„Ég hélt á tímapunkti að við vildum ekki vinna leikinn“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 23. nóvember 2022 22:57 Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu. Vísir/Diego „Þetta var rosalegur leikur. Þetta gat augljóslega dottið báðu megin en ég er rosalega glaður að þetta datt okkar megin,” sagði Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu kampakátur í viðtali eftir sigurleik sinna manna á Haukum í kvöld. Lið hans sigraði leikinn með einu marki á lokasekúndum leiksins, lokatölur 25-24. Fyrir leikinn hafði Grótta ekki unnið í sex leikjum í röð og því mikill þorsti í sigur hjá Seltirningum. „Það hafa verið margir leikir í vetur sem hefðu getað dottið okkar megin sem hafa ekki gert það. Í dag gerðist það og er það fyrst og fremst geðveikt að fá tvö stig,” sagði Róbert. „Mér fannst við samt spila fyrri hálfleikinn frábærlega. Vörnin og Einar Baldvin [Baldvinsson, markvörður] eru flott lungann úr leiknum. Að sama skapi áttum við aðeins í basli sóknarlega í seinni hálfleik. Þannig að við þurfum bara að halda áfram að vinna í því sem við erum að vinna í.“ „Þetta er bara einn dagur í einu eins og margir klókir menn segja. Við vöknum bara á morgun og höldum áfram, þetta er quote í metsöluhöfundinn. Þannig er þetta bara og geggjaðir drengir, ég hef sagt það áður,“ sagði Róbert um gang leiksins heilt yfir í kvöld og fór með romsu sem Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR og rithöfundur, fer með oft eftir leiki í viðtölum. Aðspurður hvers vegna Grótta kom svona vel inn í leikinn í kvöld þá hafði Róbert Gunnarsson þetta að segja: „Ef ég vissi það þá myndi ég alltaf gera það. Við vorum náttúrulega skúffaðir eftir laugardaginn, þrátt fyrir hetjulega baráttu í lokin að ná stigi sem ég hafði talað um eftir þann leik að hafi verið mjög skrítin tilfinning. Að ná að stela stigi en vera samt fúll, það voru mjög erfiðir dagar eftir leikinn.“ „Ég held að strákunum hafi liðið þannig líka og ætluðu sér ekki að láta þetta gerast aftur. Þeir eru góðir í handbolta og kunna alveg að spila og þeir berjast. Við vinnum bara í okkar og svo sjáum við bara hvað gerist eftir 60 mínútur,“ sagði Róbert en Grótta gerði jafntefli við Hörð síðastliðinn laugardag. Grótta vann leikinn á lokar andartökum leiksins með marki Ágústs Emils Grétarssonar en liðið hafði þó fengið marga sénsa á að endurheimta forystuna aftur í leiknum á lokakafla hans. Fagnaðarlætin voru ósvikin.Vísir/Diego „Þetta voru rosalegar mínútur. Vörnin stendur vel og Einar og það gerir það að verkum að við erum inn í leiknum. Ég hélt á tímapunkti að við vildum ekki vinna leikinn. Hann Magnús ver rosa vel í markinu hjá þeim og það má deila um það hvort við séum að skjóta illa eða hann að verja svakalega vel.“ „En við förum náttúrulega með rosa mörg dauðafæri síðustu mínúturnar sem hefði verið svakalega grátlegt fyrir okkur ef við hefðum tapað leiknum að horfa á það. Núna skiptir það bara ekki máli að því að við unnum en þetta er samt eitthvað sem þarf að vinna í,“ sagði Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu, glaðbeittur á svip. Handbolti Olís-deild karla Grótta Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Sjá meira
Fyrir leikinn hafði Grótta ekki unnið í sex leikjum í röð og því mikill þorsti í sigur hjá Seltirningum. „Það hafa verið margir leikir í vetur sem hefðu getað dottið okkar megin sem hafa ekki gert það. Í dag gerðist það og er það fyrst og fremst geðveikt að fá tvö stig,” sagði Róbert. „Mér fannst við samt spila fyrri hálfleikinn frábærlega. Vörnin og Einar Baldvin [Baldvinsson, markvörður] eru flott lungann úr leiknum. Að sama skapi áttum við aðeins í basli sóknarlega í seinni hálfleik. Þannig að við þurfum bara að halda áfram að vinna í því sem við erum að vinna í.“ „Þetta er bara einn dagur í einu eins og margir klókir menn segja. Við vöknum bara á morgun og höldum áfram, þetta er quote í metsöluhöfundinn. Þannig er þetta bara og geggjaðir drengir, ég hef sagt það áður,“ sagði Róbert um gang leiksins heilt yfir í kvöld og fór með romsu sem Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR og rithöfundur, fer með oft eftir leiki í viðtölum. Aðspurður hvers vegna Grótta kom svona vel inn í leikinn í kvöld þá hafði Róbert Gunnarsson þetta að segja: „Ef ég vissi það þá myndi ég alltaf gera það. Við vorum náttúrulega skúffaðir eftir laugardaginn, þrátt fyrir hetjulega baráttu í lokin að ná stigi sem ég hafði talað um eftir þann leik að hafi verið mjög skrítin tilfinning. Að ná að stela stigi en vera samt fúll, það voru mjög erfiðir dagar eftir leikinn.“ „Ég held að strákunum hafi liðið þannig líka og ætluðu sér ekki að láta þetta gerast aftur. Þeir eru góðir í handbolta og kunna alveg að spila og þeir berjast. Við vinnum bara í okkar og svo sjáum við bara hvað gerist eftir 60 mínútur,“ sagði Róbert en Grótta gerði jafntefli við Hörð síðastliðinn laugardag. Grótta vann leikinn á lokar andartökum leiksins með marki Ágústs Emils Grétarssonar en liðið hafði þó fengið marga sénsa á að endurheimta forystuna aftur í leiknum á lokakafla hans. Fagnaðarlætin voru ósvikin.Vísir/Diego „Þetta voru rosalegar mínútur. Vörnin stendur vel og Einar og það gerir það að verkum að við erum inn í leiknum. Ég hélt á tímapunkti að við vildum ekki vinna leikinn. Hann Magnús ver rosa vel í markinu hjá þeim og það má deila um það hvort við séum að skjóta illa eða hann að verja svakalega vel.“ „En við förum náttúrulega með rosa mörg dauðafæri síðustu mínúturnar sem hefði verið svakalega grátlegt fyrir okkur ef við hefðum tapað leiknum að horfa á það. Núna skiptir það bara ekki máli að því að við unnum en þetta er samt eitthvað sem þarf að vinna í,“ sagði Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu, glaðbeittur á svip.
Handbolti Olís-deild karla Grótta Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Sjá meira