Segir Bjarna ekki þora að mæta sér í Kastljósi Árni Sæberg skrifar 14. nóvember 2022 18:08 Kristrún Frostadóttir er formaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Formaður Samfylkingarinnar segir Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra ekki þora að mæta sér í Kastljósi í kvöld til þess að ræða Íslandsbankaskýrsluna. Hún segir málinu engan veginn vera lokið. Kristrún Frostadóttir segir að til hafi staðið að hún myndi mæta Bjarna Benediktssyni í Kastljósi kvöldsins en í stað þess muni hún mæta þangað ein. „Fjármálaráðherra þorir ekki að mæta mér í Kastljósi. Enda veit ráðherra að hann hefur vonlausan málstað að verja í bankasölumálinu. Þetta veit öll þjóðin,“ segir hún á Facebook. Hún segir Bjarna ekki vilja eiga orðaskipti við formann stjórnarandstöðuflokks um bankasöluna í beinni útsendingu. „Þessu máli er engan veginn lokið,“ segir Kristrún. Stjórnarandstaðan hefur kallað eftir skipun rannsóknarnefndar Kristrún ræddi Íslandsbankaskýrsluna við fréttastofu í dag. Hún segir að alltaf hafi legið fyrir að úttekt Ríkisendurskoðunar myndi ekki skera úr um lagalega ábyrgð Bjarna varðandi annmarka á sölu hluta eignarhlutar ríkisins í Íslandsbanka. Til þess að fá skorið úr um hana þurfi að skipa rannsóknarnefnd á vegum Alþingis. Stjórnarandstaðan hafi þegar kallað eftir því að nefnd verði skipuð til þess að semja skýrslu um lagalega ábyrgð fjármálaráðherra. Segir tekið fast til orða í skýrslunni Kristrún segir hins vegar að fast sé tekið til orða í skýrslu Ríkisendurskoðunar og komist ansi nálægt því að fullyrða að lög hafi verið brotin. Þar komi fram að hæsta mögulega söluverði hafi ekki verið fylgt eftir og að jafnræði fjárfesta hefi ekki verið gætt í ferlinu. Málið snúist um meira en persónur og leikendur Kristrún segir að öll þjóðin sjái að salan á Íslandsbanka sé klúður og einhver verði að sæta ábyrgðar vegna þess. Nauðsynlegt sé að komast að því hvar lagaleg ábyrgð liggi með því að skipa rannsóknarnefnd. „Þetta snýst um miklu meira en persónur og leikendur. Heldur traust til stjórnmálanna og traust líka til fjármálakerfisins. Við erum búin að vinna að því í fjórtán ár að byggja það aftur upp, þannig að þetta er risamál og þessu er alls ekki lokið með þessari skýrslu,“ segir Kristrún. Viðtal við Kristrúnu Frostadóttur má sjá í spilaranum hér að neðan: Salan á Íslandsbanka Samfylkingin Alþingi Íslandsbanki Sjálfstæðisflokkurinn Íslenskir bankar Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Egill Þór er látinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sjá meira
Kristrún Frostadóttir segir að til hafi staðið að hún myndi mæta Bjarna Benediktssyni í Kastljósi kvöldsins en í stað þess muni hún mæta þangað ein. „Fjármálaráðherra þorir ekki að mæta mér í Kastljósi. Enda veit ráðherra að hann hefur vonlausan málstað að verja í bankasölumálinu. Þetta veit öll þjóðin,“ segir hún á Facebook. Hún segir Bjarna ekki vilja eiga orðaskipti við formann stjórnarandstöðuflokks um bankasöluna í beinni útsendingu. „Þessu máli er engan veginn lokið,“ segir Kristrún. Stjórnarandstaðan hefur kallað eftir skipun rannsóknarnefndar Kristrún ræddi Íslandsbankaskýrsluna við fréttastofu í dag. Hún segir að alltaf hafi legið fyrir að úttekt Ríkisendurskoðunar myndi ekki skera úr um lagalega ábyrgð Bjarna varðandi annmarka á sölu hluta eignarhlutar ríkisins í Íslandsbanka. Til þess að fá skorið úr um hana þurfi að skipa rannsóknarnefnd á vegum Alþingis. Stjórnarandstaðan hafi þegar kallað eftir því að nefnd verði skipuð til þess að semja skýrslu um lagalega ábyrgð fjármálaráðherra. Segir tekið fast til orða í skýrslunni Kristrún segir hins vegar að fast sé tekið til orða í skýrslu Ríkisendurskoðunar og komist ansi nálægt því að fullyrða að lög hafi verið brotin. Þar komi fram að hæsta mögulega söluverði hafi ekki verið fylgt eftir og að jafnræði fjárfesta hefi ekki verið gætt í ferlinu. Málið snúist um meira en persónur og leikendur Kristrún segir að öll þjóðin sjái að salan á Íslandsbanka sé klúður og einhver verði að sæta ábyrgðar vegna þess. Nauðsynlegt sé að komast að því hvar lagaleg ábyrgð liggi með því að skipa rannsóknarnefnd. „Þetta snýst um miklu meira en persónur og leikendur. Heldur traust til stjórnmálanna og traust líka til fjármálakerfisins. Við erum búin að vinna að því í fjórtán ár að byggja það aftur upp, þannig að þetta er risamál og þessu er alls ekki lokið með þessari skýrslu,“ segir Kristrún. Viðtal við Kristrúnu Frostadóttur má sjá í spilaranum hér að neðan:
Salan á Íslandsbanka Samfylkingin Alþingi Íslandsbanki Sjálfstæðisflokkurinn Íslenskir bankar Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Egill Þór er látinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sjá meira