Bjarni leggur áherslu á að lög hafi ekki verið brotin Jakob Bjarnar skrifar 15. nóvember 2022 15:26 Þórunn og Bjarni á þinginu en þar er nú tekist á um efni skýrslu Ríkisendurskoðanda um söluna á hluta ríkisins í Íslandsbanka. vísir/vilhelm Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, hóf umræðu um skýrslu Ríkisendurskoðanda á Alþingi nú fyrir skömmu. Þórunn lagði á það áherslu að í skýrslunni væri ekki fjallað um ýmsa þætti sem vörðuðu söluna á hluta ríkisins í Íslandsbanka. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, sem auk Þórunnar hefur framsögu í umræðunni, var mættur í vígahug. Hann gerði strax athugasemd við það að Þórunn vildi leggja umræðuna upp sem svo að ekki væri um að ræða fullgilt plagg. Þórunn sagði að það stæði einfaldlega skýrum stöfum í inngangi skýrslunnar. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata taldi það orka tvímælis að Bjarni, sem fulltrúi framkvæmdavaldsins, hafi óskað skýrslunnar frá Ríkisendurskoðanda en hann sé sérlegur trúnaðarmaður þingsins. Það gengi ekki að hann vildi notfæra sér það að hafa kallað eftir skýrslunni með það fyrir augum að vilja hvítþvo sig. Bjarni sagði meðal annars í sinni ræðu að Ríkisendurskoðandi hafi skilað því sem um var rætt. „Ríkisendurskoðun telur að salan hafi verið ríkissjóði almennt hagfeld. Grundvallarathygli. Hvergi er fullyrt að brotið hafi verið gegn lögum sem um efnið gilda eða góða stjórnsýsluhætti. Þó þar séu margar góðar ábendingar um það sem hefði mátt betur fara.“ Bjarni endurtók það sem hann hefur margoft áður sagt um málið að í hinu stóra samhengi skipti það helst máli að ríkissjóður hafi fengið 108 milljaðra fyrir hluta í Íslandsbanka. Í banka sem ríkið fékk á sínum tíma án endurgjalds. „Það er eins og margir eigi erfitt með að sætta sig við þessa stóru mynd málsins. Fólk sem sá enga leið út úr erfiðleikunum aðra en þá að ganga í Evrópusambandið og taka upp Evru.“ Það stefnir í að umræða um þetta mál muni verða heit en hún stendur nú yfir á þinginu og eru þegar fjölmargir þingmenn búnir að bóka sig í pontu. Salan á Íslandsbanka Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Íslandsbanki Tengdar fréttir „Framkvæmdin var ekki nógu góð“ Viðskiptaráðherra segist ljóst að framkvæmd Íslandsbankaútboðsins hafi ekki verið nógu góð og að vönduð skýrsla Ríkisendurskoðunar staðfesti það. Það séu vonbrigði að helstu sérfræðingar hafi ekki staðið betur að útboðinu sem eigi ekki að vera mjög flókið. 15. nóvember 2022 15:11 Fjármálaeftirlitið reynir að flýta skoðun á bankasölunni Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands segir að reynt sé að flýta skoðun eftirlitsins á Íslandsbankasölunni eins og kostur sé. 15. nóvember 2022 07:28 Katrín varði Bjarna fimlega á þinginu Þingmennirnir Kristrún Frostadóttir Samfylkingu, Halldóra Mogensen Pírötum og Þorgerður K. Gunnarsdóttir Viðreisn sóttu hart að Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra á þinginu nú rétt í þessu. 14. nóvember 2022 16:25 Vinstri græn vilji bara vera inni í herberginu þegar góssinu sé skipt Greina má mikil viðbrögð og hörð á samfélagsmiðlum vegna efnis skýrslu Ríkisendurskoðanda um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. 14. nóvember 2022 14:09 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sjá meira
