„Við í ríkisstjórn og fjármálaráðherra höfum axlað pólitíska ábyrgð“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. nóvember 2022 18:42 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra segja fjármálaráðherra hafa borið ábyrgð með því að fela Ríkisendurskoðun að gera úttekt á bankasölunni. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir ríkisstjórnina og fjármálaráðherra þegar hafa axlað pólitíska ábyrgð vegna söluferils Íslandsbanka. Viðskiptaráðherra segir framkvæmd Bankasýslunnar á frekari einfaldri sölu, hafa mistekist. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir skýrslu Ríkisendurskoðunnar sýna mikla annmarka á sölunni á Íslandsbanka. „Fyrst og fremst er ég bara vonsvikinn yfir sjálfri framkvæmdinni, eitt er verðið og hverjum munar í þeim efnum. En fyrst og fremst er ég vonsvikin yfir þeim áhrifum sem þetta getur haft á traust hér á landi,“ segor Katrín. Aðspurð hvort ráðherra beri ekki ábyrgð á ferlinu í heild svara Katrín. „Í fyrsta lagi kemur ekki fram að nein lög hafi verið verið brotin heldur snýst þetta fyrst og fremst um framkvæmdina og í öðru lagi við í ríkistjórn og fjármálaráðherra höfum axlað pólitíska ábyrgð.“ Aðspurð hvað gerist ef rannsókn Fjármálaeftirlits sýni að lög hafi verið brotin svara Katrín: „Ég held að það sé varhugavert að fara að tjá sig um það fyrr en það liggur fyrir hvað kemur út úr því,“ segir Katrín. Ekki flókin sala Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra vakti athygli á því þegar Íslandsbanki var seldur að hún hafi haft efasemdir um söluleiðina sem var valin. Þá kom fram í viðtali í Morgunblaðinu að ekki ætti alfarið að skella skuldinni á því sem aflaga fór við söluna á Bankasýsluna, ábyrgðin hljóti að vera stjórnmálamanna sem tóku ákvörðunina. Lilja segir nú Bankasýsluna alfarið bera ábyrgð á þeim annmörkum sem komi fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar. „Það eru auðvitað gríðarleg vonbrigði að okkar helstu sérfræðingar geti ekki staðið betur að framkvæmd sem á ekki að vera svo flókin.Framkvæmdin er ekki nægilega góð. Bankasýslan ber ábyrgð á framkvæmdinni,“ segir Lilja. Aðspurð um afstöðu sína frá því í sumar þar sem fram að hún teldi að stjórnvöld sem tóku ákvörðun um þetta fyrirkomulag þyrftu að bera einhverja ábyrgð. Svarar Lilja. „Fjármálaráðherra óskaði eftir því að Ríkisendurskoðun færi yfir málið og hann er auðvitað þannig að bera ábyrgð á því.“ Salan á Íslandsbanka Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Íslenskir bankar Íslandsbanki Tengdar fréttir „Framkvæmdin var ekki nógu góð“ Viðskiptaráðherra segist ljóst að framkvæmd Íslandsbankaútboðsins hafi ekki verið nógu góð og að vönduð skýrsla Ríkisendurskoðunar staðfesti það. Það séu vonbrigði að helstu sérfræðingar hafi ekki staðið betur að útboðinu sem eigi ekki að vera mjög flókið. 15. nóvember 2022 15:11 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Val Kilmer er látinn Lífið Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Fleiri fréttir Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir skýrslu Ríkisendurskoðunnar sýna mikla annmarka á sölunni á Íslandsbanka. „Fyrst og fremst er ég bara vonsvikinn yfir sjálfri framkvæmdinni, eitt er verðið og hverjum munar í þeim efnum. En fyrst og fremst er ég vonsvikin yfir þeim áhrifum sem þetta getur haft á traust hér á landi,“ segor Katrín. Aðspurð hvort ráðherra beri ekki ábyrgð á ferlinu í heild svara Katrín. „Í fyrsta lagi kemur ekki fram að nein lög hafi verið verið brotin heldur snýst þetta fyrst og fremst um framkvæmdina og í öðru lagi við í ríkistjórn og fjármálaráðherra höfum axlað pólitíska ábyrgð.“ Aðspurð hvað gerist ef rannsókn Fjármálaeftirlits sýni að lög hafi verið brotin svara Katrín: „Ég held að það sé varhugavert að fara að tjá sig um það fyrr en það liggur fyrir hvað kemur út úr því,“ segir Katrín. Ekki flókin sala Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra vakti athygli á því þegar Íslandsbanki var seldur að hún hafi haft efasemdir um söluleiðina sem var valin. Þá kom fram í viðtali í Morgunblaðinu að ekki ætti alfarið að skella skuldinni á því sem aflaga fór við söluna á Bankasýsluna, ábyrgðin hljóti að vera stjórnmálamanna sem tóku ákvörðunina. Lilja segir nú Bankasýsluna alfarið bera ábyrgð á þeim annmörkum sem komi fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar. „Það eru auðvitað gríðarleg vonbrigði að okkar helstu sérfræðingar geti ekki staðið betur að framkvæmd sem á ekki að vera svo flókin.Framkvæmdin er ekki nægilega góð. Bankasýslan ber ábyrgð á framkvæmdinni,“ segir Lilja. Aðspurð um afstöðu sína frá því í sumar þar sem fram að hún teldi að stjórnvöld sem tóku ákvörðun um þetta fyrirkomulag þyrftu að bera einhverja ábyrgð. Svarar Lilja. „Fjármálaráðherra óskaði eftir því að Ríkisendurskoðun færi yfir málið og hann er auðvitað þannig að bera ábyrgð á því.“
Salan á Íslandsbanka Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Íslenskir bankar Íslandsbanki Tengdar fréttir „Framkvæmdin var ekki nógu góð“ Viðskiptaráðherra segist ljóst að framkvæmd Íslandsbankaútboðsins hafi ekki verið nógu góð og að vönduð skýrsla Ríkisendurskoðunar staðfesti það. Það séu vonbrigði að helstu sérfræðingar hafi ekki staðið betur að útboðinu sem eigi ekki að vera mjög flókið. 15. nóvember 2022 15:11 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Val Kilmer er látinn Lífið Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Fleiri fréttir Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Sjá meira
„Framkvæmdin var ekki nógu góð“ Viðskiptaráðherra segist ljóst að framkvæmd Íslandsbankaútboðsins hafi ekki verið nógu góð og að vönduð skýrsla Ríkisendurskoðunar staðfesti það. Það séu vonbrigði að helstu sérfræðingar hafi ekki staðið betur að útboðinu sem eigi ekki að vera mjög flókið. 15. nóvember 2022 15:11