalegasta PR-sjálfsmark sögunnar með viðtalinu og Portúgalanum veitti ekkert af jákvæðri athygli, til dæmis fyrir góða frammistöðu á sínu fimmta, og væntanlega síðasta, HM. Þjóðirnar í H-riðli: Portúgal er á sínu áttunda HM og því sjötta í röð Úrúgvæ er á sínu 14. HM og því fjórða í röð Suður-Kórea er á sínu 11. HM og því tíunda í röð Gana er á sínu fjórða HM og því fjórða í röð -- Besti árangur þjóðanna í H-riðli í HM sögunni: Portúgal: 3. sæti (1966) Úrúgvæ: Tvisvar sinnum heimsmeistari (1930, 1950) Suður-Kórea: 4. sæti (2002) Gana: Átta liða úrslit (2010) Ronaldo komst í undanúrslit á sínu fyrsta HM (2006) en hefur ekki unnið leik í útsláttarkeppni mótsins síðan þá og öll sjö mörk hans á HM hafa komið í riðlakeppninni. Skori hann í Katar verður hann sá fyrsti í sögunni til að skora á fimm heimsmeistaramótum. Ronaldo hefur sennilega aldrei verið með jafn góða meðreiðasveina og núna en portúgalska liðið er ótrúlega vel mannað í öllum stöðum. Portúgal þurfti samt að fara í umspil um sæti á HM og tilfinningin er að Fernando Santos nái ekki janf miklu út úr liðinu og ætti að vera hægt miðað við mannskap. „Markvarslan“ fræga hjá Luis Suárez í leik Úrúgvæ og Gana í átta liða úrslitum á HM í Suður-Afríku 2010.getty/Michael Steele Luis Suárez er sennilega óvinur ganverska ríkisins númer eitt eftir að hann varði með hendi á línu í uppbótartíma framlengingar í leik Úrúgvæ og Gana í átta liða úrslitum HM 2010. Asamoah Gyan klúðraði vítaspyrnunni og Úrúgvæar unnu svo vítakeppnina og fóru áfram. Úrúgvæ og Gana mætast nú aftur á HM. Gyan er hættur í landsliðinu en Suárez er enn í nokkuð góðu fjöri. Suárez, Edinson Cavani, Diego Godín, Martín Cáceres og Fernando Muslera er enn eftir úr liðinu sem komst í undanúrslit á HM 2010 og varð Suður-Ameríkumeistari árið eftir. HM í Katar verður að öllum líkindum svanasöngur þessarar kynslóðar og lyklavöldin færast væntanlega til leikmanna á borð Federico Velvarde, Ronald Arújo og Darwin Núnez eftir mótið. Svona komust þjóðirnar í H-riðli á HM: 1. febrúar 2022: Suður-Kórea varð í 2. sæti í A-riðli 3. umferðar í undankeppni Asíu 24. mars 2022: Úrúgvæ varð í 3. sæti í Suður-Ameríkuriðlinum 29. mars 2022: Portúgal komst áfram úr umspili undankeppninnar í Evrópu 29. mars 2022: Gana komst áfram úr 3. umferð undankeppninnar í Afríku -- Þjóðirnar á nýjasta styrkleikalista FIFA: 9. sæti - Portúgal 14. sæti - Úrúgvæ 28. sæti - Suður-Kórea 61. sæti - Gana Úrúgvæ er líka komið með nýjan þjálfara en hinum aldna Óscar Tabárez var skipt út í fyrra þegar það stefndi í að hann myndi ekki koma úrúgvæska liðinu til Katar. Diego Alonso tók við, kom Úrúgvæ á HM og liðið hefur unnið sjö af níu leikjum undir hans stjórn. Úrúgvæar hafa komist upp úr riðlinum á síðustu þremur heimsmeistaramótum, gera það væntanlega núna og eru með lið sem getur valdið usla. Suður-Kórea er fastagestur á HM en hefur aðeins tvisvar sinnum komist upp úr riðlinum í ellefu tilraunum. Suður-Kóreumenn töpuðu fyrstu tveimur leikjum sínum á HM í Rússlandi en unnu Þjóðverja í lokaleik sínum og komu þar með í veg fyrir að heimsmeistararnir gætu varið titil sinn. Son Heung-Min kinnbeinsbrotnaði í leik Tottenham gegn Marseille í Meistaradeild Evrópu á dögunum. Hann fór í aðgerð og hefur æft með andlitsgrímu.getty/Chung Sung-Jun Líklega eru fá lið á HM jafn háð einum leikmanni og Suður-Kórea er háð Son. Suður-kóreskir stuðningsmenn tóku eflaust andköf þegar hann meiddist í leik með Tottenham á dögunum en hann hefur gengist undir aðgerð og verður með í Katar. Ganverjar komust ekki upp úr riðlinum í Afríkumótinu í Kamerún fyrr á árinu og ráku í kjölfarið Serbann Milovan Rajevac. Við starfi hans tók Otto Addo og undir hans stjórn komst Gana á HM með því að skora mark á útivelli í umspilsleikjum gegn Nígeríu. Hægri bakvörðurinn Tariq Lamptey ólst upp á Englandi og spilaði með yngri landsliðum Englendinga. Fyrr á þessu ákvað hann að spila fyrir Gana og hefur leikið tvo A-landsleiki fyrir þjóðina.getty/ANP Gana er lægst skrifaðasta liðið á HM, allavega miðað við heimslistann (61. sæti), og þykir ekki líklegt til afreka í Katar. En til að vænka hag sinn hafa Ganverjar fengið leikmenn á borð við Inaki Williams (Athletic Bilbao) og Tariq Lamptey (Brighton) til að spila fyrir landsliðið. Thomas Partey er algjör lykilmaður hjá Gana og Ayew-bræðurnir, André og Jordan, eru enn í stóru hlutverki. André er sá eini sem er eftir úr ganverska liðinu sem hefði komist í undanúrslit HM 2010 ef ekki hefði verið fyrir inngrip Suárez. Fernando Santos er sá eini sem hefur unnið stóran titil með portúgalska landsliðið.getty/Gualter Fatia Þjálfarar liðanna í H-riðlinum: Portúgal - Hinn 68 ára Fernando Santos hefur stýrt portúgalska landsliðinu síðan 2014. Gerði það að Evrópumeisturum 2016 og Þjóðadeildarmeisturum 2019. Úrúgvæ - Hinn 47 ára Diego Alonso tók við úrúgvæska landsliðinu í desember 2021. Var þar áður þjálfari Inter Miami í Bandaríkjunum. Suður-Kórea - Hinn 53 ára Paolo Bento var ráðinn landsliðsþjálfari Suður-Kóreu eftir HM 2018. Var áður landsliðsþjálfari Portúgals og stýrði liðinu á EM 2012 og HM 2014. Gana - Hinn 47 ára Otto Addo var ráðinn þjálfari ganverska landsliðsins til frambúðar eftir að það vann Nígeríu í umspili um sæti á HM. Var áður aðstoðarþjálfari landsliðsins. Bernardo Silva á ferðinni í vináttulandsleik Portúgals og Nígeríu. Portúgalir unnu leikinn með fjórum mörkum gegn engu.getty/Pedro Fiúza Stærstu stjörnurnar: Cristiano Ronaldo (Portúgal) - 37 ára sóknarmaður Manchester United. Einn besti leikmaður allra tíma en hefur ekki átt góðu gengi að fagna í vetur. Er á sínu fimmta heimsmeistaramóti og er markahæsti landsliðsmaður sögunnar með 117 mörk. Bernando Silva (Portúgal) - 28 ára miðjumaður Manchester City. Hefur verið lykilmaður hjá City síðan hann kom frá Monaco 2017. Hefur fjórum sinnum orðið enskur meistari og einu sinni franskur meistari. Luis Suárez (Úrúgvæ) - 35 ára framherji Nacional í Úrúgvæ. Markahæstur í sögu úrúgvæska landsliðsins með 68 mörk og keppir á HM í fjórða sinn. Hefur orðið meistari í þremur löndum og vann Meistaradeild Evrópu með Barcelona 2015. Federico Valverde (Úrúgvæ) - 24 ára miðjumaður Real