Silfurmönnum síðasta móts mistókst að skora hjá Marokkó Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. nóvember 2022 11:50 Luka Modric, besti leikmaður síðasta heimsmeistaramóts, á ferðinni í leik Króatíu og Marokkós í dag. getty/Michael Steele Silfurlið síðasta heimsmeistaramóts, Króatía, gerði markalaust jafntefli við Marokkó í fyrsta leik dagsins á HM í Katar. Þetta var þriðja markalausa jafnteflið í síðustu fjórum leikjum á HM. Fátt var um fína drætti í leiknum á Al Bayt leikvanginum í dag. Króatar voru meira með boltann og voru ívið hættulegri. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks átti Nikola Vlasic skot sem Bono, markvörður Marokkóa, varði. Á 64. mínútu bjargaði Sofyan Amrabat svo nánast á línu frá Dejan Lovren. Í seinni leik dagsins í F-riðli mætast Belgía og Kanada. Leikurinn hefst klukkan 19:00 í kvöld. HM 2022 í Katar
Silfurlið síðasta heimsmeistaramóts, Króatía, gerði markalaust jafntefli við Marokkó í fyrsta leik dagsins á HM í Katar. Þetta var þriðja markalausa jafnteflið í síðustu fjórum leikjum á HM. Fátt var um fína drætti í leiknum á Al Bayt leikvanginum í dag. Króatar voru meira með boltann og voru ívið hættulegri. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks átti Nikola Vlasic skot sem Bono, markvörður Marokkóa, varði. Á 64. mínútu bjargaði Sofyan Amrabat svo nánast á línu frá Dejan Lovren. Í seinni leik dagsins í F-riðli mætast Belgía og Kanada. Leikurinn hefst klukkan 19:00 í kvöld.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti