„Fyrir mér er þetta löngu búið“ Sindri Sverrisson skrifar 20. nóvember 2022 21:35 Kristófer Acox tróð boltanum oftar en einu sinni í kvöld, í körfurnar sem hann þekkir svo vel í Vesturbænum. VÍSIR/BÁRA Kristófer Acox sneri aftur á sinn gamla heimavöll í Vesturbænum og átti góðan leik í stórsigri Vals gegn KR í Subway-deildinni í körfubolta í kvöld, níu dögum eftir að hafa unnið mál gegn KR fyrir Landsrétti. „Heilt yfir vorum við mjög góðir. Við vitum að það er erfitt að spila fyrsta leik eftir pásu, ég og Kári ekki búnir að vera með liðinu, þannig að ég er mjög ánægður með hvernig við komum inn í þennan leik og heilt yfir vorum við mjög góðir,“ sagði Kristófer. „Við náðum að smella í vörninni í öðrum leikhluta, hlaupa mikið á þá og fá mikið af auðveldum körfum. Við tókum mikið frá þeim held ég, þetta var erfitt fyrir þá sóknarlega, og við erum það vel drillaðir varnarlega svo við reynum að nýta okkur þá styrkleika. Við erum líka frábært lið, á toppnum, og erum í sama gír og fyrir hléið. Við erum að halda áfram að verða betri,“ sagði Kristófer. Þó að allt meistaralið Vals vinni afskaplega vel saman þá hefur samvinna Kristófers og Kára Jónssonar vakið sérstaka athygli. Kári mataði Kristófer á stoðsendingum í kvöld og þessir félagar úr íslenska landsliðinu virðast njóta sín afar vel saman: „Hann er eins og bróðir minn inni á vellinum. Það eru forréttindi að fá að vera með honum. Frábær leikmaður. Við gerum hvorn annan betri og hjálpum liðinu gríðarlega mikið. Svo erum við líka bara með fullt af frábærum leikmönnum í öllum stöðum. Við erum á góðum stað í dag,“ sagði Kristófer. Erfitt fyrir þá að horfa á mig í öðru liði að vinna með 40 stigum Aðspurður hvernig væri að mæta KR svo skömmu eftir að Landsréttur dæmdi Kristófer í vil gegn hans gamla félagi, í langvinnri deilu vegna ógreiddra launa, sagði Kristófer það ekkert sérstaklega skrýtið: „Nei, nei. Ekki þannig séð. Svona er þetta bara. Þetta er búið að vera í gangi í langan tíma en ég var bara að spila körfuboltaleik. Maður fókusar ekki á neitt annað en að koma og vinna liðin sem maður spilar á móti. Auðvitað er þetta kannski aðeins á hliðarlínunni, en fyrir mér er þetta löngu búið þó að það hafi verið dæmt í þessu um daginn. Það fór eins og það fór og ég kippi mér ekkert upp við þetta,“ sagði Kristófer sem virtist enn afar vinsæll hjá krökkunum í Vesturbæ sem gáfu honum engan frið eftir leik. „Þetta er búið að vera mikið í umfjölluninni en hérna vann ég marga titla og margir krakkar þekkja mig, og margir í stúkunni. Ég veit að það er örugglega erfitt fyrir þá að horfa á mig í öðru liði, sérstaklega í rauðu, koma hingað og vinna hérna með fjörutíu stigum. Það er alltaf sætt að koma og vinna gamla liðið sitt,“ sagði Kristófer. Björn Kristjánsson var heiðraður með blómvendi fyrir leik í kvöld. Hann varð fjórum sinnum Íslandsmeistari með KR.VÍSIR/BÁRA Hann vildi einnig skila kveðju til síns besta vinar, Björns Kristjánssonar, sem var heiðraður fyrir leik fyrir sín störf í þágu KR en Björn spilar ekki meira fyrir liðið vegna veikinda. Saman léku þeir í meistaraliði KR um árabil. „Til hamingju með frábæran feril. Ég elska þig Björn. Gangi þér vel í vetur,“ sagði Kristófer. Subway-deild karla KR Valur Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Sjá meira
„Heilt yfir vorum við mjög góðir. Við vitum að það er erfitt að spila fyrsta leik eftir pásu, ég og Kári ekki búnir að vera með liðinu, þannig að ég er mjög ánægður með hvernig við komum inn í þennan leik og heilt yfir vorum við mjög góðir,“ sagði Kristófer. „Við náðum að smella í vörninni í öðrum leikhluta, hlaupa mikið á þá og fá mikið af auðveldum körfum. Við tókum mikið frá þeim held ég, þetta var erfitt fyrir þá sóknarlega, og við erum það vel drillaðir varnarlega svo við reynum að nýta okkur þá styrkleika. Við erum líka frábært lið, á toppnum, og erum í sama gír og fyrir hléið. Við erum að halda áfram að verða betri,“ sagði Kristófer. Þó að allt meistaralið Vals vinni afskaplega vel saman þá hefur samvinna Kristófers og Kára Jónssonar vakið sérstaka athygli. Kári mataði Kristófer á stoðsendingum í kvöld og þessir félagar úr íslenska landsliðinu virðast njóta sín afar vel saman: „Hann er eins og bróðir minn inni á vellinum. Það eru forréttindi að fá að vera með honum. Frábær leikmaður. Við gerum hvorn annan betri og hjálpum liðinu gríðarlega mikið. Svo erum við líka bara með fullt af frábærum leikmönnum í öllum stöðum. Við erum á góðum stað í dag,“ sagði Kristófer. Erfitt fyrir þá að horfa á mig í öðru liði að vinna með 40 stigum Aðspurður hvernig væri að mæta KR svo skömmu eftir að Landsréttur dæmdi Kristófer í vil gegn hans gamla félagi, í langvinnri deilu vegna ógreiddra launa, sagði Kristófer það ekkert sérstaklega skrýtið: „Nei, nei. Ekki þannig séð. Svona er þetta bara. Þetta er búið að vera í gangi í langan tíma en ég var bara að spila körfuboltaleik. Maður fókusar ekki á neitt annað en að koma og vinna liðin sem maður spilar á móti. Auðvitað er þetta kannski aðeins á hliðarlínunni, en fyrir mér er þetta löngu búið þó að það hafi verið dæmt í þessu um daginn. Það fór eins og það fór og ég kippi mér ekkert upp við þetta,“ sagði Kristófer sem virtist enn afar vinsæll hjá krökkunum í Vesturbæ sem gáfu honum engan frið eftir leik. „Þetta er búið að vera mikið í umfjölluninni en hérna vann ég marga titla og margir krakkar þekkja mig, og margir í stúkunni. Ég veit að það er örugglega erfitt fyrir þá að horfa á mig í öðru liði, sérstaklega í rauðu, koma hingað og vinna hérna með fjörutíu stigum. Það er alltaf sætt að koma og vinna gamla liðið sitt,“ sagði Kristófer. Björn Kristjánsson var heiðraður með blómvendi fyrir leik í kvöld. Hann varð fjórum sinnum Íslandsmeistari með KR.VÍSIR/BÁRA Hann vildi einnig skila kveðju til síns besta vinar, Björns Kristjánssonar, sem var heiðraður fyrir leik fyrir sín störf í þágu KR en Björn spilar ekki meira fyrir liðið vegna veikinda. Saman léku þeir í meistaraliði KR um árabil. „Til hamingju með frábæran feril. Ég elska þig Björn. Gangi þér vel í vetur,“ sagði Kristófer.
Subway-deild karla KR Valur Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti