Út úr skápnum í klefanum: Þarf ekki að vera í felum þó maður sé íþróttamaður Sindri Sverrisson skrifar 17. nóvember 2022 07:31 Isaac Humphries opnaði sig um samkynhneigð sína með liðsfélögum sínum. Skjáskot/Twitter Ástralska körfuboltafélagið Melbourne United hefur birt hjartnæmt myndband af því þegar Isaac Humphries tilkynnti liðsfélögum sínum að hann væri samkynhneigður. Humphries er 24 ára gamall og fyrrverandi leikmaður NBA-liðsins Atlanta Hawks. Samkvæmt CNN er hann eini karlmaðurinn í heiminum, af þeim sem spila í efstu deild í körfubolta, sem opinberað hefur samkynhneigð sína. Humphries átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann sagði liðsfélögum sínum frá því að fyrir nokkrum árum hefði hann verið kominn á mjög slæman stað, í afneitun gagnvart eigin kynhneigð, og reynt að taka eigið líf. Myndbandið má sjá hér að neðan. Today was a special day as we had the honour of helping @IsaacHumphries7 share his truth.We wanted to share some more of that moment with you. This video shows a portion of our Head Coach, @DeanVickerman's remarks following on from Isaac's brave statement to his team. pic.twitter.com/XrwQVvSpz5— Melbourne United (@MelbUnited) November 16, 2022 Humphries sagði ástæðuna fyrir því hve honum leið illa hafa verið hve erfitt hann hafi átt með að sætta sig við þá staðreynd að hann væri samkynhneigður. „Ég fylltist viðbjóði gagnvart sjálfum mér og fannst ég ekki geta verið þessi manneskja í körfuboltaumhverfinu,“ sagði Humphries. Hann hafi hins vegar komist í umhverfi sem var fullt af ánægju og gleði þar sem hann gat opnað sig og verið hann sjálfur, og sætt sig við hver hann væri í raun og veru. Þá hafi staðið eftir spurningin um körfuboltann en hann hafi ekki viljað fela kynhneigð sína. Isaac Humphries í leik með Melbourne United í áströlsku úrvalsdeildinni.Getty/Kelly Defina „Ég ákvað að ef að ég færi í nýtt lið þá myndi ég koma út úr skápnum opinberlega og sjá til þess að fólk viti að maður getur lifað og þurfi ekki að vera í felum, bara vegna þess að maður er íþróttamaður,“ sagði Humphries við liðsfélaga sína, með grátstafinn í kverkunum. Fulltrúi fólks sem er í sömu stöðu og hann var í „En ég vil segja að við sem íþróttamenn berum ábyrgð á því að vera öðrum fordæmi. Og staðreyndin er að það er svo mikið af fólki í öðrum kimum heimsins sem á erfitt á hverjum degi, og veit ekki hvernig það á að komast á fætur eða lifa. Ég veit hvernig tilfinning það er og ég vil vera fulltrúi þessa fólks. Það er markmiðið mitt. Að fólk viti að maður getur verið eins og maður vill, sama hver maður er eða hvað maður gerir. Maður getur verið „Big Ice“ og verið samkynhneigður, og samt verið frábær körfuboltamaður. Það hefur ekkert að gera með kynhneigð manns. Ég vil bara vera ég sjálfur. Þetta er markmið mitt í lífinu og ég ætla að gera mitt besta,“ sagði Humphries og uppskar fagnaðarlæti og faðmlög liðsfélaga sinna. Körfubolti Hinsegin Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Sjá meira
Humphries er 24 ára gamall og fyrrverandi leikmaður NBA-liðsins Atlanta Hawks. Samkvæmt CNN er hann eini karlmaðurinn í heiminum, af þeim sem spila í efstu deild í körfubolta, sem opinberað hefur samkynhneigð sína. Humphries átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann sagði liðsfélögum sínum frá því að fyrir nokkrum árum hefði hann verið kominn á mjög slæman stað, í afneitun gagnvart eigin kynhneigð, og reynt að taka eigið líf. Myndbandið má sjá hér að neðan. Today was a special day as we had the honour of helping @IsaacHumphries7 share his truth.We wanted to share some more of that moment with you. This video shows a portion of our Head Coach, @DeanVickerman's remarks following on from Isaac's brave statement to his team. pic.twitter.com/XrwQVvSpz5— Melbourne United (@MelbUnited) November 16, 2022 Humphries sagði ástæðuna fyrir því hve honum leið illa hafa verið hve erfitt hann hafi átt með að sætta sig við þá staðreynd að hann væri samkynhneigður. „Ég fylltist viðbjóði gagnvart sjálfum mér og fannst ég ekki geta verið þessi manneskja í körfuboltaumhverfinu,“ sagði Humphries. Hann hafi hins vegar komist í umhverfi sem var fullt af ánægju og gleði þar sem hann gat opnað sig og verið hann sjálfur, og sætt sig við hver hann væri í raun og veru. Þá hafi staðið eftir spurningin um körfuboltann en hann hafi ekki viljað fela kynhneigð sína. Isaac Humphries í leik með Melbourne United í áströlsku úrvalsdeildinni.Getty/Kelly Defina „Ég ákvað að ef að ég færi í nýtt lið þá myndi ég koma út úr skápnum opinberlega og sjá til þess að fólk viti að maður getur lifað og þurfi ekki að vera í felum, bara vegna þess að maður er íþróttamaður,“ sagði Humphries við liðsfélaga sína, með grátstafinn í kverkunum. Fulltrúi fólks sem er í sömu stöðu og hann var í „En ég vil segja að við sem íþróttamenn berum ábyrgð á því að vera öðrum fordæmi. Og staðreyndin er að það er svo mikið af fólki í öðrum kimum heimsins sem á erfitt á hverjum degi, og veit ekki hvernig það á að komast á fætur eða lifa. Ég veit hvernig tilfinning það er og ég vil vera fulltrúi þessa fólks. Það er markmiðið mitt. Að fólk viti að maður getur verið eins og maður vill, sama hver maður er eða hvað maður gerir. Maður getur verið „Big Ice“ og verið samkynhneigður, og samt verið frábær körfuboltamaður. Það hefur ekkert að gera með kynhneigð manns. Ég vil bara vera ég sjálfur. Þetta er markmið mitt í lífinu og ég ætla að gera mitt besta,“ sagði Humphries og uppskar fagnaðarlæti og faðmlög liðsfélaga sinna.
Körfubolti Hinsegin Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Sjá meira