Fótbolti

Franskur dómari lést eftir að hafa fengið hjartaáfall á æfingu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Johan Hamel dæmdi 136 leiki í frönsku úrvalsdeildinni.
Johan Hamel dæmdi 136 leiki í frönsku úrvalsdeildinni. getty/John Berry

Einn reyndasti fótboltadómari Frakklands lést í dag eftir að hafa fengið hjartaáfall á æfingu.

Johan Hamel fékk hjartaáfall á æfingu í gær og lést svo í dag. Hann var 42 ára. Hamel dæmdi sinn síðasta leik 6. nóvember þegar Lille og Rennes áttust við í frönsku úrvalsdeildinni. Þá var hann fjórði dómari á leik Paris Saint-Germain og Auxerre á sunnudaginn.

Hamel dæmdi rúmlega 130 leiki í frönsku úrvalsdeildinni. Þá þreytti hann frumraun sína í Meistaradeild Evrópu þegar hann var fjórði dómari á leik Real Madrid og Celtic í byrjun mánaðarins.

Á þessu tímabili dæmdi Hamel níu deildarleiki; átta í úrvalsdeildinni og einn í B-deildinni. Þá var hann fjórði dómari í tveimur leikjum í Evrópudeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×