Madrid. Ómissandi hluti af liði Real Madrid sem varð Spánar- og Evrópumeistari á síðasta tímabili. Hefur byrjað þetta tímabil af krafti og skorað glæsileg mörk. Son Heung-min (Suður-Kórea) - Þrítugur sóknarmaður Tottenham. Fyrirliði og langbesti leikmaður suður-kóreska landsliðsins. Var markahæstur í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili með 23 mörk. Kim Min-jae (Suður-Kóreu) - 26 ára varnarmaður Napoli. Hefur átt frábæra innkomu í lið Napoli eftir að hann var keyptur frá Fenerbache í sumar. Háxavinn miðvörður sem er ógnarsterkur í loftinu. Thomas Partey (Gana) - 29 ára miðjumaður Arsenal. Hefur spilað einkar vel fyrir Skytturnar sem eru á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Hefur skorað fjórtán mörk í fjörtíu landsleikjum. André Ayew (Gana) - 32 ára framherji Al-Sadd í Sádí-Arabíu. Á leið á sitt þriðja heimsmeistaramót og er leikjahæstur í sögu ganverska landsliðsins með 110 leiki. Sonur Abedis Pele sem er jafnan talinn besti leikmaður Gana í sögunni. Darwin Núnez hefur leikið þrettán landsleiki og skorað þrjú mörk.getty/Sebastian Frej Fylgist með þessum: Rafael Leao (Portúgal) - 23 ára sóknarmaður AC Milan. Var valinn besti leikmaður ítölsku úrvalsdeildarinnar þegar Milan vann hana á síðasta tímabili. Hefur byrjað þetta tímabil af miklum krafti. Hefur leikið átta landsleiki en á enn eftir að skora fyrir landsliðið. Darwin Núnez (Úrúgvæ) - 23 ára sóknarmaður Liverpool. Keyptur til Liverpool á háa fjárhæð eftir að hafa skorað 34 mörk fyrir Benfica á síðasta tímabili. Hefur byrjað vel á Englandi og er kominn með níu mörk fyrir Rauða herinn. Verður arftaki Suárez og Edinson Cavani í framlínu Úrúgvæ. Abdul Fatawu Issahaku (Gana) - átján ára sóknarmaður Sporting. Fæddur 2004 og er einn yngsti leikmaðurinn á HM. Sporting keypti hann frá Steadfast í heimalandinu fyrr á þessu ári. Skoraði sitt fyrsta landsliðsmark gegn Nígeríu í september í fyrra, þá aðeins sautján ára. Þykir einn efnilegasti leikmaður Afríku. Al Rihla, boltinn sem verður notaður á HM í Katar.getty/Ryan Pierse Leikirnir í H-riðli Fimmtudagur 24. nóvember: Úrúgvæ - Suður-Kórea (Klukkan 13:00) Fimmtudagur 24. nóvember: Portúgal - Gana (Klukkan 16:00) Mánudagur 28. nóvember: Suður-Kórea - Gana (Klukkan 13:00) Mánudagur 28. nóvember: Portúgal - Úrúgvæ (Klukkan 19:00) Föstudagur 2. desember: Gana - Úrúgvæ (Klukkan 15:00) Föstudagur 2. desember: Suður-Kórea - Portúgal (Klukkan 15:00) HM 2022 í Katar Tengdar fréttir G-riðill á HM í Katar: Sigurstranglegir Brassar vilja enda tuttugu ára bið Annað heimsmeistaramótið í röð eru Brasilía, Sviss og Serbía saman í riðli. Kosta Ríka var fjórða hjólið undir vagninum 2018 en að þessu sinni er það Kamerún. 17. nóvember 2022 11:01 F-riðill á HM í Katar: Síðasti séns gullkynslóðarinnar Brons- og silfurlið frá síðasta heimsmeistaramóti eru bæði í F-riðli á HM sem fram undan er. Gullkynslóð Belgíu fær ekki mörg fleiri tækifæri til að standa undir nafni og vinna gull á stórmóti. 