Fótbolti

Engin ást hjá enskum og fleirum: Verða ekki með fyrirliðabandið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Harry Kane verður bara með venjulegt fyrirliðaband í leik Englands og Írans.
Harry Kane verður bara með venjulegt fyrirliðaband í leik Englands og Írans. getty/Sarah Stier

Harry Kane, fyrirliði enska fótboltalandsliðsins, verður ekki með „OneLove“ fyrirliðbandið í leiknum gegn Íran á HM í Katar á eftir. Enska knattspyrnusambandið hefur staðfest þetta.

Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hefur lagt blátt við notkun þessara banda og fyrirliðar liðanna á HM megi aðeins nota þau fyrirliðabönd sem FIFA lætur þá hafa.

Níu þátttökulið ætluðu að óhlýðnast og vera með „OneLove“ bandið, England þar á meðal, til stuðnings hinsegin fólks. FIFA hótaði þeim sektum og bætti svo um betur og hótaði því að allir fyrirliðar um bandið umrædda fengju gult spjald í upphafi leiks.

Harry Kane, fyrirliði Englands, sagðist ekki vera hræddur við sektina eða gula spjaldið en svo virðist sem hótunin um áminninguna varð til þess að Englendingar lúffuðu. Kane verður því bara með venjulegt fyrirliðaband í leiknum gegn Írönum á eftir. Sömu sögu er að segja fyrirliðum Hollands, Wales, Belgíu, Danmerkur, Þýskalands og Sviss.

Knattspyrnusambönd landanna sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem fram kom að ekki væri hægt að setja leikmenn í þá stöðu að fá gul spjöld eða vera vísað af velli fyrir að vera með „OneLove“ bandið.

Leikur Englands og Íran í B-riðli HM hefst klukkan 13:00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×