Teymi frá Veðurstofu metur hvort hættan sé liðin hjá Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. nóvember 2022 11:50 Frá vettvangi í morgun. Lögreglan Enn er óvíst hvenær hægt verður að senda mannskap til að hreinsa aurinn sem liggur yfir Grenivíkurveg eftir að stærðarinnar skriða féll á veginn í gærmorgun. Teymi sérfræðinga frá Veðurstofu Íslands er á vettvangi og reynir að meta hvort hættan sé liðin hjá. Það var um sexleytið í gærmorgun sem stærðarinnar aurskriða féll á Grenivíkurveg. Á sama tíma var tveimur bílum ekið eftir veginum og hreif skriðan þá báða með sér. Engan sakaði. Í öðrum þeirra var Ægir Jóhannsson sem býr á Akureyri en starfar á Grenivík. Vegurinn hefur verið ófær síðan skriðan féll. Vegagerðin bíður átekta en hópur skriðusérfræðinga frá Veðurstofu Íslands er fyrir norðan þessa stundina og metur hvort óhætt sé að hleypa mannskap í að hreinsa veginn. „Það er hópur frá okkur að skoða aðstæður og meta hver staðan er og hvort hættan sé farin úr þessu og þess háttar,“ segir Ester Hlíðar Jensen, skriðusérfræðingur hjá Veðurstofunni. Enn er því óvíst hvenær hægt verður að opna veginn fyrir umferð að nýju en vegagerðin bendir á að hjáleið er um Dalsmynni. En hvernig bera sérfræðingarnir sig að við að meta öryggi í hlíðinni? „Það er í sjálfu sér með ýmsum hætti. Hægt er að sjá upptökin og það veltur á því hvort hægt er að fljúga með dróna þarna upp og jafnvel fara. Það þarf að meta það hvort öruggt sé að ganga þar upp. Það spilar margt inn í hvort við getum metið þetta,“ segir Estar Hlíðar Jensen, skriðusérfræðingur. Uppfært klukkan 14.01 - Eftir vettvangsskoðun í morgun hefur Veðurstofan heimilað Vegagerðinni að hefja hreinsunarstarf. Samkvæmt verkstjóra hjá Vegagerðinni mun sú vinna taka sinn tíma þar sem um er að ræða mikið magn af jarðvegi sem þarf að fjarlægja. Á morgun laugardag munu eftirlitsmenn frá Veðurstofu meta stöðuna á ný og verður Grenivíkurvegur því lokaður enn um sinn eða þar til Veðurstofan gefur grænt ljós og Vegagerðin lokið sínu hreinsunarstarfi. Veður Samgöngur Grýtubakkahreppur Loftslagsmál Umferðaröryggi Almannavarnir Tengdar fréttir „Þú verður bara að halda fast í stýrið og vona það besta“ Maður sem var hætt kominn þegar aurskriða féll á tvo bíla á Grenivíkurvegi snemma í morgun segir ótrúlegt að enginn hafi slasast. Það eina sem hann gat gert var að halda fast í stýrið og vona það besta. Skriðusérfræðingur segir viðbúið að aurskriðum fjölgi samhliða loftslagsbreytingum. 17. nóvember 2022 19:27 Skriðan er 160 metrar að breidd Aurskriðan sem féll á Grenivíkurveg snemma í morgun er 160 metrar að breidd. Óljóst er enn hvenær hægt verði að byrja á vinnu við opnun vegarins. 17. nóvember 2022 16:11 „Maður var bara hálfsmeykur“ Bóndi á Fagrabæ í Grýtubakkahreppi segir hrikalegt að sjá hversu tæpt stóð þegar aurskriða féll á veginn við bæinn í morgun um leið og tveir bílar óku þar um. Vegurinn er enn lokaður og töluverðir skruðningar heyrast frá fjallinu. 17. nóvember 2022 11:34 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Sjá meira