16. nóvember 2022 11:01 E-riðill á HM í Katar: Gerast kraftaverk? Stórþjóðirnar Spánn og Þýskaland eigast við í E-riðli heimsmeistaramótsins í Katar og eiga bæði harma að hefna eftir mikil vonbrigði á mótinu í Rússlandi fyrir fjórum árum. Margt óvænt þarf að gerast til að leið liðanna í 16-liða úrslit sé ekki greið. 15. nóvember 2022 11:00 D-riðill á HM í Katar: Greið leið fyrir Mbappé og Eriksen Frakkland og Danmörk tefla bæði fram afar sterkum liðum sem gætu náð langt á HM í Katar. Liðin ættu aðeins að þurfa lágmarksskammt af svita og blóði til að komast upp úr D-riðli og í 16-liða úrslitin. 14. nóvember 2022 10:59 C-riðill á HM í Katar: Svanasöngur Messis og Ernir á sveimi Lionel Messi er á síðasta séns til að verða heimsmeistari. Spennandi lið Póllands og Mexíkó berjast um að fylgja Argentínu upp úr riðlinum og Sádar eru svo að segja á heimavelli. 11. nóvember 2022 11:01 B-riðill á HM í Katar: Fótboltinn ennþá „týndur“ eða ratar hann loksins heim? Öll liðin í B-riðlinum eru í hópi tuttugu bestu knattspyrnulandsliða heims samkvæmt nýjasta styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusamnbandsins. 10. nóvember 2022 11:01 A-riðill á HM í Katar: Heimamenn fallbyssufóður eða gerist eitthvað óvænt? Hungraðir Hollendingar eru í riðli með heimamönnum á HM í Katar en þar eru líka áhugaverð lið Senegals og Ekvador. 9. nóvember 2022 11:00 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Vísir telur niður í heimsmeistaramótið í Katar sem hefst 20. nóvember næstkomandi. Í síðustu viku og næstu daga tökum við fyrir einn riðil í keppninni á hverjum degi og að þessu sinni er það H-riðillinn sem fær á sig sviðsljósið. Ronaldo hefur verið mikið milli á tannanna á fótboltaáhugafólki undanfarna daga eftir viðtalið fræga við Piers Morgan. Flestir eru á því að Ronaldo hafi skorað eitthvert rosalegasta PR-sjálfsmark sögunnar með viðtalinu og Portúgalanum veitti ekkert af jákvæðri athygli, til dæmis fyrir góða frammistöðu á sínu fimmta, og væntanlega síðasta, HM. Þjóðirnar í H-riðli: Portúgal er á sínu áttunda HM og því sjötta í röð Úrúgvæ er á sínu 14. HM og því fjórða í röð Suður-Kórea er á sínu 11. HM og því tíunda í röð Gana er á sínu fjórða HM og því fjórða í röð -- Besti árangur þjóðanna í H-riðli í HM sögunni: Portúgal: 3. sæti (1966) Úrúgvæ: Tvisvar sinnum heimsmeistari (1930, 1950) Suður-Kórea: 4. sæti (2002) Gana: Átta liða úrslit (2010) Ronaldo komst í undanúrslit á sínu fyrsta HM (2006) en hefur ekki unnið leik í útsláttarkeppni mótsins síðan þá og öll sjö mörk hans á HM hafa komið í riðlakeppninni. Skori hann í Katar verður hann sá fyrsti í sögunni til að skora á fimm heimsmeistaramótum. Ronaldo hefur sennilega aldrei verið með jafn góða meðreiðasveina og núna en portúgalska liðið er ótrúlega vel mannað í öllum stöðum. Portúgal þurfti samt að fara í umspil um sæti á HM og tilfinningin er að Fernando Santos nái ekki janf miklu út úr liðinu og ætti að vera hægt miðað við mannskap. „Markvarslan“ fræga hjá Luis Suárez í leik Úrúgvæ og Gana í átta liða úrslitum á HM í Suður-Afríku 2010.getty/Michael Steele Luis Suárez er sennilega óvinur ganverska ríkisins númer eitt eftir að hann varði með hendi á línu í uppbótartíma framlengingar í leik Úrúgvæ og Gana í átta liða úrslitum HM 2010. Asamoah Gyan klúðraði vítaspyrnunni og Úrúgvæar unnu svo vítakeppnina og fóru áfram. Úrúgvæ og Gana mætast nú aftur á HM. Gyan er hættur í landsliðinu en Suárez er enn í nokkuð góðu fjöri. Suárez, Edinson Cavani, Diego Godín, Martín Cáceres og Fernando Muslera er enn eftir úr liðinu sem komst í undanúrslit á HM 2010 og varð Suður-Ameríkumeistari árið eftir. HM í Katar verður að öllum líkindum svanasöngur þessarar kynslóðar og lyklavöldin færast væntanlega til leikmanna á borð Federico Velvarde, Ronald Arújo og Darwin Núnez eftir mótið. Svona komust þjóðirnar í H-riðli á HM: 1. febrúar 2022: Suður-Kórea varð í 2. sæti í A-riðli 3. umferðar í undankeppni Asíu 24. mars 2022: Úrúgvæ varð í 3. sæti í Suður-Ameríkuriðlinum 29. mars 2022: Portúgal komst áfram úr umspili undankeppninnar í Evrópu 29. mars 2022: Gana komst áfram úr 3. umferð undankeppninnar í Afríku -- Þjóðirnar á nýjasta styrkleikalista FIFA: 9. sæti - Portúgal 14. sæti - Úrúgvæ 28. sæti - Suður-Kórea 61. sæti - Gana Úrúgvæ er líka komið með nýjan þjálfara en hinum aldna Óscar Tabárez var skipt út í fyrra þegar það stefndi í að hann myndi ekki koma úrúgvæska liðinu til Katar. Diego Alonso tók við, kom Úrúgvæ á HM og liðið hefur unnið sjö af níu leikjum undir hans stjórn. Úrúgvæar hafa komist upp úr riðlinum á síðustu þremur heimsmeistaramótum, gera það væntanlega núna og eru með lið sem getur valdið usla. Suður-Kórea er fastagestur á HM en hefur aðeins tvisvar sinnum komist upp úr riðlinum í ellefu tilraunum. Suður-Kóreumenn töpuðu fyrstu tveimur leikjum sínum á HM í Rússlandi en unnu Þjóðverja í lokaleik sínum og komu þar með í veg fyrir að heimsmeistararnir gætu varið titil sinn. Son Heung-Min kinnbeinsbrotnaði í leik Tottenham gegn Marseille í Meistaradeild Evrópu á dögunum. Hann fór í aðgerð og hefur æft með andlitsgrímu.getty/Chung Sung-Jun Líklega eru fá lið á HM jafn háð einum leikmanni og Suður-Kórea er háð Son. Suður-kóreskir stuðningsmenn tóku eflaust andköf þegar hann meiddist í leik með Tottenham á dögunum en hann hefur gengist undir aðgerð og verður með í Katar. Ganverjar komust ekki upp úr riðlinum í Afríkumótinu í Kamerún fyrr á árinu og ráku í kjölfarið Serbann Milovan Rajevac. Við starfi hans tók Otto Addo og undir hans stjórn komst Gana á HM með því að skora mark á útivelli í umspilsleikjum gegn Nígeríu. Hægri bakvörðurinn Tariq Lamptey ólst upp á Englandi og spilaði með yngri landsliðum Englendinga. Fyrr á þessu ákvað hann að spila fyrir Gana og hefur leikið tvo A-landsleiki fyrir þjóðina.getty/ANP Gana er lægst skrifaðasta liðið á HM, allavega miðað við heimslistann (61. sæti), og þykir ekki líklegt til afreka í Katar. En til að vænka hag sinn hafa Ganverjar fengið leikmenn á borð við Inaki Williams (Athletic Bilbao) og Tariq Lamptey (Brighton) til að spila fyrir landsliðið. Thomas Partey er algjör lykilmaður hjá Gana og Ayew-bræðurnir, André og Jordan, eru enn í stóru hlutverki. André er sá eini sem er eftir úr ganverska liðinu sem hefði komist