Heimsmeistararnir hófu titilvörnina á öruggum sigri

Sindri Sverrisson skrifar
Olivier Giroud er búinn að jafna markamet Thierry Henry fyrir franska landsliðið.
Olivier Giroud er búinn að jafna markamet Thierry Henry fyrir franska landsliðið. Youssef Loulidi/Fantasista/Getty Images

Heimsmeistarar Frakka unnu öruggan 4-1 sigur er liðið mætti Ástralíu í fyrsta leik liðanna á HM í Katar. Olivier Giroud skoraði tvö mörk fyrir liðið og er þar með orðinn markahæsti leikmaður liðsins frá upphafi, ásamt Thierry Henry.

Það voru þó Ástralir sem byjuðu betur og Craig Goodwin kom liðinu í forystu strax á níundu mínútu eftir frábæran undirbúning Mathew Leckie.

Meistararnir vöknuðu þó fljótt til lífsins og Adrien Rabiot jafnaði metin fyrir Frakka á 27. mínútu áður en Olivier Giroud kom liðinu yfir fimm mínútum síðar.

Frakkar fóru því með 2-1 forystu inn í hálfleikinn, en Kylian Mbappé jók forskot liðsins á 68. mínútu með góðum skalla áður en hann lagði upp fjórða mark liðsins fyrir liðsfélaga sinn, Olivier Giroud, þremur mínútum síðar. Var þetta 51. landsliðsmark Giroud og er hann því búinn að jafna markamet Thierry Henry fyrir franska landsliðið.

Titilvörn franska liðsins hófst því á öruggum 4-1 sigri gegn Áströlum og liðið er nú með þrjú stig á toppi D-riðils.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira