Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar
Sindri Sindrason les kvöldfréttir klukkan hálf sjö.
Sindri Sindrason les kvöldfréttir klukkan hálf sjö. Vísir/Vilhelm

Í kvöldfréttum segir forstjóri Bankasýslunnar að stofnunin hafi ekki gert nein mistök við söluna á hlutum í Íslandsbanka. Forstjóri Ríkisendurskoðunar segir upplýsingar í skýrslu hennar um söluna hins vegar meðal annars byggja á upplýsingum frá Bankasýslunni og skýrslan tali sínu máli.

Í kvöldfréttum segir forstjóri Bankasýslunnar að stofnunin hafi ekki gert nein mistök við söluna á hlutum í Íslandsbanka. Forstjóri Ríkisendurskoðunar segir upplýsingar í skýrslu hennar um söluna hins vegar meðal annars byggja á upplýsingum frá Bankasýslunni og skýrslan tali sínu máli. Málið var til umræðu á Alþingi í dag.

Forseti Póllands og aðalframkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins segja Rússa með stöðugum og umfangsmiklum árásum sínum á óbreytta borgara og innviði Úkraínu bera ábyrgð á því að ein af varnarflaugum Úkraínu hafnaði innan landamæra Póllands í gærkvöldi.

Þrjár konur sem urðu fyrir ofbeldi á Laugalandi Varpholti gagnrýna skýrslu um málið og segja gríðarlega mikilvægt að samskonar vitheimili verði einnig rannsökuð.

Og í fréttatímanum skyggnumst við inn í ævintýraheim eins stærsta kvikmyndavers heims í Gufunesi þar sem meðal annars er verið að kvikmynda nýja þáttaröð af True Detective með Jodie Foster í aðalhlutverki.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×