Öll þjónusta við útlendinga í eina stofnun Kjartan Kjartansson skrifar 17. nóvember 2022 20:12 Hjá Vinnumálastofnun starfa um 190 fastráðnir starfsmenn en tæplega tíu stöðugildi fastráðinna starfsmanna eru hjá Fjölmenningarsetri. Vísir/Vilhelm Félags- og vinnumarkaðsráðherra ætlar að leggja fram frumvarp um að sameina Vinnumálastofnun og Fjölmenningarsetur þannig að öll þjónusta við við innflytjendur, flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd verði á hjá einni stofnun. Hún á að taka til starfa á næsta ári og fá nýtt nafn. Vinnumálastofnun og Fjölmenningarsetur eru þær stofnanir sem veita þjónustuna en í tilkynningu á vef stjórnarráðsins kemur fram að markmið sameigningar þeirra sé að veita heildræna og samþætta þjónustu fyrir þessa hópa á einum stað. Þar sé meðal annars horft til árangurs af móttökumiðstöð fyrir flóttafólk en þar hafi öll þjónusta fyrir þau sem eru nýkomin til landsins verið sameinuð á einn stað. Miðstöðin var opnuð í apríl og er staðsett þar sem Domus Medica var áður til húsa. Ætlunin er að ná fram samlegðaráhrifum milli stofnananna þannig að þessir þrír hópar geti leitað á einn stað vegna umfangsmikillar þjónustu sem ráðuneytið og stofnunum þess er ætlað að veita. Sameiningin á einnig að einfalda samstarf ríkis og sveitarfélaga í málaflokknum og gera þjónustu skilvirkari. Fyrirhugað er að ráðherrann leggi frumvarpið um sameininguna fram á vorþingi. Fjölmenningarsetur er er með aðalskrifstofu sína á Ísafirði þar sem tvö af tæplega tíu stöðugildum stofnunarinnar eru. Þá eru tveir starfsmenn á þjónustuskrifstofu Vinnumálastofnunar staðsettir á Ísafirði. Gert er ráð fyrir því að fjölga stöðugildum á Ísafirði með sameiningunni. Þá er gert ráð fyrir að fastráðnu starfsfólki beggja stofnana verði boðin vinna hjá sameinaðri stofnun. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Ísafjarðarbær Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Vinnumarkaður Innflytjendamál Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira
Vinnumálastofnun og Fjölmenningarsetur eru þær stofnanir sem veita þjónustuna en í tilkynningu á vef stjórnarráðsins kemur fram að markmið sameigningar þeirra sé að veita heildræna og samþætta þjónustu fyrir þessa hópa á einum stað. Þar sé meðal annars horft til árangurs af móttökumiðstöð fyrir flóttafólk en þar hafi öll þjónusta fyrir þau sem eru nýkomin til landsins verið sameinuð á einn stað. Miðstöðin var opnuð í apríl og er staðsett þar sem Domus Medica var áður til húsa. Ætlunin er að ná fram samlegðaráhrifum milli stofnananna þannig að þessir þrír hópar geti leitað á einn stað vegna umfangsmikillar þjónustu sem ráðuneytið og stofnunum þess er ætlað að veita. Sameiningin á einnig að einfalda samstarf ríkis og sveitarfélaga í málaflokknum og gera þjónustu skilvirkari. Fyrirhugað er að ráðherrann leggi frumvarpið um sameininguna fram á vorþingi. Fjölmenningarsetur er er með aðalskrifstofu sína á Ísafirði þar sem tvö af tæplega tíu stöðugildum stofnunarinnar eru. Þá eru tveir starfsmenn á þjónustuskrifstofu Vinnumálastofnunar staðsettir á Ísafirði. Gert er ráð fyrir því að fjölga stöðugildum á Ísafirði með sameiningunni. Þá er gert ráð fyrir að fastráðnu starfsfólki beggja stofnana verði boðin vinna hjá sameinaðri stofnun.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Ísafjarðarbær Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Vinnumarkaður Innflytjendamál Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira