Embla komin með nýjar raddir frá Microsoft Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 16. nóvember 2022 09:41 Guðni Th, forseti Íslands, prófar snjallforritið Emblu í heimsókn sinni til höfuðstöðva Apple, Amazon, Microsoft og Open AI. Aðsend Raddstýrða snjallforritið Embla fék nýjar raddir í dag. Embla er radd-snjallforrit frá máltæknifyrirtækinu Miðeind sem skilur og talar íslensku. Embla getur svarað hinum ýmsu spurningum, til dæmis um ferðir Strætó, reiknað stærðfræðidæmi, stafsett orð, umbreytt mælieiningum og gjaldmiðlum og ýmislegt fleira. Í tilkynningu frá Miðeind segir frá því að nýju raddir Emblu séu búnar til af erlenda stórfyrirtækinu Microsoft. Nýju raddirnar fengu íslensku nöfnin Guðrún og Gunnar. Þær byggjast að miklu leyti á raddgögnum sem safnað var á vegum Samróms undir fimm ára máltækniáætlun ríkisins. Rúmlega 28.000 manns hafa lagt verkefninu lið með raddsýnun, frá því að Samróm hóf söfnun í október árið 2019. „Grunnskólar, fyrirtæki og einstaklingar tóku þátt í verkefninu af miklum móð til að bjarga íslenskunni. Gagnasafn af þessu tagi getur nýst í þróun allskyns raddlausna fyrir íslensku og sömuleiðis hugbúnaðar sem eykur aðgengi að stafrænum heimi og bætir sjálfsbjörg fólks með ýmiskonar fötlun,“ segir í tilkynningunni frá Miðeind. Embla getur svarað hinum ýmsu spurningum, til dæmis um ferðir Strætó, reiknað stærðfræðidæmi, stafsett orð, umbreytt mælieiningum og gjaldmiðlum og fleira. Síðastliðið vor heimsótti sendinefnd, skipuð Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, Vilhjálmi Þorsteinssyni, framkvæmdastjóra Miðeindar, og fleira máltæknifólki, höfuðstöðvar Apple, Amazon, Microsoft og Open AI. Tilgangur ferðarinnar var að vekja athygli á stöðu íslenskrar máltækni og þeim afurðum sem orðið hafa til á undanförnum árum auk þess að styrkja tengsl íslensks máltæknisamfélags við alþjóðleg fyrirtæki á sviði máltækni og gervigreindar. Í kjölfarið skoðaði Microsoft íslensku raddgögnin og nýtti þau í nýju talgervlana. Starfsfólk Miðeindar. Máltæknifyrirtækið Miðeind stendur á bakvið Emblu.Miðeind „Það hefur verið á stefnuskránni að skipta eldri röddum Emblu út fyrir afurðir máltækniáætlunar frá því að raddgagnasöfnunin hófst 2019. Nú vildi bara svo heppilega til að Microsoft tók að sér að hrista þessar frábæru raddir fram úr erminni með hjálp þeirra gagna sem íslenska þjóðin hefur safnað í sameiningu. Það er enginn dagur betri til að kynna þessar nýju raddir samstöðu og samvinnu en dagurinn í dag, dagur íslenskrar tungu,“ segir Katla Ásgeirsdóttir, viðskiptaþróunarstjóri Miðeindar. Nýsköpun Gervigreind Íslensk tunga Stafræn þróun Microsoft Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Í tilkynningu frá Miðeind segir frá því að nýju raddir Emblu séu búnar til af erlenda stórfyrirtækinu Microsoft. Nýju raddirnar fengu íslensku nöfnin Guðrún og Gunnar. Þær byggjast að miklu leyti á raddgögnum sem safnað var á vegum Samróms undir fimm ára máltækniáætlun ríkisins. Rúmlega 28.000 manns hafa lagt verkefninu lið með raddsýnun, frá því að Samróm hóf söfnun í október árið 2019. „Grunnskólar, fyrirtæki og einstaklingar tóku þátt í verkefninu af miklum móð til að bjarga íslenskunni. Gagnasafn af þessu tagi getur nýst í þróun allskyns raddlausna fyrir íslensku og sömuleiðis hugbúnaðar sem eykur aðgengi að stafrænum heimi og bætir sjálfsbjörg fólks með ýmiskonar fötlun,“ segir í tilkynningunni frá Miðeind. Embla getur svarað hinum ýmsu spurningum, til dæmis um ferðir Strætó, reiknað stærðfræðidæmi, stafsett orð, umbreytt mælieiningum og gjaldmiðlum og fleira. Síðastliðið vor heimsótti sendinefnd, skipuð Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, Vilhjálmi Þorsteinssyni, framkvæmdastjóra Miðeindar, og fleira máltæknifólki, höfuðstöðvar Apple, Amazon, Microsoft og Open AI. Tilgangur ferðarinnar var að vekja athygli á stöðu íslenskrar máltækni og þeim afurðum sem orðið hafa til á undanförnum árum auk þess að styrkja tengsl íslensks máltæknisamfélags við alþjóðleg fyrirtæki á sviði máltækni og gervigreindar. Í kjölfarið skoðaði Microsoft íslensku raddgögnin og nýtti þau í nýju talgervlana. Starfsfólk Miðeindar. Máltæknifyrirtækið Miðeind stendur á bakvið Emblu.Miðeind „Það hefur verið á stefnuskránni að skipta eldri röddum Emblu út fyrir afurðir máltækniáætlunar frá því að raddgagnasöfnunin hófst 2019. Nú vildi bara svo heppilega til að Microsoft tók að sér að hrista þessar frábæru raddir fram úr erminni með hjálp þeirra gagna sem íslenska þjóðin hefur safnað í sameiningu. Það er enginn dagur betri til að kynna þessar nýju raddir samstöðu og samvinnu en dagurinn í dag, dagur íslenskrar tungu,“ segir Katla Ásgeirsdóttir, viðskiptaþróunarstjóri Miðeindar.
Nýsköpun Gervigreind Íslensk tunga Stafræn þróun Microsoft Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira