Um tuttugu grímuklæddir menn réðust inn á klúbbinn Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 18. nóvember 2022 10:51 Árásin átti sér stað á Bankastræti Club í gærkvöldi. vísir/vilhelm Lögregla útilokar ekki að fleiri verði handteknir í dag í tengslum við alvarlega hnífstunguárás gegn þremur mönnum á skemmtistaðnum Bankastræti Club í gærkvöldi. Talið er að hátt í tuttugu grímuklæddir menn hafi ráðist inn á staðinn. Fjórir hafa verið handteknir í tengslum við málið en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir þeim að sögn Margeirs Sveinssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Við teljum að þarna hafi verið hátt í tuttugu til tuttugu og fimm manns sem þarna áttu hlut að þessari árás og inngöngu inn á skemmtistaðinn,“ segir Margeir. Þar af hafi um tuttugu farið inn á staðinn. Og þeir voru allir grímuklæddir? „Já, allir sem fóru inn á þennan skemmtistað voru grímuklæddir.“ Hnífaárásir færast í aukana Margeir segir rannsókn málsins á frumstigi. „Og það er ómögulegt að segja hversu marga við náum í í dag eða hvort það verði fleiri handteknir. Við erum bara svona að átta okkur á umfanginu.“ Lögreglukonur með sjúkabörur á vettvangi í gærkvöldi.aðsend Rannsókn málsins er nú í forgangi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en farið var í umfangsmiklar húsleitir og handtökuaðgerðir eftir árásina í gærkvöldi. Við þær aðgerðir vopnaðist lögregla og naut aðstoðar sérsveitarinnar. „Við erum náttúrulega alltaf að reyna að gæta fyllsta öryggis og við erum að fást þarna við menn sem eru að beita þessum vopnum. Hnífar eru stórhættuleg vopn og menn beita þessu óspart orðið, að okkur sýnist. Og við reynum bara að gæta fyllsta öryggis,“ segir Margeir. Óvenju margir í árásinni Mennirnir sem eru grunaðir um að hafa tekið þátt í árásinni eru í kring um tvítugt og upp úr. Sérstaklega er til skoðunar hvort árásin tengist uppgjöri eða hefndaraðgerðum en Margeir vill ekki fara nánar úr í það. Árásin hafi að mörgu leyti verið óvenjuleg. „Þetta er náttúrulega ekki nýtt svo sem að við séum að fást við hnífaárásir hérna í miðbænum en að það sé svona mikill fjöldi og það virðist sem þetta sé gert með svona skipulegum hætti – það er alveg nýtt fyrir okkur,“ segir Margeir. Mennirnir þrír sem ráðist var á í gær hlutu allir stungusár og voru fluttir á bráðadeild í gær. Enginn þeirra er í lífshættu að sögn Margeirs. Lögreglumál Reykjavík Hnífstunguárás á Bankastræti Club Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Fleiri fréttir Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Sjá meira
Fjórir hafa verið handteknir í tengslum við málið en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir þeim að sögn Margeirs Sveinssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Við teljum að þarna hafi verið hátt í tuttugu til tuttugu og fimm manns sem þarna áttu hlut að þessari árás og inngöngu inn á skemmtistaðinn,“ segir Margeir. Þar af hafi um tuttugu farið inn á staðinn. Og þeir voru allir grímuklæddir? „Já, allir sem fóru inn á þennan skemmtistað voru grímuklæddir.“ Hnífaárásir færast í aukana Margeir segir rannsókn málsins á frumstigi. „Og það er ómögulegt að segja hversu marga við náum í í dag eða hvort það verði fleiri handteknir. Við erum bara svona að átta okkur á umfanginu.“ Lögreglukonur með sjúkabörur á vettvangi í gærkvöldi.aðsend Rannsókn málsins er nú í forgangi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en farið var í umfangsmiklar húsleitir og handtökuaðgerðir eftir árásina í gærkvöldi. Við þær aðgerðir vopnaðist lögregla og naut aðstoðar sérsveitarinnar. „Við erum náttúrulega alltaf að reyna að gæta fyllsta öryggis og við erum að fást þarna við menn sem eru að beita þessum vopnum. Hnífar eru stórhættuleg vopn og menn beita þessu óspart orðið, að okkur sýnist. Og við reynum bara að gæta fyllsta öryggis,“ segir Margeir. Óvenju margir í árásinni Mennirnir sem eru grunaðir um að hafa tekið þátt í árásinni eru í kring um tvítugt og upp úr. Sérstaklega er til skoðunar hvort árásin tengist uppgjöri eða hefndaraðgerðum en Margeir vill ekki fara nánar úr í það. Árásin hafi að mörgu leyti verið óvenjuleg. „Þetta er náttúrulega ekki nýtt svo sem að við séum að fást við hnífaárásir hérna í miðbænum en að það sé svona mikill fjöldi og það virðist sem þetta sé gert með svona skipulegum hætti – það er alveg nýtt fyrir okkur,“ segir Margeir. Mennirnir þrír sem ráðist var á í gær hlutu allir stungusár og voru fluttir á bráðadeild í gær. Enginn þeirra er í lífshættu að sögn Margeirs.
Lögreglumál Reykjavík Hnífstunguárás á Bankastræti Club Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Fleiri fréttir Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Sjá meira