Sverrir Ingi: Vantaði aðeins meiri gæði Smári Jökull Jónsson skrifar 16. nóvember 2022 21:39 Sverrir vinnur skallaeinvígi í leiknum í dag. KSÍ Sverrir Ingi Ingason var mættur aftur í vörnina hjá íslenska landsliðinu eftir ansi langa fjarveru. Hann var ánægður með sigurinn gegn Litáum í dag en sagði að vantað hefði upp á gæðin hjá Íslandi í vissum aðstæðum. „Ég er ánægður að vinna. Þetta var baráttuleikur, völlurinn var erfiður og það var mikið um návígi. Mér fannst við skapa okkur nokkur góð tækifæri, það vantaði að komast á boltann inni í teig og ráðast á krossana aðeins betur. Það er gott að vinna.“ Sverrir Ingi sagði að liðið hefði mætt líkamlega sterkum Litáum ágætlega en að vantað hefði upp á gæðin á síðasta leikþriðjungi. „Við vissum að þeir væru líkamlega sterkir og að þetta yrði þannig leikur. Mér fannst við jafna það vel en hefðum mátt vera með aðeins meiri gæði á þriðja helmingi þegar við vorum að komast í góðar stöður með boltann. Þá vantaði síðustu sendingu eða annað til að ná að klára. Sérstaklega í fyrri hálfleik fannst mér við komast í góðar stöður. Við skoðum þetta og verðum klárir fyrir næsta leik.“ Sverrir Ingi skoraði í vítaspyrnukeppninni þar sem Ísland tryggði sér sigur og var ánægður með liðið þar. Hann sagðist allvanur slíkum keppnum. „Ég hef gert það nokkrum sinnum, þetta var í fyrsta skipti með landsliðinu. Við unnum og tökum það jákvæða út úr þessu. Við stóðum okkur vel í vítunum, skoruðum úr öllum og ég held að það sé bara nokkuð gott.“ Á laugardag mætir Ísland Lettlandi í úrslitaleik Eystrasaltsbikarsins og sagði Sverrir að markmiðin væru klár. „Það verður hörkuleikur og ennþá sterkari mótherji býst ég við. Strákarnir voru að tala um að þeir hafi unnið þetta mót í mörg ár. Við verðum að vera klárir og ná góðri endurheimt fyrir leikinn á laugardag. Við erum komnir hingað til að sækja dolluna, það er klárt.“ Landslið karla í fótbolta Eystrasaltsbikarinn 2022 Tengdar fréttir „Heilt yfir vorum við allir saman mjög svekktir með okkar frammistöðu í dag“ Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari í knattspyrnu var ekki ánægður með leik íslenska landsliðsins gegn Litáum í Eystrasaltsbikarnum í dag. Ísland vann í vítaspyrnukeppni eftir markalausan leik. 16. nóvember 2022 21:01 Umfjöllun: Litáen - Ísland 0-0 (5-6) | Íslenskur sigur í vítakeppni Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er komið í úrslit Eystrasaltsbikarsins eftir sigur á Litáen. Eftir markalausan leik réðust úrslitin í vítakeppni. Þar skoruðu Íslendingar úr sex spyrnum en Litáar úr fimm. 16. nóvember 2022 19:20 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Sjá meira
„Ég er ánægður að vinna. Þetta var baráttuleikur, völlurinn var erfiður og það var mikið um návígi. Mér fannst við skapa okkur nokkur góð tækifæri, það vantaði að komast á boltann inni í teig og ráðast á krossana aðeins betur. Það er gott að vinna.“ Sverrir Ingi sagði að liðið hefði mætt líkamlega sterkum Litáum ágætlega en að vantað hefði upp á gæðin á síðasta leikþriðjungi. „Við vissum að þeir væru líkamlega sterkir og að þetta yrði þannig leikur. Mér fannst við jafna það vel en hefðum mátt vera með aðeins meiri gæði á þriðja helmingi þegar við vorum að komast í góðar stöður með boltann. Þá vantaði síðustu sendingu eða annað til að ná að klára. Sérstaklega í fyrri hálfleik fannst mér við komast í góðar stöður. Við skoðum þetta og verðum klárir fyrir næsta leik.“ Sverrir Ingi skoraði í vítaspyrnukeppninni þar sem Ísland tryggði sér sigur og var ánægður með liðið þar. Hann sagðist allvanur slíkum keppnum. „Ég hef gert það nokkrum sinnum, þetta var í fyrsta skipti með landsliðinu. Við unnum og tökum það jákvæða út úr þessu. Við stóðum okkur vel í vítunum, skoruðum úr öllum og ég held að það sé bara nokkuð gott.“ Á laugardag mætir Ísland Lettlandi í úrslitaleik Eystrasaltsbikarsins og sagði Sverrir að markmiðin væru klár. „Það verður hörkuleikur og ennþá sterkari mótherji býst ég við. Strákarnir voru að tala um að þeir hafi unnið þetta mót í mörg ár. Við verðum að vera klárir og ná góðri endurheimt fyrir leikinn á laugardag. Við erum komnir hingað til að sækja dolluna, það er klárt.“
Landslið karla í fótbolta Eystrasaltsbikarinn 2022 Tengdar fréttir „Heilt yfir vorum við allir saman mjög svekktir með okkar frammistöðu í dag“ Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari í knattspyrnu var ekki ánægður með leik íslenska landsliðsins gegn Litáum í Eystrasaltsbikarnum í dag. Ísland vann í vítaspyrnukeppni eftir markalausan leik. 16. nóvember 2022 21:01 Umfjöllun: Litáen - Ísland 0-0 (5-6) | Íslenskur sigur í vítakeppni Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er komið í úrslit Eystrasaltsbikarsins eftir sigur á Litáen. Eftir markalausan leik réðust úrslitin í vítakeppni. Þar skoruðu Íslendingar úr sex spyrnum en Litáar úr fimm. 16. nóvember 2022 19:20 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Sjá meira
„Heilt yfir vorum við allir saman mjög svekktir með okkar frammistöðu í dag“ Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari í knattspyrnu var ekki ánægður með leik íslenska landsliðsins gegn Litáum í Eystrasaltsbikarnum í dag. Ísland vann í vítaspyrnukeppni eftir markalausan leik. 16. nóvember 2022 21:01
Umfjöllun: Litáen - Ísland 0-0 (5-6) | Íslenskur sigur í vítakeppni Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er komið í úrslit Eystrasaltsbikarsins eftir sigur á Litáen. Eftir markalausan leik réðust úrslitin í vítakeppni. Þar skoruðu Íslendingar úr sex spyrnum en Litáar úr fimm. 16. nóvember 2022 19:20