Fótbolti

Evrópumeistararnir misstu frá sér sigurinn en fara taplausar í gegnum árið

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Rachel Daly skoraði mark Englendinga í kvöld.
Rachel Daly skoraði mark Englendinga í kvöld. Clive Brunskill/Getty Images

Evrópumeistarar Englands þurftu að sætta sig við 1-1 jafntefli er liðið tók á móti Noregi í lokaleik liðsins á árinu 2022. Þrátt fyrir að missa frá sér sigurinn manni fleiri geta Englendingar huggað sig við það að liðið tapaði ekki einum einasta leik á árinu.

Það var Rachel Daly sem skoraði mark Englendinga eftir rúmlega hálftíma leik og staðan var því 1-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja.

María Þórisdóttir kom inn á sem varamaður fyrir norska liðið á 73. mínútu, stuttu eftir að Anja Sonstevold hafði látið reka sig af velli með sitt annað gula spjald. 

Þrátt fyrir að vera manni færri tókst norska liðinu að jafna metin þegar um tíu mínútur voru til leiksloka og niðurstaðan því 1-1 jafntefli.

Þá mættust Hollendingar og Danir einnig í vináttulandsleik á sama tíma þar sem Hollendingar höfðu betur, 2-0. Dominique Janssen og Lineth Beerensteyn skoruðu mörk Hollendinga sitthvoru megin við hálfleikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×