Innlent

Taldir hafa flúið land

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Árásin var gerð á Bankastræti club á fimmtudagskvöld. Rannsóknin er afar umfangsmikil.
Árásin var gerð á Bankastræti club á fimmtudagskvöld. Rannsóknin er afar umfangsmikil. vísir/vilhelm

Fjórir voru handteknir í aðgerðum lögreglu í gærkvöldi og nótt í tengslum við hnífstunguárás á skemmtistaðnum Bankastræti club í miðbæ Reykjavíkur á fimmtudagskvöld, þar af ein kona. Alls hafa því átján verið handteknir í tengslum við rannsóknina en níu úrskurðaðir í gæsluvarðhald.

Ekki er búið að ákveða hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórum nýhandteknu, að sögn Margeirs Sveinssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns á höfuðborgarsvæðinu. 

Á þriðja tug manna réðst inn á skemmtistaðinn umrætt kvöld og eftir lágu þrír með stungusár. Lögregla telur að einhverjir sem viðriðnir eru málið hafi flúið land en fjöldi þeirra hefur ekki fengist staðfestur. Þá teygja aðgerðir lögreglu sig út fyrir höfuðborgarsvæðið; á Suðurnes og Suðurland. 

Lögregla leitar enn um tíu manns í tengslum við málið. Margeir segir rannsóknina gríðarumfangsmikla en lögregla telji sig þó farna að ná þokkalega utan um málið.


Tengdar fréttir

Fjórir til viðbótar í gæsluvarðhald og rúmlega tíu í felum

Þeir fjórir sem lögregla handtók í nótt í tengslum við rannsókn á hnífstunguárás sem var gerð á Bankastræti Club síðasta fimmtudagskvöld voru rétt í þessu úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur. Alls eru nú níu í gæsluvarðhaldi en lögregla hefur sleppt hinum fimm sem hún hefur handtekið við rannsóknina úr haldi. 

Fjór­tán hand­teknir og einn látinn laus

Lögregla handtók fjóra menn í tengslum við stunguárásina á Bankastræti Club í gærkvöldi og í nótt. Alls hafa nú fjórtán verið handteknir í tengslum við rannsókn málsins og fimm verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Einum hefur verið sleppt úr haldi og býst lögregla við að fleirum verði sleppt í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×