Katrín aldrei í samskiptum við Gretu Thunberg Kjartan Kjartansson skrifar 14. nóvember 2022 17:58 Björk Guðmundsdóttir segir að hún, Katrín Jakobsdóttir og Greta Thunberg hafi ætlað sér að vinna saman, en Katrín hafi bakkað út. Katrín hafnar því í skriflegu svari við fyrirspurn á Alþingi. Samsett Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gaf Björk Guðmundsdóttur, söngkonu, aldrei fyrirheit um að gefa út formlega yfirlýsingu um neyðarástand í loftslagsmálum, þvert á fullyrðingar Bjarkar. Þá var forsætisráðherra aldrei í samskiptum við Gretu Thunberg sem Björk sagði að hefði verið með í ráðum. Björk sakaði Katrínu um að hafa svikið samkomulag sem hún hafi gert við þær Thunberg um að Katrín lýsti yfir neyðarástandi í loftslagsmálum árið 2019 í viðtali við breska blaðið The Guardian í ágúst. Sakaði söngkonan Katrínu um að hafa ekkert gert fyrir umhverfið. Í svari við skriflegri fyrirspurn á Alþingi staðfestir forsætisráðherra að hún hefði fengið smáskilaboð í síma sinn frá Björk í aðdraganda loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í New York 23. september árið 2019. Þær hafi ræðst við í síma í framhaldi af því. Björk hafi síðan sent Katrínu frekari smáskilaboð dagana fyrir ráðstefnuna en ráðherrann hafi aðeins svarað einu sinni. Í samskiptunum hafi komið fram að Björk teldi mikilvægt að forsætisráðherra lýsti í ræðu á ráðstefnunni yfir neyðarástandi í loftslagsmálum af hálfu Íslands og Norðurlanda. Katrín hafi sagst ætla að ræða málið við samráðherra sína en hún hafi ekki gefið nein fyrirheit um formlega yfirlýsingu. „Í öllum tilfellum voru þessi samskipti við Björk Guðmundsdóttur og var forsætisráðherra aldrei í samskiptum við Gretu Thunberg,“ segir í svarinu við fyrirspurn Jóhanns Páls Jóhannssonar, þingmanns Samfylkingarinnar. Vildu frekar láta verkin tala Katrín sagði í ræðunni á ráðstefnunni að enginn velktist í vafa um það lengur að heimurinn stæði frammi fyrir neyðarástandi í loftslagsmálum. Ríkisstjórnin hafi þó komist að þeirri niðurstöðu að lýsa slíku ástandi ekki yfir. „Eftir umræðu á vettvangi ríkisstjórnar um loftslagsmál var það niðurstaðan, eftir pólitískt samráð, að betur færi á því að láta verkin tala og leggja áherslu á að ná árangri með raunhæfum og nauðsynlegum aðgerðum í loftslagsmálum en að nálgast viðfangsefnið með yfirlýsingu af þessu tagi sem væri táknræn í eðli sínu og hefði ekki sjálfkrafa áhrif á aðgerðir gegn loftslagsvánni,“ segir í svari Katrínar. Málið hafið verið rætt í óformlegum samtölum norrænna forsætisráðherra en loftslagsmál hafi verið aðalefni fundar þeirra á Íslandi í ágúst 2019. Töluverð umræða hafi verið allt það ár um gagnsemi slíkra yfirlýsinga alls staðar á Norðurlöndunum. Hvatti þær ekki til að hætta við blaðamannafund Jóhann Páll spurði Katrínu einnig hvort að hún hefði hvatt Björk og Thunberg til þess að hætta við að halda blaðamannafund þar sem krafist yrði yfirlýsingar um neyðarástand og vísaði hann til ummæla sem Björk lét falla í viðtali á Rás 1. Katrín staðfestir í svari sínu að fram hafi komið í samskiptum þeirrar Bjarkar og til stæði að skora opinberlega á forsætisráðherra Norðurlanda að lýsa yfir neyðarástandi. „Forsætisráðherra hvatti ekki til þess að hætt yrði við slíkt en upplýsti um að þessi mál hefðu verið og væru til umræðu við ríkisstjórnarborðið,“ segir í svarinu. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Björk Loftslagsmál Alþingi Tengdar fréttir Katrín svarar Björk: Ekki þörf á fleiri orðum heldur aðgerðum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að sér þyki leitt að Björk Guðmundsdóttir hafi orðið fyrir vonbrigðum með hana. Meiri þörf á aðgerðum en orðum í loftslagsmálum. 19. ágúst 2022 12:26 Vill svör um samskipti Katrínar við Björk og Gretu Thunberg Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar vill fá svör frá Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um samskipti hennar, Bjarkar Guðmundsdóttir og sænska loftslagsaðgerðasinnans Gretu Thunberg. 27. október 2022 08:58 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Sjá meira