í undanúrslit HM 2010 ef ekki hefði verið fyrir inngrip Suárez. Fernando Santos er sá eini sem hefur unnið stóran titil með portúgalska landsliðið.getty/Gualter Fatia Þjálfarar liðanna í H-riðlinum: Portúgal - Hinn 68 ára Fernando Santos hefur stýrt portúgalska landsliðinu síðan 2014. Gerði það að Evrópumeisturum 2016 og Þjóðadeildarmeisturum 2019. Úrúgvæ - Hinn 47 ára Diego Alonso tók við úrúgvæska landsliðinu í desember 2021. Var þar áður þjálfari Inter Miami í Bandaríkjunum. Suður-Kórea - Hinn 53 ára Paolo Bento var ráðinn landsliðsþjálfari Suður-Kóreu eftir HM 2018. Var áður landsliðsþjálfari Portúgals og stýrði liðinu á EM 2012 og HM 2014. Gana - Hinn 47 ára Otto Addo var ráðinn þjálfari ganverska landsliðsins til frambúðar eftir að það vann Nígeríu í umspili um sæti á HM. Var áður aðstoðarþjálfari landsliðsins. Bernardo Silva á ferðinni í vináttulandsleik Portúgals og Nígeríu. Portúgalir unnu leikinn með fjórum mörkum gegn engu.getty/Pedro Fiúza Stærstu stjörnurnar: Cristiano Ronaldo (Portúgal) - 37 ára sóknarmaður Manchester United. Einn besti leikmaður allra tíma en hefur ekki átt góðu gengi að fagna í vetur. Er á sínu fimmta heimsmeistaramóti og er markahæsti landsliðsmaður sögunnar með 117 mörk. Bernando Silva (Portúgal) - 28 ára miðjumaður Manchester City. Hefur verið lykilmaður hjá City síðan hann kom frá Monaco 2017. Hefur fjórum sinnum orðið enskur meistari og einu sinni franskur meistari. Luis Suárez (Úrúgvæ) - 35 ára framherji Nacional í Úrúgvæ. Markahæstur í sögu úrúgvæska landsliðsins með 68 mörk og keppir á HM í fjórða sinn. Hefur orðið meistari í þremur löndum og vann Meistaradeild Evrópu með Barcelona 2015. Federico Valverde (Úrúgvæ) - 24 ára miðjumaður Real Madrid. Ómissandi hluti af liði Real Madrid sem varð Spánar- og Evrópumeistari á síðasta tímabili. Hefur byrjað þetta tímabil af krafti og skorað glæsileg mörk. Son Heung-min (Suður-Kórea) - Þrítugur sóknarmaður Tottenham. Fyrirliði og langbesti leikmaður suður-kóreska landsliðsins. Var markahæstur í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili með 23 mörk. Kim Min-jae (Suður-Kóreu) - 26 ára varnarmaður Napoli. Hefur átt frábæra innkomu í lið Napoli eftir að hann var keyptur frá Fenerbache í sumar. Háxavinn miðvörður sem er ógnarsterkur í loftinu. Thomas Partey (Gana) - 29 ára miðjumaður Arsenal. Hefur spilað einkar vel fyrir Skytturnar sem eru á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Hefur skorað fjórtán mörk í fjörtíu landsleikjum. André Ayew (Gana) - 32 ára framherji Al-Sadd í Sádí-Arabíu. Á leið á sitt þriðja heimsmeistaramót og er leikjahæstur í sögu ganverska landsliðsins með 110 leiki. Sonur Abedis Pele sem er jafnan talinn besti leikmaður Gana í sögunni. Darwin Núnez hefur leikið þrettán landsleiki og skorað þrjú mörk.getty/Sebastian Frej Fylgist með þessum: Rafael Leao (Portúgal) - 23 ára sóknarmaður AC Milan. Var valinn besti leikmaður ítölsku úrvalsdeildarinnar þegar Milan vann hana á síðasta tímabili. Hefur byrjað þetta tímabil af miklum krafti. Hefur leikið átta landsleiki en á enn eftir