„Þetta kom mér alls ekki á óvart“ Snorri Másson skrifar 17. nóvember 2022 08:47 Ólöf Garðarsdóttir sagnfræðingur segir margar skýringar á því hvers vegna mannfjöldi var oftalinn um tíu þúsund hér á landi, eins og kom í ljós í nýju manntali Hagstofunnar. Ein sú helsta séu útlendingar sem flytja aftur til síns heima. „Þetta kom mér alls ekki á óvart með manntalið 2021. Því að manntal er náttúrulega aldrei bara einhver föst stærð. Fengum að vita að mannkyninu hefði fjölgað í átta milljarða núna, var það ekki í gær? Það gefur auga leið að það er bara ályktun eða mat sérfræðinga á því hvað mannfjöldinn er mikill,“ segir Ólöf í Íslandi í dag. Í Íslandi í dag er fjallað um helstu mál vikunnar og farið um víðan völl eins og yfirskriftin ber með sér. Innslagið má sjá hér að ofan. Viðtalið við Ólöfu hefst á fimmtu mínútu. Ólöf Garðarsdóttir sagnfræðingur hefur rannsakað manntöl á Íslandi.Vísir/Sigurjón Ólöf segist hafa búist við að fjöldinn væri oftalinn um nokkur þúsund, fimm eða sex þúsund kannski, en ekki svo mikið. „Við erum hérna með land þar sem við erum með mjög nákvæma Þjóðskrá, eins og reyndar önnur Norðurlönd, þar sem eru bara skráð allar fæðingar, öll dauðsföll, allir flutningar jafnóðum og svo byggja þessar þjóðskrár og þessi manntöl á þessum upplýsingum, þannig að það kann að virðast svolítið furðulegt að þarna skuli allt í einu bara fækka um tíu þúsund manns,“ segir Ólöf. Að vita nákvæman mannfjölda er mjög mikilvægt fyrir margra hluta sakir, til dæmis í alls kyns rannsóknir, en líka þegar meta á íbúðaþörf í landinu. Í innslaginu er einnig rifjað upp manntalið frá 1703, sem er geymt á Þjóðskjalasafninu og er á heimsminjaskrá UNESCO, eitt elsta manntal mannkynssögunnar. Manntalið 1703 var fyrsta heildarmanntal sem gert var á Íslandi. Manntalið var jafnframt fyrsta manntal sem náði til allra íbúa í heilu landi þar sem getið var nafns, aldurs og stöðu íbúanna í þjóðfélaginu.Vísir/Sigurjón Mikil fólksfjölgun vegna innflytjenda Ólöf er nú forseti Hugvísindasviðs við Háskóla Íslands en áður starfaði hún sem deildarstjóri mannfjöldadeildar Hagstofu Íslands, árin 2002-2008. Hún segir að Ísland hafi nánast alla 20. öldina verið land þar sem fæðingartíðni er mjög há og þar með náttúruleg fólksfjöldun, það er að segja, fleira fólk fæðist hér en deyr. Tuttugasta og fyrsta öld hefur verið öðru vísi. Hún hefur einkum einkennst af gífurlegri fólksfjölgun vegna innflytjenda og á móti: Sífellt minni fæðingartíðni á meðal innfæddra íbúa landsins. „Landsmönnum hér á landi fjölgar meira en í nokkru öðru landi í Evrópu núna. Lúxemborg var lengi vel með fleiri innflytjendur en Ísland og ég held að við séum að nálgast Lúxemborg núna sem var mjög innflytjendaþétt land. Þannig að það er mjög áhugavert og það virðist ekkert vera að draga úr þessu,“ segir Ólöf. „Varðandi fæðingartíðnina, þá hefur fæðingartíðni á allra síðustu árum lækkað mjög mikið, svona frá 2015-2016. Þetta er alltaf einhverjum sveiflum háð, þannig að maður kippir sér ekki upp við að fæðingartíðni fari niður í tvö ár og svo upp í tvö ár þar á eftir, en þegar þetta eru orðin nokkur ár í röð og við erum farin að herma eftir hinum Norðurlöndunum, þá fer maður að ímynda sér að þetta sé eitthvað sem er komið til að vera,“ segir Ólöf. Ísland í dag Húsnæðismál Mannfjöldi Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Fleiri fréttir Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Sjá meira
