„Ef þetta verður svona þá hef ég ekki áhyggjur af framhaldinu“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. nóvember 2022 21:30 Jóhann Þór var nokkuð brattur eftir leik. Vísir/Anton Fáliðaðir Grindvíkingar gáfu sterku liði Tindastóls hörkuleik í Grindavík í kvöld. Eftir að gestirnir höfðu byggt upp nokkuð gott forskot í hálfleik komu Grindvíkingar til baka með látum í þriðja leikhluta og komust yfir tvisvar. Fór það hins vegar svo að Tindastóll vann leikinn með 11 stiga mun, lokatölur 83-94. Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur var nokkuð borubrattur eftir leik og tók margt jákvætt útúr þessum leik þrátt fyrir tap, í leik sem hefði í raun getað dottið hvoru megin sem er. Í lokin var þó eins og orkan væri á þrotum hjá Grindvíkingum og Stólarnir leggja á heiðarnar með 2 stig í sarpnum. Vantaði heimamenn mögulega smá bensín til að klára þennan leik? „Já já bæði og, það spilaði sjálfsagt inn í. En það voru stór skot sem duttu Stólanna megin og ekki okkar. Við hefðum alveg getað tekið þetta. En eigum við ekki bara að segja það, það vantaði smá orku þarna í restina og því fór sem fór.“ Grindvíkingar voru án Damier Pitts í kvöld sem bíður þess að fá leikheimild og þá var Gaios Skordilis í leikbanni. Það var því aðeins einn erlendur leikmaður í hópi heimamanna í kvöld, Valdas Vasylius, sem var jafnframt eini miðherjinn þeirra á skýrslu í kvöld. Jafnframt var enginn hreinræktaður leikstjórnandi í hópnum í kvöld, en hinn 16 ára Arnór Tristan Helgason spilaði rúmar 12 mínútur og fékk oft það hlutverk að taka boltann upp gegn stífri vörn. Þetta var sannkölluð eldskírn fyrir hann í kvöld eða hvað? „Já algjörlega. Hann stóð sig mjög vel, frábærlega. Auðvitað rak hann sig á einhverja veggi og allt það sem er eðilegt fyrir 16 ára dreng, en fyrir utan það þá stóð hann sig mjög vel og skilaði fullt af góðum mínútum. Bara frábært.“ Nú er leikið þétt í deildinni en Grindvíkingar eiga leik í Garðabæ á fimmtudaginn gegn Stjörnunni. Jóhann er væntanlega að fara að senda menn eins og Valdas og Ólaf bróður sinn beint í kalda pottinn? „Klárlega. Nú þurfum við bara að reyna að endurheimta sem mest og undirbúa okkur fyrir fimmtudaginn. En ég er ofboðslega stoltur af mínu liði. Við fengum geggjaða frammistöðu; orkustigið, baráttan og viljinn til fyrirmyndar. Þetta er eitthvað sem við ætlum að byggja ofan á. Ef þetta verður svona þá hef ég ekki áhyggjur af framhaldinu. Frammistaðan til fyrirmyndar, eins og ég sagði þá er ég bara mjög stoltur af mínu liði og þetta er klárlega eitthvað sem við getum byggt á.“ Körfubolti Subway-deild karla UMF Grindavík Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Tindastóll 83-94 | Stólarnir sterkari á lokasprettinum Tindastóll vann sinn þriðja sigur í Subway deild karla í körfubolta þegar liðið heimsótti Grindavík í kvöld. Grindavík hafði unnið tvo leiki í röð en Stólarnir stöðvuðu þá sigurgöngu og unnu 11 stiga sigur. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 21. nóvember 2022 20:25 Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur var nokkuð borubrattur eftir leik og tók margt jákvætt útúr þessum leik þrátt fyrir tap, í leik sem hefði í raun getað dottið hvoru megin sem er. Í lokin var þó eins og orkan væri á þrotum hjá Grindvíkingum og Stólarnir leggja á heiðarnar með 2 stig í sarpnum. Vantaði heimamenn mögulega smá bensín til að klára þennan leik? „Já já bæði og, það spilaði sjálfsagt inn í. En það voru stór skot sem duttu Stólanna megin og ekki okkar. Við hefðum alveg getað tekið þetta. En eigum við ekki bara að segja það, það vantaði smá orku þarna í restina og því fór sem fór.“ Grindvíkingar voru án Damier Pitts í kvöld sem bíður þess að fá leikheimild og þá var Gaios Skordilis í leikbanni. Það var því aðeins einn erlendur leikmaður í hópi heimamanna í kvöld, Valdas Vasylius, sem var jafnframt eini miðherjinn þeirra á skýrslu í kvöld. Jafnframt var enginn hreinræktaður leikstjórnandi í hópnum í kvöld, en hinn 16 ára Arnór Tristan Helgason spilaði rúmar 12 mínútur og fékk oft það hlutverk að taka boltann upp gegn stífri vörn. Þetta var sannkölluð eldskírn fyrir hann í kvöld eða hvað? „Já algjörlega. Hann stóð sig mjög vel, frábærlega. Auðvitað rak hann sig á einhverja veggi og allt það sem er eðilegt fyrir 16 ára dreng, en fyrir utan það þá stóð hann sig mjög vel og skilaði fullt af góðum mínútum. Bara frábært.“ Nú er leikið þétt í deildinni en Grindvíkingar eiga leik í Garðabæ á fimmtudaginn gegn Stjörnunni. Jóhann er væntanlega að fara að senda menn eins og Valdas og Ólaf bróður sinn beint í kalda pottinn? „Klárlega. Nú þurfum við bara að reyna að endurheimta sem mest og undirbúa okkur fyrir fimmtudaginn. En ég er ofboðslega stoltur af mínu liði. Við fengum geggjaða frammistöðu; orkustigið, baráttan og viljinn til fyrirmyndar. Þetta er eitthvað sem við ætlum að byggja ofan á. Ef þetta verður svona þá hef ég ekki áhyggjur af framhaldinu. Frammistaðan til fyrirmyndar, eins og ég sagði þá er ég bara mjög stoltur af mínu liði og þetta er klárlega eitthvað sem við getum byggt á.“
Körfubolti Subway-deild karla UMF Grindavík Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Tindastóll 83-94 | Stólarnir sterkari á lokasprettinum Tindastóll vann sinn þriðja sigur í Subway deild karla í körfubolta þegar liðið heimsótti Grindavík í kvöld. Grindavík hafði unnið tvo leiki í röð en Stólarnir stöðvuðu þá sigurgöngu og unnu 11 stiga sigur. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 21. nóvember 2022 20:25 Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - Tindastóll 83-94 | Stólarnir sterkari á lokasprettinum Tindastóll vann sinn þriðja sigur í Subway deild karla í körfubolta þegar liðið heimsótti Grindavík í kvöld. Grindavík hafði unnið tvo leiki í röð en Stólarnir stöðvuðu þá sigurgöngu og unnu 11 stiga sigur. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 21. nóvember 2022 20:25
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum