Ekki er búið að ákveða hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórum nýhandteknu, að sögn Margeirs Sveinssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns á höfuðborgarsvæðinu.
Á þriðja tug manna réðst inn á skemmtistaðinn umrætt kvöld og eftir lágu þrír með stungusár. Lögregla telur að einhverjir sem viðriðnir eru málið hafi flúið land en fjöldi þeirra hefur ekki fengist staðfestur. Þá teygja aðgerðir lögreglu sig út fyrir höfuðborgarsvæðið; á Suðurnes og Suðurland.
Lögregla leitar enn um tíu manns í tengslum við málið. Margeir segir rannsóknina gríðarumfangsmikla en lögregla telji sig þó farna að ná þokkalega utan um málið.