að skora fyrir landsliðið. Darwin Núnez (Úrúgvæ) - 23 ára sóknarmaður Liverpool. Keyptur til Liverpool á háa fjárhæð eftir að hafa skorað 34 mörk fyrir Benfica á síðasta tímabili. Hefur byrjað vel á Englandi og er kominn með níu mörk fyrir Rauða herinn. Verður arftaki Suárez og Edinson Cavani í framlínu Úrúgvæ. Abdul Fatawu Issahaku (Gana) - átján ára sóknarmaður Sporting. Fæddur 2004 og er einn yngsti leikmaðurinn á HM. Sporting keypti hann frá Steadfast í heimalandinu fyrr á þessu ári. Skoraði sitt fyrsta landsliðsmark gegn Nígeríu í september í fyrra, þá aðeins sautján ára. Þykir einn efnilegasti leikmaður Afríku. Al Rihla, boltinn sem verður notaður á HM í Katar.getty/Ryan Pierse Leikirnir í H-riðli Fimmtudagur 24. nóvember: Úrúgvæ - Suður-Kórea (Klukkan 13:00) Fimmtudagur 24. nóvember: Portúgal - Gana (Klukkan 16:00) Mánudagur 28. nóvember: Suður-Kórea - Gana (Klukkan 13:00) Mánudagur 28. nóvember: Portúgal - Úrúgvæ (Klukkan 19:00) Föstudagur 2. desember: Gana - Úrúgvæ (Klukkan 15:00) Föstudagur 2. desember: Suður-Kórea - Portúgal (Klukkan 15:00)
Þjóðirnar í H-riðli: Portúgal er á sínu áttunda HM og því sjötta í röð Úrúgvæ er á sínu 14. HM og því fjórða í röð Suður-Kórea er á sínu 11. HM og því tíunda í röð Gana er á sínu fjórða HM og því fjórða í röð -- Besti árangur þjóðanna í H-riðli í HM sögunni: Portúgal: 3. sæti (1966) Úrúgvæ: Tvisvar sinnum heimsmeistari (1930, 1950) Suður-Kórea: 4. sæti (2002) Gana: Átta liða úrslit (2010)
Svona komust þjóðirnar í H-riðli á HM: 1. febrúar 2022: Suður-Kórea varð í 2. sæti í A-riðli 3. umferðar í undankeppni Asíu 24. mars 2022: Úrúgvæ varð í 3. sæti í Suður-Ameríkuriðlinum 29. mars 2022: Portúgal komst áfram úr umspili undankeppninnar í Evrópu 29. mars 2022: Gana komst áfram úr 3. umferð undankeppninnar í Afríku -- Þjóðirnar á nýjasta styrkleikalista FIFA: 9. sæti - Portúgal 14. sæti - Úrúgvæ 28. sæti - Suður-Kórea 61. sæti - Gana
Leikirnir í H-riðli Fimmtudagur 24. nóvember: Úrúgvæ - Suður-Kórea (Klukkan 13:00) Fimmtudagur 24. nóvember: Portúgal - Gana (Klukkan 16:00) Mánudagur 28. nóvember: Suður-Kórea - Gana (Klukkan 13:00) Mánudagur 28. nóvember: Portúgal - Úrúgvæ (Klukkan 19:00) Föstudagur 2. desember: Gana - Úrúgvæ (Klukkan 15:00) Föstudagur 2. desember: Suður-Kórea - Portúgal (Klukkan 15:00)
HM 2022 í Katar Tengdar fréttir G-riðill á HM í Katar: Sigurstranglegir Brassar vilja enda tuttugu ára bið Annað heimsmeistaramótið í röð eru Brasilía, Sviss og Serbía saman í riðli. Kosta Ríka var fjórða hjólið undir vagninum 2018 en að þessu sinni er það Kamerún. 17. nóvember 2022 11:01 F-riðill á HM í Katar: Síðasti séns gullkynslóðarinnar Brons- og silfurlið frá síðasta heimsmeistaramóti eru bæði í F-riðli á HM sem fram undan er. Gullkynslóð Belgíu fær ekki mörg fleiri tækifæri til að standa undir nafni og vinna gull á stórmóti. 16. nóvember 2022 11:01 E-riðill á HM í Katar: Gerast kraftaverk? Stórþjóðirnar Spánn og Þýskaland eigast við í E-riðli heimsmeistaramótsins í Katar og eiga bæði harma að hefna eftir mikil vonbrigði á mótinu í Rússlandi fyrir fjórum árum. Margt óvænt þarf að gerast til að leið liðanna í 16-liða úrslit sé ekki greið. 