Þórunn lagði á það áherslu að í skýrslunni væri ekki fjallað um ýmsa þætti sem vörðuðu söluna á hluta ríkisins í Íslandsbanka. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, sem auk Þórunnar hefur framsögu í umræðunni, var mættur í vígahug. Hann gerði strax athugasemd við það að Þórunn vildi leggja umræðuna upp sem svo að ekki væri um að ræða fullgilt plagg. Þórunn sagði að það stæði einfaldlega skýrum stöfum í inngangi skýrslunnar. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata taldi það orka tvímælis að Bjarni, sem fulltrúi framkvæmdavaldsins, hafi óskað skýrslunnar frá Ríkisendurskoðanda en hann sé sérlegur trúnaðarmaður þingsins. Það gengi ekki að hann vildi notfæra sér það að hafa kallað eftir skýrslunni með það fyrir augum að vilja hvítþvo sig. Bjarni sagði meðal annars í sinni ræðu að Ríkisendurskoðandi hafi skilað því sem um var rætt. „Ríkisendurskoðun telur að salan hafi verið ríkissjóði almennt hagfeld. Grundvallarathygli. Hvergi er fullyrt að brotið hafi verið gegn lögum sem um efnið gilda eða góða stjórnsýsluhætti. Þó þar séu margar góðar ábendingar um það sem hefði mátt betur fara.“ Bjarni endurtók það sem hann hefur margoft áður sagt um málið að í hinu stóra samhengi skipti það helst máli að ríkissjóður hafi fengið 108 milljaðra fyrir hluta í Íslandsbanka. Í banka sem ríkið fékk á sínum tíma án endurgjalds. „Það er eins og margir eigi erfitt með að sætta sig við þessa stóru mynd málsins. Fólk sem sá enga leið út úr erfiðleikunum aðra en þá að ganga í Evrópusambandið og taka upp Evru.“ Það stefnir í að umræða um þetta mál muni verða heit en hún stendur nú yfir á þinginu og eru þegar fjölmargir þingmenn búnir að bóka sig í pontu.
Salan á Íslandsbanka Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Íslandsbanki Tengdar fréttir „Framkvæmdin var ekki nógu góð“ Viðskiptaráðherra segist ljóst að framkvæmd Íslandsbankaútboðsins hafi ekki verið nógu góð og að vönduð skýrsla Ríkisendurskoðunar staðfesti það. Það séu vonbrigði að helstu sérfræðingar hafi ekki staðið betur að útboðinu sem eigi ekki að vera mjög flókið. 15. nóvember 2022 15:11 Fjármálaeftirlitið reynir að flýta skoðun á bankasölunni Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands segir að reynt sé að flýta skoðun eftirlitsins á Íslandsbankasölunni eins og kostur sé. 15. nóvember 2022 07:28 Katrín varði Bjarna fimlega á þinginu Þingmennirnir Kristrún Frostadóttir Samfylkingu, Halldóra Mogensen Pírötum og Þorgerður K. Gunnarsdóttir Viðreisn sóttu hart að Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra á þinginu nú rétt í þessu. 14. nóvember 2022 16:25 Vinstri græn vilji bara vera inni í herberginu þegar góssinu sé skipt Greina má mikil viðbrögð og hörð á samfélagsmiðlum vegna efnis skýrslu Ríkisendurskoðanda um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. 14. nóvember 2022 14:09 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sjá meira
„Framkvæmdin var ekki nógu góð“ Viðskiptaráðherra segist ljóst að framkvæmd Íslandsbankaútboðsins hafi ekki verið nógu góð og að vönduð skýrsla Ríkisendurskoðunar staðfesti það. Það séu vonbrigði að helstu sérfræðingar hafi ekki staðið betur að útboðinu sem eigi ekki að vera mjög flókið. 15. nóvember 2022 15:11
Fjármálaeftirlitið reynir að flýta skoðun á bankasölunni Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands segir að reynt sé að flýta skoðun eftirlitsins á Íslandsbankasölunni eins og kostur sé. 15. nóvember 2022 07:28
Katrín varði Bjarna fimlega á þinginu Þingmennirnir Kristrún Frostadóttir Samfylkingu, Halldóra Mogensen Pírötum og Þorgerður K. Gunnarsdóttir Viðreisn sóttu hart að Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra á þinginu nú rétt í þessu. 14. nóvember 2022 16:25
Vinstri græn vilji bara vera inni í herberginu þegar góssinu sé skipt Greina má mikil viðbrögð og hörð á samfélagsmiðlum vegna efnis skýrslu Ríkisendurskoðanda um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. 14. nóvember 2022 14:09