Pólverjar verða í riðli með Mexíkó, Sádi Arabíu og Argentínu á heimsmeistaramótinu en þeir léku vináttuleik gegn Chile í gær þar sem þeir fóru með sigur af hólmi eftir mark Krzysztof Piatek undir lok leiksins.
Pólska liðið hélt síðan áleiðis til Katar í dag og það var engu til sparað á leið þeirra úr landi. Flugvél pólska liðsins fékk fylgd frá F-16 flugvélum pólska hersins að landamærum Póllands í suðri en myndband af fylgdinni var birt á Twitter reikningi pólska knattspyrnusambandsins.
Do po udniowej granicy Polski eskortowa y nas samoloty F16! Dzi kujemy i pozdrawiamy panów pilotów! pic.twitter.com/7WLuM1QrhZ
— czy nas pi ka (@LaczyNasPilka) November 17, 2022
Pólverjar eru taldir eiga ágæta möguleika á því að fara upp úr riðlinum og tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins. Argentína er talið sigurstranglegast í þeirra riðli með Lionel Messi í broddi fylkingar en flestir búast við hörðum slag Póllands og Mexíkó um annað sætið sem tryggir áframhaldandi þátttöku.