Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Keflavík 63-68 | Keflavík með fullt hús eftir tíu leiki Andri Már Eggertsson skrifar 16. nóvember 2022 23:00 VÍSIR/VILHELM Keflavík vann Hauka í Ólafssal 63-68. Þetta var sannkallaður toppslagur í Subway deild-kvenna. Keflavík spilaði frábærlega í öðrum leikhluta og þrátt fyrir að Haukar komu til baka hélt Keflavík sjó og kláraði leikinn. Bæði lið eru þekkt fyrir að spila varnarleikinn af mikilli ákefð. Hvort varnarleikur beggja liða hafi verið frábær í fyrsta leikhluta eða um klaufalega byrjun hafi verið að ræða þar sem bæði lið töpuðu þó nokkrum boltum. Sennilega var það sitt lítið af hvoru. Haukar töpuðu fimm boltum og Keflavík tapaði átta boltum sem er of mikið á tíu mínútum. Eftir fyrsta fjórðung var Keflavík tveimur stigum yfir 16-18. Keflavík hitti töluvert betur en Haukar sem hittu úr einu þriggja stiga skoti úr sjö tilraunum. Keflavík byrjaði annan leikhluta af krafti og gerði fjórtán stig í röð. Keflavík refsaði Haukum fyrir tapaða bolta og klikkuð skot með því að keyra hratt og fá auðveld stig úr hraðaupphlaupum. Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, reyndi að bregðast við með því að taka leikhlé en ekkert breyttist. Það tók Hauka tæplega sex mínútur að koma boltanum ofan í körfuna eftir að hafa jafnað leikinn í 18-18. Bjarni hafði þá brennt annað leikhlé. Varnarleikur Hauka var afar slappur í öðrum leikhluta þar sem Keflavík gerði 25 stig. Gestirnir voru þrettán stigum yfir í hálfleik 30-43. Eftir dapran annan leikhluta unnu Haukar sig betur inn í leikinn í þriðja leikhluta. Haukar spiluðu betur og betur eftir því sem leið á þriðja leikhluta. Katla Rún Garðarsdóttir endaði þriðja leikhluta á að setja niður þrist í horninu og náði aðeins að þagga niður í heimakonum. Keflavík var sjö stigum yfir 50-57 þegar haldið var í síðasta fjórðung. Fjórði leikhluti var stál í stál þar sem Haukar gerðu vel í að saxa forskot Keflavíkur niður. Haukar minnkuðu forskot Keflavík niður í fjögur stig þegar tæplega tvær mínútur voru eftir en þá fóru Haukar illa með góð tækifæri sóknarlega. Keflavík vann á endanum fimm stiga sigur 63-68 og er á toppnum með fullt hús eftir tíu leiki. Af hverju vann Keflavík? Fyrri hálfleikur Keflavíkur setti tóninn. Keflavík gerði fjórtán stig í röð í öðrum leikhluta og var þrettán stigum yfir í hálfleik. Haukar gerðu vel í að minnka forskot Keflavík niður en þegar leikurinn var í járnum í fjórða leikhluta runnu heimakonur á svellinu og voru sjálfum sér verstar sóknarlega. Hverjar stóðu upp úr? Daniela Wallen Morillo var með tvöfalda tvennu þar sem hún gerði 16 stig og tók 13 fráköst. Daniela fór á kostum undir körfunni og tók 8 sóknarfráköst. Karina Denislavova Konstantinova var einnig með tvöfalda tvennu en hún gerði 15 stig og tók 10 fráköst. Hvað gekk illa? Þriggja stiga nýting Hauka var til skammar. Haukar enduðu með fimm prósent þriggja stiga nýtingu þar sem Haukar hittu aðeins úr einu skoti úr tuttugu tilraunum. Haukar tóku einnig níu fráköstum minna en Keflavík. Hvað gerist næst? Næst á dagskrá er landsleikjahlé. Deildin fer aftur af stað í byrjun desember. Haukar fara til Grindavíkur sunnudaginn 4. desember klukkan 19:15. Á sama tíma eigast við Valur og Keflavík. Hörður Axel: Fráköstuðum frábærlega Hörður Axel var ánægður með sigur kvöldsinsvísir/sigurjón Hörður Axel Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, var ánægður með sigurinn. „Við gerðum þetta full erfitt fyrir okkur í lokin. Við vorum með góða forystu en fórum að flýta okkur of mikið. Við vissum að Haukar myndu koma með áhlaup og þá hefðum við átt að halda betur svelli en það var bara í smá tíma svo fundum við aftur okkar takt,“ sagði Hörður Axel Vilhjálmsson eftir leik. Keflavík spilaði frábærlega í öðrum leikhluta og komst í bílstjórasætið. „Við spiluðum eins og við höfum gert í allan vetur þar sem við pressuðum þær út um allt og ofan á það hittum við vel og þegar við hittum vel þá er erfitt að eiga við okkur þar sem við erum með ógn út um allt og á sama tíma voru þær að stoppa Danielu sem varð til þess að við notuðum hana sem beitu.“ Hörður Axel var ánægður með hvernig Keflavík kláraði leikinn þrátt fyrir áhlaup Hauka. „Við vissum að Haukar myndu koma með áhlaup. Haukar er lið sem er byggt til að vinna allt saman og við vissum að þær myndu ekki leggjast niður og hætta. En mér fannst við gera frábærlega í frákastabaráttunni sem hefur vantað hjá okkur í vetur,“ sagði Hörður Axel Vilhjálmsson að lokum. Körfubolti Subway-deild kvenna Haukar Keflavík ÍF
Keflavík vann Hauka í Ólafssal 63-68. Þetta var sannkallaður toppslagur í Subway deild-kvenna. Keflavík spilaði frábærlega í öðrum leikhluta og þrátt fyrir að Haukar komu til baka hélt Keflavík sjó og kláraði leikinn. Bæði lið eru þekkt fyrir að spila varnarleikinn af mikilli ákefð. Hvort varnarleikur beggja liða hafi verið frábær í fyrsta leikhluta eða um klaufalega byrjun hafi verið að ræða þar sem bæði lið töpuðu þó nokkrum boltum. Sennilega var það sitt lítið af hvoru. Haukar töpuðu fimm boltum og Keflavík tapaði átta boltum sem er of mikið á tíu mínútum. Eftir fyrsta fjórðung var Keflavík tveimur stigum yfir 16-18. Keflavík hitti töluvert betur en Haukar sem hittu úr einu þriggja stiga skoti úr sjö tilraunum. Keflavík byrjaði annan leikhluta af krafti og gerði fjórtán stig í röð. Keflavík refsaði Haukum fyrir tapaða bolta og klikkuð skot með því að keyra hratt og fá auðveld stig úr hraðaupphlaupum. Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, reyndi að bregðast við með því að taka leikhlé en ekkert breyttist. Það tók Hauka tæplega sex mínútur að koma boltanum ofan í körfuna eftir að hafa jafnað leikinn í 18-18. Bjarni hafði þá brennt annað leikhlé. Varnarleikur Hauka var afar slappur í öðrum leikhluta þar sem Keflavík gerði 25 stig. Gestirnir voru þrettán stigum yfir í hálfleik 30-43. Eftir dapran annan leikhluta unnu Haukar sig betur inn í leikinn í þriðja leikhluta. Haukar spiluðu betur og betur eftir því sem leið á þriðja leikhluta. Katla Rún Garðarsdóttir endaði þriðja leikhluta á að setja niður þrist í horninu og náði aðeins að þagga niður í heimakonum. Keflavík var sjö stigum yfir 50-57 þegar haldið var í síðasta fjórðung. Fjórði leikhluti var stál í stál þar sem Haukar gerðu vel í að saxa forskot Keflavíkur niður. Haukar minnkuðu forskot Keflavík niður í fjögur stig þegar tæplega tvær mínútur voru eftir en þá fóru Haukar illa með góð tækifæri sóknarlega. Keflavík vann á endanum fimm stiga sigur 63-68 og er á toppnum með fullt hús eftir tíu leiki. Af hverju vann Keflavík? Fyrri hálfleikur Keflavíkur setti tóninn. Keflavík gerði fjórtán stig í röð í öðrum leikhluta og var þrettán stigum yfir í hálfleik. Haukar gerðu vel í að minnka forskot Keflavík niður en þegar leikurinn var í járnum í fjórða leikhluta runnu heimakonur á svellinu og voru sjálfum sér verstar sóknarlega. Hverjar stóðu upp úr? Daniela Wallen Morillo var með tvöfalda tvennu þar sem hún gerði 16 stig og tók 13 fráköst. Daniela fór á kostum undir körfunni og tók 8 sóknarfráköst. Karina Denislavova Konstantinova var einnig með tvöfalda tvennu en hún gerði 15 stig og tók 10 fráköst. Hvað gekk illa? Þriggja stiga nýting Hauka var til skammar. Haukar enduðu með fimm prósent þriggja stiga nýtingu þar sem Haukar hittu aðeins úr einu skoti úr tuttugu tilraunum. Haukar tóku einnig níu fráköstum minna en Keflavík. Hvað gerist næst? Næst á dagskrá er landsleikjahlé. Deildin fer aftur af stað í byrjun desember. Haukar fara til Grindavíkur sunnudaginn 4. desember klukkan 19:15. Á sama tíma eigast við Valur og Keflavík. Hörður Axel: Fráköstuðum frábærlega Hörður Axel var ánægður með sigur kvöldsinsvísir/sigurjón Hörður Axel Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, var ánægður með sigurinn. „Við gerðum þetta full erfitt fyrir okkur í lokin. Við vorum með góða forystu en fórum að flýta okkur of mikið. Við vissum að Haukar myndu koma með áhlaup og þá hefðum við átt að halda betur svelli en það var bara í smá tíma svo fundum við aftur okkar takt,“ sagði Hörður Axel Vilhjálmsson eftir leik. Keflavík spilaði frábærlega í öðrum leikhluta og komst í bílstjórasætið. „Við spiluðum eins og við höfum gert í allan vetur þar sem við pressuðum þær út um allt og ofan á það hittum við vel og þegar við hittum vel þá er erfitt að eiga við okkur þar sem við erum með ógn út um allt og á sama tíma voru þær að stoppa Danielu sem varð til þess að við notuðum hana sem beitu.“ Hörður Axel var ánægður með hvernig Keflavík kláraði leikinn þrátt fyrir áhlaup Hauka. „Við vissum að Haukar myndu koma með áhlaup. Haukar er lið sem er byggt til að vinna allt saman og við vissum að þær myndu ekki leggjast niður og hætta. En mér fannst við gera frábærlega í frákastabaráttunni sem hefur vantað hjá okkur í vetur,“ sagði Hörður Axel Vilhjálmsson að lokum.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum