„Mér finnst þetta hugrökk ákvörðun hjá henni“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2022 14:00 Ásdís Þóra Ágústsdóttir er að komast aftur á flug með Selfossliðinu eftir erfið meiðsli. S2 Sport Ásdís Þóra Ágústsdóttir er að spila með Selfossliðinu í Olís deild kvenna í handbolta í vetur en hún kom þangað á láni frá Val. Ásdís Þóra var komin út í atvinnumennsku til Svíþjóðar en sleit krossband og varð að taka skref til baka á sínum ferli. Það er ekki mikill spilatími boði hjá geysisterku Valsliði og Ásdís Þóra fær því tækifæri til að spila sig aftur í gang með Selfossliðinu. Seinni bylgjan hrósar henni fyrir að hafa tekið þessa ákvörðun en eins og flestir vita þá er faðir hennar, Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Valsliðsins. Er að reyna að finna sig aftur Svava Kristín Gretarsdóttir ræddi við Ásdísi Þóru eftir síðasta leik Selfossliðsins og sérfræðingar Seinni bylgjunnar ræddu svo þessa ákvörðun hjá þessum unga og öfluga leikstjórnanda. „Ég vil gera betur og er enn þá að reyna að komast í mitt gamla form. Bara reyna að finna mig aftur. Ég finn klárlega að það er á góðri leið,“ sagði Ásdís Þóra Ágústsdóttir meðal annars í viðtalinu. Ásdís Þóra var með 5 mörk og 4 stoðsendingar í leiknum í Eyjum. „Ég held að þetta sé hundrað prósent rétt sem hún gerði. Mér finnst þetta hugrökk ákvörðun hjá henni. Pabbi hennar er að þjálfa í Val og þetta hefur örugglega verið rætt vel,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Er ekki bara fínt að vera laus við hann,“ skaut Einar Jónsson, sérfræðingur í Seinni bylgjunni, léttur inn í. Stór ákvörðun „Systir hennar er líka í Valsliðinu og þetta er alveg stór ákvörðun. Þetta var frábær leikur hjá henni. Hún er með mikla handboltahæfileika en lenti í erfiðum meiðslum. Ég held að þetta sé hárrétt ákvörðun hjá henni að fara og spila á Selfossi. Ég vil sjá hana klára tímabilið á Selfossi,“ sagði Sigurlaug. „Ég er alveg þar því ég held að það séu fullt af tækifærum fyrir hana þarna. Sóknarleikurinn hjá Selfossi er mjög góður á köflum og stór partur er henni að þakka. Hún er svo frábær miðjumaður og nær að stjórna spilinu vel, dreifa spilinu og hjálpa hinum líka,“ sagði Sigurlaug. Gæðin í sendingunum „Þú sérð líka bara gæðin í sendingunum hjá henni. Hún er að láta boltann detta inn á línu, senda no-look og bomba honum niður í hornin,“ sagði Einar sem er sammála Sigurlaugu um að Ásdís eigi að klára tímabilið með Selfossliðinu. Það má sjá allt spjallið um Ásdísi Þóru hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Ásdís Þóra og ákvörðunin að fara á Selfoss Olís-deild kvenna Seinni bylgjan UMF Selfoss Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Fleiri fréttir „Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“ „Ég er í sjokki eftir þennan hálfleik“ Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Eyjamenn í undanúrslit eftir vítakastkeppni Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Valskonur tóku ÍBV í kennslustund HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Sjá meira
Ásdís Þóra var komin út í atvinnumennsku til Svíþjóðar en sleit krossband og varð að taka skref til baka á sínum ferli. Það er ekki mikill spilatími boði hjá geysisterku Valsliði og Ásdís Þóra fær því tækifæri til að spila sig aftur í gang með Selfossliðinu. Seinni bylgjan hrósar henni fyrir að hafa tekið þessa ákvörðun en eins og flestir vita þá er faðir hennar, Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Valsliðsins. Er að reyna að finna sig aftur Svava Kristín Gretarsdóttir ræddi við Ásdísi Þóru eftir síðasta leik Selfossliðsins og sérfræðingar Seinni bylgjunnar ræddu svo þessa ákvörðun hjá þessum unga og öfluga leikstjórnanda. „Ég vil gera betur og er enn þá að reyna að komast í mitt gamla form. Bara reyna að finna mig aftur. Ég finn klárlega að það er á góðri leið,“ sagði Ásdís Þóra Ágústsdóttir meðal annars í viðtalinu. Ásdís Þóra var með 5 mörk og 4 stoðsendingar í leiknum í Eyjum. „Ég held að þetta sé hundrað prósent rétt sem hún gerði. Mér finnst þetta hugrökk ákvörðun hjá henni. Pabbi hennar er að þjálfa í Val og þetta hefur örugglega verið rætt vel,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Er ekki bara fínt að vera laus við hann,“ skaut Einar Jónsson, sérfræðingur í Seinni bylgjunni, léttur inn í. Stór ákvörðun „Systir hennar er líka í Valsliðinu og þetta er alveg stór ákvörðun. Þetta var frábær leikur hjá henni. Hún er með mikla handboltahæfileika en lenti í erfiðum meiðslum. Ég held að þetta sé hárrétt ákvörðun hjá henni að fara og spila á Selfossi. Ég vil sjá hana klára tímabilið á Selfossi,“ sagði Sigurlaug. „Ég er alveg þar því ég held að það séu fullt af tækifærum fyrir hana þarna. Sóknarleikurinn hjá Selfossi er mjög góður á köflum og stór partur er henni að þakka. Hún er svo frábær miðjumaður og nær að stjórna spilinu vel, dreifa spilinu og hjálpa hinum líka,“ sagði Sigurlaug. Gæðin í sendingunum „Þú sérð líka bara gæðin í sendingunum hjá henni. Hún er að láta boltann detta inn á línu, senda no-look og bomba honum niður í hornin,“ sagði Einar sem er sammála Sigurlaugu um að Ásdís eigi að klára tímabilið með Selfossliðinu. Það má sjá allt spjallið um Ásdísi Þóru hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Ásdís Þóra og ákvörðunin að fara á Selfoss
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan UMF Selfoss Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Fleiri fréttir „Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“ „Ég er í sjokki eftir þennan hálfleik“ Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Eyjamenn í undanúrslit eftir vítakastkeppni Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Valskonur tóku ÍBV í kennslustund HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Sjá meira
Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti
Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik
Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti