Árásirnar eru sagðar hafa beinst að orkuinnviðum og iðnaðarsvæðum en stýriflaugar munu einnig hafa lent á íbúðarhúsum. Reuters segir árásir meðal annars hafa verið gerðar á gasvinnslu og stóra flugskeytaverksmiðju.
Samhliða slæmu gengi á víglínum Úkraínu og aukinni gagnrýni heima fyrir hafa forsvarsmenn rússneska hersins gert ítrekaðar eldflauga- og drónaárásir á borgaraleg skotmörk og innviði í Úkraínu. Stór hluti þessa árása hefur dreifst að orkuverum og dreifikerfi Úkraínu.
Markmiðið með þessum árásum virðist vera að draga baráttumóðinn úr Úkraínumönnum og grafa undan grunnstoðum úkraínska ríkisins og gera rekstur þess erfiðari til lengri tíma. Ráðamenn í Moskvu reyna einnig að nota árásirnar til að þagga í gagnrýnisröddum heima fyrir sem segja Rússa ekki ganga nógu langt í stríðinu.
Sjá einnig: Ástandið alvarlegt eftir umfangsmestu árás Rússa
Eftir að Rússar hörfuðu frá Kherson hefur sérstaklega mörgum stýriflaugum verið skotið að Úkraínu. Rússar virðast einnig hafa notað sjálfsprengjudróna frá Íran við árásirnar í morgun.
Ráðamenn í Úkraínu hafa deilt myndbandinu hér að neðan í morgun en það sýnir stýriflaug lenda í Dniproborg.
Russia continues to terrorize civilians and destroy critical infrastructure. Such has been the morning in the peaceful Dnipro. Russia is a terrorist country that must be punished for its crimes.
— Stratcom Centre UA (@StratcomCentre) November 17, 2022
Video: @ZelenskyyUa #RussiaIsATerroristState pic.twitter.com/08wFHfHKSH
AP fréttaveitan hefur eftir yfirvöldum í Kænugarði að þar hafi tvær stýriflaugar verið skotnar niður auk fimm sjálfsprengidróna frá Íran. Fréttaveitan hefur eftir sérfræðingum að Úkraínumenn virðast vera að skjóta niður fleiri stýriflaugar og dróna en áður.
Viðmælendur AP segja að það megi að hluta til rekja til nýrra og háþróaðra loftvarnarkerfa frá Vesturlöndum.
Stýriflaugar og drónar komist þó áfram í gegnum varnir Úkraínumanna.
Nokkur myndbönd hafa veri í dreifingu á netinu í morgun sem sýna stýriflaugar Rússa skotnar niður af loftvarnarkerfum Úkraínumanna.
Spectacular footage: Two Russian Kalibr cruise missiles shot down within seconds over Kyiv Oblast on Nov. 15. First is audible explosion and glow on horizon, second a clear view of interception by German Iris-T air defense system. pic.twitter.com/bDp1twuzJB
— Euan MacDonald (@Euan_MacDonald) November 17, 2022
More intercepted Russian missiles. Great, but still not enough. We need 98% interception rate. #Ukraine pic.twitter.com/NsqhYhTAo9
— (((Tendar))) (@Tendar) November 17, 2022