15. nóvember 2022 11:00 D-riðill á HM í Katar: Greið leið fyrir Mbappé og Eriksen Frakkland og Danmörk tefla bæði fram afar sterkum liðum sem gætu náð langt á HM í Katar. Liðin ættu aðeins að þurfa lágmarksskammt af svita og blóði til að komast upp úr D-riðli og í 16-liða úrslitin. 14. nóvember 2022 10:59 C-riðill á HM í Katar: Svanasöngur Messis og Ernir á sveimi Lionel Messi er á síðasta séns til að verða heimsmeistari. Spennandi lið Póllands og Mexíkó berjast um að fylgja Argentínu upp úr riðlinum og Sádar eru svo að segja á heimavelli. 11. nóvember 2022 11:01 B-riðill á HM í Katar: Fótboltinn ennþá „týndur“ eða ratar hann loksins heim? Öll liðin í B-riðlinum eru í hópi tuttugu bestu knattspyrnulandsliða heims samkvæmt nýjasta styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusamnbandsins. 10. nóvember 2022 11:01 A-riðill á HM í Katar: Heimamenn fallbyssufóður eða gerist eitthvað óvænt? Hungraðir Hollendingar eru í riðli með heimamönnum á HM í Katar en þar eru líka áhugaverð lið Senegals og Ekvador. 9. nóvember 2022 11:00 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
G-riðill á HM í Katar: Sigurstranglegir Brassar vilja enda tuttugu ára bið Annað heimsmeistaramótið í röð eru Brasilía, Sviss og Serbía saman í riðli. Kosta Ríka var fjórða hjólið undir vagninum 2018 en að þessu sinni er það Kamerún. 17. nóvember 2022 11:01
F-riðill á HM í Katar: Síðasti séns gullkynslóðarinnar Brons- og silfurlið frá síðasta heimsmeistaramóti eru bæði í F-riðli á HM sem fram undan er. Gullkynslóð Belgíu fær ekki mörg fleiri tækifæri til að standa undir nafni og vinna gull á stórmóti. 16. nóvember 2022 11:01
E-riðill á HM í Katar: Gerast kraftaverk? Stórþjóðirnar Spánn og Þýskaland eigast við í E-riðli heimsmeistaramótsins í Katar og eiga bæði harma að hefna eftir mikil vonbrigði á mótinu í Rússlandi fyrir fjórum árum. Margt óvænt þarf að gerast til að leið liðanna í 16-liða úrslit sé ekki greið. 15. nóvember 2022 11:00
D-riðill á HM í Katar: Greið leið fyrir Mbappé og Eriksen Frakkland og Danmörk tefla bæði fram afar sterkum liðum sem gætu náð langt á HM í Katar. Liðin ættu aðeins að þurfa lágmarksskammt af svita og blóði til að komast upp úr D-riðli og í 16-liða úrslitin. 14. nóvember 2022 10:59
C-riðill á HM í Katar: Svanasöngur Messis og Ernir á sveimi Lionel Messi er á síðasta séns til að verða heimsmeistari. Spennandi lið Póllands og Mexíkó berjast um að fylgja Argentínu upp úr riðlinum og Sádar eru svo að segja á heimavelli. 11. nóvember 2022 11:01
B-riðill á HM í Katar: Fótboltinn ennþá „týndur“ eða ratar hann loksins heim? Öll liðin í B-riðlinum eru í hópi tuttugu bestu knattspyrnulandsliða heims samkvæmt nýjasta styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusamnbandsins. 10. nóvember 2022 11:01
A-riðill á HM í Katar: Heimamenn fallbyssufóður eða gerist eitthvað óvænt? Hungraðir Hollendingar eru í riðli með heimamönnum á HM í Katar en þar eru líka áhugaverð lið Senegals og Ekvador. 9. nóvember 2022 11:00