„Ef þetta verður svona þá hef ég ekki áhyggjur af framhaldinu“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. nóvember 2022 21:30 Jóhann Þór var nokkuð brattur eftir leik. Vísir/Anton Fáliðaðir Grindvíkingar gáfu sterku liði Tindastóls hörkuleik í Grindavík í kvöld. Eftir að gestirnir höfðu byggt upp nokkuð gott forskot í hálfleik komu Grindvíkingar til baka með látum í þriðja leikhluta og komust yfir tvisvar. Fór það hins vegar svo að Tindastóll vann leikinn með 11 stiga mun, lokatölur 83-94. Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur var nokkuð borubrattur eftir leik og tók margt jákvætt útúr þessum leik þrátt fyrir tap, í leik sem hefði í raun getað dottið hvoru megin sem er. Í lokin var þó eins og orkan væri á þrotum hjá Grindvíkingum og Stólarnir leggja á heiðarnar með 2 stig í sarpnum. Vantaði heimamenn mögulega smá bensín til að klára þennan leik? „Já já bæði og, það spilaði sjálfsagt inn í. En það voru stór skot sem duttu Stólanna megin og ekki okkar. Við hefðum alveg getað tekið þetta. En eigum við ekki bara að segja það, það vantaði smá orku þarna í restina og því fór sem fór.“ Grindvíkingar voru án Damier Pitts í kvöld sem bíður þess að fá leikheimild og þá var Gaios Skordilis í leikbanni. Það var því aðeins einn erlendur leikmaður í hópi heimamanna í kvöld, Valdas Vasylius, sem var jafnframt eini miðherjinn þeirra á skýrslu í kvöld. Jafnframt var enginn hreinræktaður leikstjórnandi í hópnum í kvöld, en hinn 16 ára Arnór Tristan Helgason spilaði rúmar 12 mínútur og fékk oft það hlutverk að taka boltann upp gegn stífri vörn. Þetta var sannkölluð eldskírn fyrir hann í kvöld eða hvað? „Já algjörlega. Hann stóð sig mjög vel, frábærlega. Auðvitað rak hann sig á einhverja veggi og allt það sem er eðilegt fyrir 16 ára dreng, en fyrir utan það þá stóð hann sig mjög vel og skilaði fullt af góðum mínútum. Bara frábært.“ Nú er leikið þétt í deildinni en Grindvíkingar eiga leik í Garðabæ á fimmtudaginn gegn Stjörnunni. Jóhann er væntanlega að fara að senda menn eins og Valdas og Ólaf bróður sinn beint í kalda pottinn? „Klárlega. Nú þurfum við bara að reyna að endurheimta sem mest og undirbúa okkur fyrir fimmtudaginn. En ég er ofboðslega stoltur af mínu liði. Við fengum geggjaða frammistöðu; orkustigið, baráttan og viljinn til fyrirmyndar. Þetta er eitthvað sem við ætlum að byggja ofan á. Ef þetta verður svona þá hef ég ekki áhyggjur af framhaldinu. Frammistaðan til fyrirmyndar, eins og ég sagði þá er ég bara mjög stoltur af mínu liði og þetta er klárlega eitthvað sem við getum byggt á.“ Körfubolti Subway-deild karla UMF Grindavík Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Tindastóll 83-94 | Stólarnir sterkari á lokasprettinum Tindastóll vann sinn þriðja sigur í Subway deild karla í körfubolta þegar liðið heimsótti Grindavík í kvöld. Grindavík hafði unnið tvo leiki í röð en Stólarnir stöðvuðu þá sigurgöngu og unnu 11 stiga sigur. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 21. nóvember 2022 20:25 Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu Sjá meira
Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur var nokkuð borubrattur eftir leik og tók margt jákvætt útúr þessum leik þrátt fyrir tap, í leik sem hefði í raun getað dottið hvoru megin sem er. Í lokin var þó eins og orkan væri á þrotum hjá Grindvíkingum og Stólarnir leggja á heiðarnar með 2 stig í sarpnum. Vantaði heimamenn mögulega smá bensín til að klára þennan leik? „Já já bæði og, það spilaði sjálfsagt inn í. En það voru stór skot sem duttu Stólanna megin og ekki okkar. Við hefðum alveg getað tekið þetta. En eigum við ekki bara að segja það, það vantaði smá orku þarna í restina og því fór sem fór.“ Grindvíkingar voru án Damier Pitts í kvöld sem bíður þess að fá leikheimild og þá var Gaios Skordilis í leikbanni. Það var því aðeins einn erlendur leikmaður í hópi heimamanna í kvöld, Valdas Vasylius, sem var jafnframt eini miðherjinn þeirra á skýrslu í kvöld. Jafnframt var enginn hreinræktaður leikstjórnandi í hópnum í kvöld, en hinn 16 ára Arnór Tristan Helgason spilaði rúmar 12 mínútur og fékk oft það hlutverk að taka boltann upp gegn stífri vörn. Þetta var sannkölluð eldskírn fyrir hann í kvöld eða hvað? „Já algjörlega. Hann stóð sig mjög vel, frábærlega. Auðvitað rak hann sig á einhverja veggi og allt það sem er eðilegt fyrir 16 ára dreng, en fyrir utan það þá stóð hann sig mjög vel og skilaði fullt af góðum mínútum. Bara frábært.“ Nú er leikið þétt í deildinni en Grindvíkingar eiga leik í Garðabæ á fimmtudaginn gegn Stjörnunni. Jóhann er væntanlega að fara að senda menn eins og Valdas og Ólaf bróður sinn beint í kalda pottinn? „Klárlega. Nú þurfum við bara að reyna að endurheimta sem mest og undirbúa okkur fyrir fimmtudaginn. En ég er ofboðslega stoltur af mínu liði. Við fengum geggjaða frammistöðu; orkustigið, baráttan og viljinn til fyrirmyndar. Þetta er eitthvað sem við ætlum að byggja ofan á. Ef þetta verður svona þá hef ég ekki áhyggjur af framhaldinu. Frammistaðan til fyrirmyndar, eins og ég sagði þá er ég bara mjög stoltur af mínu liði og þetta er klárlega eitthvað sem við getum byggt á.“
Körfubolti Subway-deild karla UMF Grindavík Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Tindastóll 83-94 | Stólarnir sterkari á lokasprettinum Tindastóll vann sinn þriðja sigur í Subway deild karla í körfubolta þegar liðið heimsótti Grindavík í kvöld. Grindavík hafði unnið tvo leiki í röð en Stólarnir stöðvuðu þá sigurgöngu og unnu 11 stiga sigur. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 21. nóvember 2022 20:25 Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - Tindastóll 83-94 | Stólarnir sterkari á lokasprettinum Tindastóll vann sinn þriðja sigur í Subway deild karla í körfubolta þegar liðið heimsótti Grindavík í kvöld. Grindavík hafði unnið tvo leiki í röð en Stólarnir stöðvuðu þá sigurgöngu og unnu 11 stiga sigur. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 21. nóvember 2022 20:25