Bandaríkjamenn segja krónprinsinn njóta friðhelgis sem forsætisráðherra Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. nóvember 2022 10:49 Krónprinsinn er sagður fara með allt vald í Sádi Arabíu og virðist því sjálfur hafa komið sér undan ábyrgð með því að taka sér embætti forsætisráðherra. Nordic Photos/AFP Bandarísk stjórnvöld segja ótækt að kæra Mohammed bin Salman, krónprins Sádi Arabíu, í tengslum við morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi, þar sem hann var nýlega gerður forsætisráðherra landsins og nýtur þar með friðhelgi sem æðsti ráðamaður ríkisstjórnar. Þetta kemur fram í greinargerð bandaríska dómsmálaráðuneytisins vegna einkamáls sem Hatice Cengiz, unnusta Khashoggi, og samtökin Dawn hafa höfðað vegna morðsins á blaðamanninum. Það var dómarinn í málinu, John Bates, sem kallaði eftir áliti stjórnvalda á því hvort hægt væri að höfða mál gegn krónprinsinum en álitið hefur verið harðlega gagnrýnt, ekki síst vegna þess að Joe Biden Bandaríkjaforseti hét því á sínum tíma að gera allt sem í sínu valdi stæði til að láta MBS, eins og hann er gjarnan kallaður, sæta ábyrgð. Sarah Leah Whitson, framkvæmdastjóri Dawn, sem voru stofnuð af Khashoggi, segir að bandarískum stjórnvöldum hefði verið í lófa lagt að hafna því að leggja fram greinargerð í málinu og að það væri kaldhæðnislegt að stjórn Biden hefði nú tryggt að krónprinsinn myndi aldrei sæta ábyrgð fyrir morðið. Lögspekingar segja að það hafi legið ljóst fyrir að jafnvel þótt stjórnvöld ættu ekki aðkomu að málinu myndi afstaða þeirra til mögulegrar friðhelgi krónprinsins ráða úrslitum um þróun mála. Nú sé einsýnt að því verði vísað frá og síðasti möguleikinn á því að láta MBS axla ábyrgð úr sögunni. Ákvörðun stjórnvalda þykir meðal annars áhugaverð í ljósi þess að fyrir aðeins um mánuði síðan sagði Biden að Sádi Arabar myndu gjalda fyrir það að hafa samþykkt að draga úr olíuframleiðslu á vettvangi OPEC. Khashoggi var pyntaður og myrtur af útsendurum frá Sádi Arabíu í sendiráði landsins í Istanbul árið 2018. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um nýjustu vendingar. Sádi-Arabía Bandaríkin Morðið á Khashoggi Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fleiri fréttir Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Sjá meira
Þetta kemur fram í greinargerð bandaríska dómsmálaráðuneytisins vegna einkamáls sem Hatice Cengiz, unnusta Khashoggi, og samtökin Dawn hafa höfðað vegna morðsins á blaðamanninum. Það var dómarinn í málinu, John Bates, sem kallaði eftir áliti stjórnvalda á því hvort hægt væri að höfða mál gegn krónprinsinum en álitið hefur verið harðlega gagnrýnt, ekki síst vegna þess að Joe Biden Bandaríkjaforseti hét því á sínum tíma að gera allt sem í sínu valdi stæði til að láta MBS, eins og hann er gjarnan kallaður, sæta ábyrgð. Sarah Leah Whitson, framkvæmdastjóri Dawn, sem voru stofnuð af Khashoggi, segir að bandarískum stjórnvöldum hefði verið í lófa lagt að hafna því að leggja fram greinargerð í málinu og að það væri kaldhæðnislegt að stjórn Biden hefði nú tryggt að krónprinsinn myndi aldrei sæta ábyrgð fyrir morðið. Lögspekingar segja að það hafi legið ljóst fyrir að jafnvel þótt stjórnvöld ættu ekki aðkomu að málinu myndi afstaða þeirra til mögulegrar friðhelgi krónprinsins ráða úrslitum um þróun mála. Nú sé einsýnt að því verði vísað frá og síðasti möguleikinn á því að láta MBS axla ábyrgð úr sögunni. Ákvörðun stjórnvalda þykir meðal annars áhugaverð í ljósi þess að fyrir aðeins um mánuði síðan sagði Biden að Sádi Arabar myndu gjalda fyrir það að hafa samþykkt að draga úr olíuframleiðslu á vettvangi OPEC. Khashoggi var pyntaður og myrtur af útsendurum frá Sádi Arabíu í sendiráði landsins í Istanbul árið 2018. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um nýjustu vendingar.
Sádi-Arabía Bandaríkin Morðið á Khashoggi Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fleiri fréttir Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Sjá meira