„Manni líður eins og maður sé bara heima“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 16. nóvember 2022 22:47 Ragnar Guðmundsson og Guðmundur Ragnarsson á Lauga-Ási Vísir/Egill „Tíminn er bara kominn. Það tekur allt sinn endi,“ segir Ragnar Guðmundsson stofnandi veitingastaðarins Lauga-Ás á Laugarásvegi í Reykjavík en staðnum verður lokað í næsta mánuði. Lauga-Ás hefur verið starfræktur síðan árið 1979 og hafa fastagestir staðarins tekið þessum tíðindum óstinnt upp. „Nú er minn tími kominn. Ég verð að hætta. Mig langar að hætta á toppnum,“ sagði Ragnar í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2. Ragnar er nú orðinn áttræður og segir að margt standi upp úr eftir 43 ár í rekstri og þá ekki síst dásamlegt starfsfólk. Ákvörðunin um að skella í lás hefur fengið misjöfn viðbrögð. „Yfirleitt eru allir mjög óhressir með að við séum að fara að loka,“ segir Ragnar sem sjálfur er sáttur við ákvörðunina og hyggst hafa opið fram að Þorláksmessu. „Ég er ánægður og allir kúnnar ánægðir, hvað á maður að gera meira?“ Sorgardagur hjá mörgum Torfi Vestmann er einn af fastakúnnum Lauga-Ás og var að gæða sér á dýrindis vínarsnitsel þegar fréttastofa tók hann tali. Hann er allt annað en sáttur við væntanlega lokun og telur daginn vera sorgardag hjá íslensku þjóðinni. „Mér finnst þetta bara mjög slæm ákvörðun. Við erum búin að koma hérna í áraraðir með fjölskylduna og börnin og ég er bara að vona að þeir skipti um skoðun. Og ég bið þá um það, með kveðju frá þjóðinni.“ En hvað skyldi það vera sem stendur upp úr eftir öll þessi ár? „Geggjaður matur, frábær þjónusta, yndislegt starfsfólk, og bara einhvern veginn andinn í húsinu, manni líður eins og maður sé bara heima. Annað heimili.“ Veitingastaðir Reykjavík Tengdar fréttir Loka Lauga-Ási eftir 43 ára starfsemi Veitingastaðnum Lauga-Ási á Laugarásvegi 1 í Reykjavík verður lokað í næsta mánuði. Staðurinn hefur verið starfræktur síðan 1979, en veisluþjónusta verður þó áfram starfrækt undir merkjum staðarins. 16. nóvember 2022 07:25 Mest lesið Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Sjá meira
„Nú er minn tími kominn. Ég verð að hætta. Mig langar að hætta á toppnum,“ sagði Ragnar í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2. Ragnar er nú orðinn áttræður og segir að margt standi upp úr eftir 43 ár í rekstri og þá ekki síst dásamlegt starfsfólk. Ákvörðunin um að skella í lás hefur fengið misjöfn viðbrögð. „Yfirleitt eru allir mjög óhressir með að við séum að fara að loka,“ segir Ragnar sem sjálfur er sáttur við ákvörðunina og hyggst hafa opið fram að Þorláksmessu. „Ég er ánægður og allir kúnnar ánægðir, hvað á maður að gera meira?“ Sorgardagur hjá mörgum Torfi Vestmann er einn af fastakúnnum Lauga-Ás og var að gæða sér á dýrindis vínarsnitsel þegar fréttastofa tók hann tali. Hann er allt annað en sáttur við væntanlega lokun og telur daginn vera sorgardag hjá íslensku þjóðinni. „Mér finnst þetta bara mjög slæm ákvörðun. Við erum búin að koma hérna í áraraðir með fjölskylduna og börnin og ég er bara að vona að þeir skipti um skoðun. Og ég bið þá um það, með kveðju frá þjóðinni.“ En hvað skyldi það vera sem stendur upp úr eftir öll þessi ár? „Geggjaður matur, frábær þjónusta, yndislegt starfsfólk, og bara einhvern veginn andinn í húsinu, manni líður eins og maður sé bara heima. Annað heimili.“
Veitingastaðir Reykjavík Tengdar fréttir Loka Lauga-Ási eftir 43 ára starfsemi Veitingastaðnum Lauga-Ási á Laugarásvegi 1 í Reykjavík verður lokað í næsta mánuði. Staðurinn hefur verið starfræktur síðan 1979, en veisluþjónusta verður þó áfram starfrækt undir merkjum staðarins. 16. nóvember 2022 07:25 Mest lesið Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Sjá meira
Loka Lauga-Ási eftir 43 ára starfsemi Veitingastaðnum Lauga-Ási á Laugarásvegi 1 í Reykjavík verður lokað í næsta mánuði. Staðurinn hefur verið starfræktur síðan 1979, en veisluþjónusta verður þó áfram starfrækt undir merkjum staðarins. 16. nóvember 2022 07:25