„Þetta kom mér alls ekki á óvart með manntalið 2021. Því að manntal er náttúrulega aldrei bara einhver föst stærð. Fengum að vita að mannkyninu hefði fjölgað í átta milljarða núna, var það ekki í gær? Það gefur auga leið að það er bara ályktun eða mat sérfræðinga á því hvað mannfjöldinn er mikill,“ segir Ólöf í Íslandi í dag. Í Íslandi í dag er fjallað um helstu mál vikunnar og farið um víðan völl eins og yfirskriftin ber með sér. Innslagið má sjá hér að ofan. Viðtalið við Ólöfu hefst á fimmtu mínútu. Ólöf Garðarsdóttir sagnfræðingur hefur rannsakað manntöl á Íslandi.Vísir/Sigurjón Ólöf segist hafa búist við að fjöldinn væri oftalinn um nokkur þúsund, fimm eða sex þúsund kannski, en ekki svo mikið. „Við erum hérna með land þar sem við erum með mjög nákvæma Þjóðskrá, eins og reyndar önnur Norðurlönd, þar sem eru bara skráð allar fæðingar, öll dauðsföll, allir flutningar jafnóðum og svo byggja þessar þjóðskrár og þessi manntöl á þessum upplýsingum, þannig að það kann að virðast svolítið furðulegt að þarna skuli allt í einu bara fækka um tíu þúsund manns,“ segir Ólöf. Að vita nákvæman mannfjölda er mjög mikilvægt fyrir margra hluta sakir, til dæmis í alls kyns rannsóknir, en líka þegar meta á íbúðaþörf í landinu. Í innslaginu er einnig rifjað upp manntalið frá 1703, sem er geymt á Þjóðskjalasafninu og er á heimsminjaskrá UNESCO, eitt elsta manntal mannkynssögunnar. Manntalið 1703 var fyrsta heildarmanntal sem gert var á Íslandi. Manntalið var jafnframt fyrsta manntal sem náði til allra íbúa í heilu landi þar sem getið var nafns, aldurs og stöðu íbúanna í þjóðfélaginu.Vísir/Sigurjón Mikil fólksfjölgun vegna innflytjenda Ólöf er nú forseti Hugvísindasviðs við Háskóla Íslands en áður starfaði hún sem deildarstjóri mannfjöldadeildar Hagstofu Íslands, árin 2002-2008. Hún segir að Ísland hafi nánast alla 20. öldina verið land þar sem fæðingartíðni er mjög há og þar með náttúruleg fólksfjöldun, það er að segja, fleira fólk fæðist hér en deyr. Tuttugasta og fyrsta öld hefur verið öðru vísi. Hún hefur einkum einkennst af gífurlegri fólksfjölgun vegna innflytjenda og á móti: Sífellt minni fæðingartíðni á meðal innfæddra íbúa landsins. „Landsmönnum hér á landi fjölgar meira en í nokkru öðru landi í Evrópu núna. Lúxemborg var lengi vel með fleiri innflytjendur en Ísland og ég held að við séum að nálgast Lúxemborg núna sem var mjög innflytjendaþétt land. Þannig að það er mjög áhugavert og það virðist ekkert vera að draga úr þessu,“ segir Ólöf. „Varðandi fæðingartíðnina, þá hefur fæðingartíðni á allra síðustu árum lækkað mjög mikið, svona frá 2015-2016. Þetta er alltaf einhverjum sveiflum háð, þannig að maður kippir sér ekki upp við að fæðingartíðni fari niður í tvö ár og svo upp í tvö ár þar á eftir, en þegar þetta eru orðin nokkur ár í röð og við erum farin að herma eftir hinum Norðurlöndunum, þá fer maður að ímynda sér að þetta sé eitthvað sem er komið til að vera,“ segir Ólöf.
Ísland í dag Húsnæðismál Mannfjöldi Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Fleiri fréttir Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Sjá meira