Þrjú og hálft ár fyrir að hafa þríhöfuðkúpubrotið vinnufélaga Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 22. nóvember 2022 17:37 Maðurinn kom aftan að samstarfsfélaga sínum og sló hann fyrirvaralaust með klaufhamri. Vísir/Arnar Karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Hann sló tvo vinnufélaga sína með hamri í júní síðastliðnum og annar þeirra þríhöfuðkúpubrotnaði. Ákæruvaldið fór fram á fimm ára fangelsi. Mbl.is greinir frá því að manninum hafi verið gert að greiða brotaþolunum tveimur skaðabætur, öðrum þeirra 2,1 milljón og hinum 400 þúsund krónur. Farið var fram á nokkuð hærri bætur samkvæmt dómkröfum; annars vegar fimm milljónir og hins vegar þrjár. Manninum var einnig gert að greiða sakarkostnað upp á 1,4 milljón. Hinn 17. júní síðastliðinn voru tveir fluttir á sjúkrahús og einn handtekinn úr hópi byggingarverkamanna sem voru við vinnu við hús á Seltjarnarnesi. Lögregla mætti á svæðið með mikinn viðbúnað, en samkvæmt upplýsingum frá henni hafði komið upp ágreiningur sem endaði með því að bareflum var beitt, áður en aðrir vinnufélagar mannanna skárust í leikinn. Ákæra sem var í tveimur liðum var gefin út í september á þessu ári. Fyrst var maðurinn ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að hafa komið aftan að samstarfsfélaga sínum, sem sat fyrir utan húsið sem var í byggingu, og fyrirvaralaust slegið hann ítrekað með klaufhamri og jarðhaka í höfuð og búk. Maðurinn þríhöfuðkúpubrotnaði við árásina og hlaut þar að auki eymsl á brjóstkassa, mar og bólgur víðsvegar á líkamanum og brot hægra megin á rifbeinum. Í öðrum ákærulið var maðurinn ákærður fyrir aðra tilraun til manndráps, en til vara sérstaklega hættulega líkamsárás, með því að hafa komið aftan að öðrum vinnufélaga og fyrirvaralaust slegið hann í höfuðið með klaufhamri, aftan á hvirfilinn rétt við hálsinn, þannig að maðurinn hlaut skurð aftan við vinstra eyra. Þekkti manninn lítið sem ekkert Viku eftir árásina ræddi DV við annað fórnarlambanna, hinn 41 árs gamla Omar Alrahman frá Írak. Það var hann sem þríhöfuðkúpubrotnaði. Í viðtalinu við DV sagðist hann hafa flutt til Íslands í nóvember 2020, og að hann hefði talið sig hafa fundið friðsælasta stað á jarðríki. Þá sagðist hann varla hafa þekkt manninn sem nú er ákærður fyrir að hafa ráðist á hann, og að þeir hefðu ekki átt í neinum útistöðum hvor við annan. Þeir hafi einfaldlega verið samstarfsélagar. Hann lýsir aðdraganda árásarinnar, sem hafi orðið þegar hann var að huga að dekki á bílnum sínum, á þessa leið: „Vinur minn var að hjálpa mér eitthvað með dekkið. Ég beygði mig niður. Ég sá að einhver gekk aftur fyrir mig. Svo man ég ekki neitt þar til ég vakna allt í einu á spítalanum. Ég spurði: Hvað gerðist eiginilega?“ Seltjarnarnes Dómsmál Lögreglumál Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Sjá meira
Mbl.is greinir frá því að manninum hafi verið gert að greiða brotaþolunum tveimur skaðabætur, öðrum þeirra 2,1 milljón og hinum 400 þúsund krónur. Farið var fram á nokkuð hærri bætur samkvæmt dómkröfum; annars vegar fimm milljónir og hins vegar þrjár. Manninum var einnig gert að greiða sakarkostnað upp á 1,4 milljón. Hinn 17. júní síðastliðinn voru tveir fluttir á sjúkrahús og einn handtekinn úr hópi byggingarverkamanna sem voru við vinnu við hús á Seltjarnarnesi. Lögregla mætti á svæðið með mikinn viðbúnað, en samkvæmt upplýsingum frá henni hafði komið upp ágreiningur sem endaði með því að bareflum var beitt, áður en aðrir vinnufélagar mannanna skárust í leikinn. Ákæra sem var í tveimur liðum var gefin út í september á þessu ári. Fyrst var maðurinn ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að hafa komið aftan að samstarfsfélaga sínum, sem sat fyrir utan húsið sem var í byggingu, og fyrirvaralaust slegið hann ítrekað með klaufhamri og jarðhaka í höfuð og búk. Maðurinn þríhöfuðkúpubrotnaði við árásina og hlaut þar að auki eymsl á brjóstkassa, mar og bólgur víðsvegar á líkamanum og brot hægra megin á rifbeinum. Í öðrum ákærulið var maðurinn ákærður fyrir aðra tilraun til manndráps, en til vara sérstaklega hættulega líkamsárás, með því að hafa komið aftan að öðrum vinnufélaga og fyrirvaralaust slegið hann í höfuðið með klaufhamri, aftan á hvirfilinn rétt við hálsinn, þannig að maðurinn hlaut skurð aftan við vinstra eyra. Þekkti manninn lítið sem ekkert Viku eftir árásina ræddi DV við annað fórnarlambanna, hinn 41 árs gamla Omar Alrahman frá Írak. Það var hann sem þríhöfuðkúpubrotnaði. Í viðtalinu við DV sagðist hann hafa flutt til Íslands í nóvember 2020, og að hann hefði talið sig hafa fundið friðsælasta stað á jarðríki. Þá sagðist hann varla hafa þekkt manninn sem nú er ákærður fyrir að hafa ráðist á hann, og að þeir hefðu ekki átt í neinum útistöðum hvor við annan. Þeir hafi einfaldlega verið samstarfsélagar. Hann lýsir aðdraganda árásarinnar, sem hafi orðið þegar hann var að huga að dekki á bílnum sínum, á þessa leið: „Vinur minn var að hjálpa mér eitthvað með dekkið. Ég beygði mig niður. Ég sá að einhver gekk aftur fyrir mig. Svo man ég ekki neitt þar til ég vakna allt í einu á spítalanum. Ég spurði: Hvað gerðist eiginilega?“
Seltjarnarnes Dómsmál Lögreglumál Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Sjá meira