Út úr skápnum í klefanum: Þarf ekki að vera í felum þó maður sé íþróttamaður Sindri Sverrisson skrifar 17. nóvember 2022 07:31 Isaac Humphries opnaði sig um samkynhneigð sína með liðsfélögum sínum. Skjáskot/Twitter Ástralska körfuboltafélagið Melbourne United hefur birt hjartnæmt myndband af því þegar Isaac Humphries tilkynnti liðsfélögum sínum að hann væri samkynhneigður. Humphries er 24 ára gamall og fyrrverandi leikmaður NBA-liðsins Atlanta Hawks. Samkvæmt CNN er hann eini karlmaðurinn í heiminum, af þeim sem spila í efstu deild í körfubolta, sem opinberað hefur samkynhneigð sína. Humphries átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann sagði liðsfélögum sínum frá því að fyrir nokkrum árum hefði hann verið kominn á mjög slæman stað, í afneitun gagnvart eigin kynhneigð, og reynt að taka eigið líf. Myndbandið má sjá hér að neðan. Today was a special day as we had the honour of helping @IsaacHumphries7 share his truth.We wanted to share some more of that moment with you. This video shows a portion of our Head Coach, @DeanVickerman's remarks following on from Isaac's brave statement to his team. pic.twitter.com/XrwQVvSpz5— Melbourne United (@MelbUnited) November 16, 2022 Humphries sagði ástæðuna fyrir því hve honum leið illa hafa verið hve erfitt hann hafi átt með að sætta sig við þá staðreynd að hann væri samkynhneigður. „Ég fylltist viðbjóði gagnvart sjálfum mér og fannst ég ekki geta verið þessi manneskja í körfuboltaumhverfinu,“ sagði Humphries. Hann hafi hins vegar komist í umhverfi sem var fullt af ánægju og gleði þar sem hann gat opnað sig og verið hann sjálfur, og sætt sig við hver hann væri í raun og veru. Þá hafi staðið eftir spurningin um körfuboltann en hann hafi ekki viljað fela kynhneigð sína. Isaac Humphries í leik með Melbourne United í áströlsku úrvalsdeildinni.Getty/Kelly Defina „Ég ákvað að ef að ég færi í nýtt lið þá myndi ég koma út úr skápnum opinberlega og sjá til þess að fólk viti að maður getur lifað og þurfi ekki að vera í felum, bara vegna þess að maður er íþróttamaður,“ sagði Humphries við liðsfélaga sína, með grátstafinn í kverkunum. Fulltrúi fólks sem er í sömu stöðu og hann var í „En ég vil segja að við sem íþróttamenn berum ábyrgð á því að vera öðrum fordæmi. Og staðreyndin er að það er svo mikið af fólki í öðrum kimum heimsins sem á erfitt á hverjum degi, og veit ekki hvernig það á að komast á fætur eða lifa. Ég veit hvernig tilfinning það er og ég vil vera fulltrúi þessa fólks. Það er markmiðið mitt. Að fólk viti að maður getur verið eins og maður vill, sama hver maður er eða hvað maður gerir. Maður getur verið „Big Ice“ og verið samkynhneigður, og samt verið frábær körfuboltamaður. Það hefur ekkert að gera með kynhneigð manns. Ég vil bara vera ég sjálfur. Þetta er markmið mitt í lífinu og ég ætla að gera mitt besta,“ sagði Humphries og uppskar fagnaðarlæti og faðmlög liðsfélaga sinna. Körfubolti Hinsegin Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Fleiri fréttir Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Sjá meira
Humphries er 24 ára gamall og fyrrverandi leikmaður NBA-liðsins Atlanta Hawks. Samkvæmt CNN er hann eini karlmaðurinn í heiminum, af þeim sem spila í efstu deild í körfubolta, sem opinberað hefur samkynhneigð sína. Humphries átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann sagði liðsfélögum sínum frá því að fyrir nokkrum árum hefði hann verið kominn á mjög slæman stað, í afneitun gagnvart eigin kynhneigð, og reynt að taka eigið líf. Myndbandið má sjá hér að neðan. Today was a special day as we had the honour of helping @IsaacHumphries7 share his truth.We wanted to share some more of that moment with you. This video shows a portion of our Head Coach, @DeanVickerman's remarks following on from Isaac's brave statement to his team. pic.twitter.com/XrwQVvSpz5— Melbourne United (@MelbUnited) November 16, 2022 Humphries sagði ástæðuna fyrir því hve honum leið illa hafa verið hve erfitt hann hafi átt með að sætta sig við þá staðreynd að hann væri samkynhneigður. „Ég fylltist viðbjóði gagnvart sjálfum mér og fannst ég ekki geta verið þessi manneskja í körfuboltaumhverfinu,“ sagði Humphries. Hann hafi hins vegar komist í umhverfi sem var fullt af ánægju og gleði þar sem hann gat opnað sig og verið hann sjálfur, og sætt sig við hver hann væri í raun og veru. Þá hafi staðið eftir spurningin um körfuboltann en hann hafi ekki viljað fela kynhneigð sína. Isaac Humphries í leik með Melbourne United í áströlsku úrvalsdeildinni.Getty/Kelly Defina „Ég ákvað að ef að ég færi í nýtt lið þá myndi ég koma út úr skápnum opinberlega og sjá til þess að fólk viti að maður getur lifað og þurfi ekki að vera í felum, bara vegna þess að maður er íþróttamaður,“ sagði Humphries við liðsfélaga sína, með grátstafinn í kverkunum. Fulltrúi fólks sem er í sömu stöðu og hann var í „En ég vil segja að við sem íþróttamenn berum ábyrgð á því að vera öðrum fordæmi. Og staðreyndin er að það er svo mikið af fólki í öðrum kimum heimsins sem á erfitt á hverjum degi, og veit ekki hvernig það á að komast á fætur eða lifa. Ég veit hvernig tilfinning það er og ég vil vera fulltrúi þessa fólks. Það er markmiðið mitt. Að fólk viti að maður getur verið eins og maður vill, sama hver maður er eða hvað maður gerir. Maður getur verið „Big Ice“ og verið samkynhneigður, og samt verið frábær körfuboltamaður. Það hefur ekkert að gera með kynhneigð manns. Ég vil bara vera ég sjálfur. Þetta er markmið mitt í lífinu og ég ætla að gera mitt besta,“ sagði Humphries og uppskar fagnaðarlæti og faðmlög liðsfélaga sinna.
Körfubolti Hinsegin Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Fleiri fréttir Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Sjá meira