Það var um sexleytið í gærmorgun sem stærðarinnar aurskriða féll á Grenivíkurveg. Á sama tíma var tveimur bílum ekið eftir veginum og hreif skriðan þá báða með sér. Engan sakaði. Í öðrum þeirra var Ægir Jóhannsson sem býr á Akureyri en starfar á Grenivík. Vegurinn hefur verið ófær síðan skriðan féll. Vegagerðin bíður átekta en hópur skriðusérfræðinga frá Veðurstofu Íslands er fyrir norðan þessa stundina og metur hvort óhætt sé að hleypa mannskap í að hreinsa veginn. „Það er hópur frá okkur að skoða aðstæður og meta hver staðan er og hvort hættan sé farin úr þessu og þess háttar,“ segir Ester Hlíðar Jensen, skriðusérfræðingur hjá Veðurstofunni. Enn er því óvíst hvenær hægt verður að opna veginn fyrir umferð að nýju en vegagerðin bendir á að hjáleið er um Dalsmynni. En hvernig bera sérfræðingarnir sig að við að meta öryggi í hlíðinni? „Það er í sjálfu sér með ýmsum hætti. Hægt er að sjá upptökin og það veltur á því hvort hægt er að fljúga með dróna þarna upp og jafnvel fara. Það þarf að meta það hvort öruggt sé að ganga þar upp. Það spilar margt inn í hvort við getum metið þetta,“ segir Estar Hlíðar Jensen, skriðusérfræðingur. Uppfært klukkan 14.01 - Eftir vettvangsskoðun í morgun hefur Veðurstofan heimilað Vegagerðinni að hefja hreinsunarstarf. Samkvæmt verkstjóra hjá Vegagerðinni mun sú vinna taka sinn tíma þar sem um er að ræða mikið magn af jarðvegi sem þarf að fjarlægja. Á morgun laugardag munu eftirlitsmenn frá Veðurstofu meta stöðuna á ný og verður Grenivíkurvegur því lokaður enn um sinn eða þar til Veðurstofan gefur grænt ljós og Vegagerðin lokið sínu hreinsunarstarfi.
Veður Samgöngur Grýtubakkahreppur Loftslagsmál Umferðaröryggi Almannavarnir Tengdar fréttir „Þú verður bara að halda fast í stýrið og vona það besta“ Maður sem var hætt kominn þegar aurskriða féll á tvo bíla á Grenivíkurvegi snemma í morgun segir ótrúlegt að enginn hafi slasast. Það eina sem hann gat gert var að halda fast í stýrið og vona það besta. Skriðusérfræðingur segir viðbúið að aurskriðum fjölgi samhliða loftslagsbreytingum. 17. nóvember 2022 19:27 Skriðan er 160 metrar að breidd Aurskriðan sem féll á Grenivíkurveg snemma í morgun er 160 metrar að breidd. Óljóst er enn hvenær hægt verði að byrja á vinnu við opnun vegarins. 17. nóvember 2022 16:11 „Maður var bara hálfsmeykur“ Bóndi á Fagrabæ í Grýtubakkahreppi segir hrikalegt að sjá hversu tæpt stóð þegar aurskriða féll á veginn við bæinn í morgun um leið og tveir bílar óku þar um. Vegurinn er enn lokaður og töluverðir skruðningar heyrast frá fjallinu. 17. nóvember 2022 11:34 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Sjá meira
„Þú verður bara að halda fast í stýrið og vona það besta“ Maður sem var hætt kominn þegar aurskriða féll á tvo bíla á Grenivíkurvegi snemma í morgun segir ótrúlegt að enginn hafi slasast. Það eina sem hann gat gert var að halda fast í stýrið og vona það besta. Skriðusérfræðingur segir viðbúið að aurskriðum fjölgi samhliða loftslagsbreytingum. 17. nóvember 2022 19:27
Skriðan er 160 metrar að breidd Aurskriðan sem féll á Grenivíkurveg snemma í morgun er 160 metrar að breidd. Óljóst er enn hvenær hægt verði að byrja á vinnu við opnun vegarins. 17. nóvember 2022 16:11
„Maður var bara hálfsmeykur“ Bóndi á Fagrabæ í Grýtubakkahreppi segir hrikalegt að sjá hversu tæpt stóð þegar aurskriða féll á veginn við bæinn í morgun um leið og tveir bílar óku þar um. Vegurinn er enn lokaður og töluverðir skruðningar heyrast frá fjallinu. 17. nóvember 2022 11:34