Björk sakaði Katrínu um að hafa svikið samkomulag sem hún hafi gert við þær Thunberg um að Katrín lýsti yfir neyðarástandi í loftslagsmálum árið 2019 í viðtali við breska blaðið The Guardian í ágúst. Sakaði söngkonan Katrínu um að hafa ekkert gert fyrir umhverfið. Í svari við skriflegri fyrirspurn á Alþingi staðfestir forsætisráðherra að hún hefði fengið smáskilaboð í síma sinn frá Björk í aðdraganda loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í New York 23. september árið 2019. Þær hafi ræðst við í síma í framhaldi af því. Björk hafi síðan sent Katrínu frekari smáskilaboð dagana fyrir ráðstefnuna en ráðherrann hafi aðeins svarað einu sinni. Í samskiptunum hafi komið fram að Björk teldi mikilvægt að forsætisráðherra lýsti í ræðu á ráðstefnunni yfir neyðarástandi í loftslagsmálum af hálfu Íslands og Norðurlanda. Katrín hafi sagst ætla að ræða málið við samráðherra sína en hún hafi ekki gefið nein fyrirheit um formlega yfirlýsingu. „Í öllum tilfellum voru þessi samskipti við Björk Guðmundsdóttur og var forsætisráðherra aldrei í samskiptum við Gretu Thunberg,“ segir í svarinu við fyrirspurn Jóhanns Páls Jóhannssonar, þingmanns Samfylkingarinnar. Vildu frekar láta verkin tala Katrín sagði í ræðunni á ráðstefnunni að enginn velktist í vafa um það lengur að heimurinn stæði frammi fyrir neyðarástandi í loftslagsmálum. Ríkisstjórnin hafi þó komist að þeirri niðurstöðu að lýsa slíku ástandi ekki yfir. „Eftir umræðu á vettvangi ríkisstjórnar um loftslagsmál var það niðurstaðan, eftir pólitískt samráð, að betur færi á því að láta verkin tala og leggja áherslu á að ná árangri með raunhæfum og nauðsynlegum aðgerðum í loftslagsmálum en að nálgast viðfangsefnið með yfirlýsingu af þessu tagi sem væri táknræn í eðli sínu og hefði ekki sjálfkrafa áhrif á aðgerðir gegn loftslagsvánni,“ segir í svari Katrínar. Málið hafið verið rætt í óformlegum samtölum norrænna forsætisráðherra en loftslagsmál hafi verið aðalefni fundar þeirra á Íslandi í ágúst 2019. Töluverð umræða hafi verið allt það ár um gagnsemi slíkra yfirlýsinga alls staðar á Norðurlöndunum. Hvatti þær ekki til að hætta við blaðamannafund Jóhann Páll spurði Katrínu einnig hvort að hún hefði hvatt Björk og Thunberg til þess að hætta við að halda blaðamannafund þar sem krafist yrði yfirlýsingar um neyðarástand og vísaði hann til ummæla sem Björk lét falla í viðtali á Rás 1. Katrín staðfestir í svari sínu að fram hafi komið í samskiptum þeirrar Bjarkar og til stæði að skora opinberlega á forsætisráðherra Norðurlanda að lýsa yfir neyðarástandi. „Forsætisráðherra hvatti ekki til þess að hætt yrði við slíkt en upplýsti um að þessi mál hefðu verið og væru til umræðu við ríkisstjórnarborðið,“ segir í svarinu.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Björk Loftslagsmál Alþingi Tengdar fréttir Katrín svarar Björk: Ekki þörf á fleiri orðum heldur aðgerðum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að sér þyki leitt að Björk Guðmundsdóttir hafi orðið fyrir vonbrigðum með hana. Meiri þörf á aðgerðum en orðum í loftslagsmálum. 19. ágúst 2022 12:26 Vill svör um samskipti Katrínar við Björk og Gretu Thunberg Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar vill fá svör frá Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um samskipti hennar, Bjarkar Guðmundsdóttir og sænska loftslagsaðgerðasinnans Gretu Thunberg. 27. október 2022 08:58 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Sjá meira
Katrín svarar Björk: Ekki þörf á fleiri orðum heldur aðgerðum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að sér þyki leitt að Björk Guðmundsdóttir hafi orðið fyrir vonbrigðum með hana. Meiri þörf á aðgerðum en orðum í loftslagsmálum. 19. ágúst 2022 12:26
Vill svör um samskipti Katrínar við Björk og Gretu Thunberg Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar vill fá svör frá Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um samskipti hennar, Bjarkar Guðmundsdóttir og sænska loftslagsaðgerðasinnans Gretu Thunberg. 27. október 2022 08:58
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent