Fótbolti

Upp­á­koma í mynda­töku Brassanna: United maðurinn sat í sæti Neymar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það fær enginn að sitja í sæti Neymar nema Neymar sjálfur.
Það fær enginn að sitja í sæti Neymar nema Neymar sjálfur. Getty/Buda Mendes

Brasilíumenn þykja mjög sigurstranglegir á heimsmeistaramótinu í fótbolta í Katar og margir spá því að sjötti heimsmeistaratitilinn fari til Brasilíu tuttugu árum eftir að sá síðasti fór á loft.

Neymar er aðalstjarnan í liði Brasilíu og liðsfélagar hans ganga svo langt að passa upp á það að stórstjarnan fái það sem honum ber.

Þetta á meðal annars um þegar taka á hópmynd af brasilíska liðinu eins og venjan er fyrir stórmót sem þessi.

Manchester United maðurinn Fred er í brasilíska landsliðinu og var búinn að koma sér vel fyrir í miðjunni þegar taka átti liðsmyndina. Það var ekki alveg að ganga upp.

Tottenham maðurinn Richarlison passaði upp á félaga sinn í framlínunni og rak Fred úr sætinu.

„Burtu með þig Fred. Þetta er sætið hans Neymar,“ sagði Richarlison og togaði í Fred.

Hér fyrir neðan má sjá þessa uppákomu í myndatöku Brassana en brasilíska sambandið setti þetta myndbrot inn á samfélagsmiðla sína og erlendir fjölmiðlar áframbirtu það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×