Erlent

Telja rað­morðingja vera á ferð um Rómar­borg

Bjarki Sigurðsson skrifar
Lögreglan telur að morðinginn hafi í það minnsta myrt þrjár konur.
Lögreglan telur að morðinginn hafi í það minnsta myrt þrjár konur. Getty/Andrea Savorani Neri

Lögreglan í Rómarborg á Ítalíu telur að raðmorðingi beri ábyrgð á dauða þriggja kvenna sem fundust látnar í vikunni. Konurnar þrjár voru allar vændiskonur af erlendum uppruna.

Tvær kvennanna fundust á sama tíma í gær. Önnur fannst við inngang íbúðar í Vittoria-hverfi og fannst lík hinnar konunnar inni í íbúðinni. Íbúðin er staðsett rétt hjá Vatíkaninu og hæstarétti Ítalíu. Báðar konurnar voru af kínverskum uppruna og á fimmtugsaldri. 

Þriðja konan fannst í kjallaraíbúð nálægt þar sem hin tvö líkin fundust. Sú var af kólumbískum uppruna og hafði verið stungin í háls, bak og bringu. The Guardian greinir frá því að lögreglan í Rómarborg telji að raðmorðingi beri ábyrgð á morðunum. 

Að selja vændi er ekki ólöglegt á Ítalíu en skipulagðir vændishringar og vændishús eru ólögleg. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×