Þórir var stuttorður í samtali við danska blaðamanninn Christian Kjær í aðdraganda leiksins og raunar alveg forviða á því hvernig blaðamaðurinn hóf viðtalið.
„Helduru að ég segi þér það? Þetta er heimskasta spurning sem ég hef heyrt,“ sagði Þórir þegar hann var spurður að því hvernig hann ætlaði að leysa 7 á móti 6 sóknarleik Danmerkur.
Viðtalinu lauk nokkrum sekúndum síðar en myndband af því má sjá með því að smella hér.
Leikur Noregs og Danmerkur hefst klukkan 19:20 í kvöld og getur Þórir þar unnið sín níundu gullverðlaun sem þjálfari liðsins.