Skipta út skönnum í Strætó til að taka við snertilausum greiðslum Kjartan Kjartansson skrifar 24. nóvember 2022 09:31 Klapp-greiðslukerfið hefur ekki notið mikilla vinsælda farþega Strætó. Fram að þessu hefur aðeins verið hægt að greiða með sérstöku Klapp-korti, snjallforriti í síma eða pappakorti en eftir innleiðingu snertilausra greiðslna á næstu vikum og mánuðum verður loks hægt að greiða með greiðslukortum og snjallsímum. Stöð 2/Egill Byrjað verður að skipta út skönnum í svokölluðu Klapp-greiðslukerfi Strætó í næsta mánuði til að hægt verði að taka við snertilausum greiðslum. Eftir skiptin geta farþegar Strætó greitt með greiðslukortum og símum. Ítrekað hefur verið fjallað um vandræðagang á rafrænu greiðslukerfi Strætó frá því að það var tekið í notkun í fyrra. Skannar í strætisvögnum hafa þannig tekið upp á að endurræsa sig í tíma og ótíma með tilheyrandi töfum fyrir farþega. Nú þegar innleiða á snertilausar greiðslur í Strætó stóð birginn sem útvegaði skannana frammi fyrir vali um að uppfæra þá þannig að þeir stæðust kröfur sem eru gerðar til slíkra greiðslukerfa eða skipta þeim út, að sögn Jóhannesar Svavars Rúnarssonar, framkvæmdastjóra Strætó. „Hann ákvað frekar að skipta þeim út og kemur þá með vottaða skanna og vonandi þá leysir þessu litlu vandamál sem eftir lifðu af þessum skannavandamálum,“ segir hann í samtali við Vísi. Ekki sé rétt sem Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, heldur fram í aðsendri grein í Morgunblaðinu að skannarnir séu ónothæfir. Eldri gerðin haldi áfram að virka á meðan unnið er að því að skipta þeim út. Byrjað verður á skiptunum í desember og haldið áfram á nýju ári. Birginn ber allan kostnaðinn af skiptunum. „Þeir áttu bara að koma með skanna sem voru tilbúnir fyrir snertilausar greiðslur. Þeir höfðu þennan möguleika að uppfæra núverandi skanna en kannski í ljósi þess að þeir hafa einhverja fídusa í sér sem virðist erfitt að ná út úr þeim ákváðu þeir bara að skipta þeim út,“ segir Jóhannes. Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs.Vísir Gátu ekki borgað reikninga í hálfan sólarhring Strætó er illa statt fjárhagslega en félagið tapaði um tveimur milljörðum króna í kórónuveirufaraldrinum. Svo rammt kvað að þessum erfiðleikum í síðustu viku að Strætó átti ekki fyrir reikningum á fimmtudaginn. Jóhannes segir þetta í fyrsta skipti frá því að hann tók við sem félagið hafi ekki getað borgað reikninga á réttum tíma. Reikningarnir voru greiddir degi síðar þegar rúmur hálfur milljarður sem sveitarfélögin samþykktu að leggja Strætó til fyrr í þessum mánuði barst. „Þetta sýnir svo sem bara glöggt að greiðslustaða Strætó er mjög tæp. Það er verið að vinna í lausn og við erum að minnsta kosti rekstrar- og greiðsluhæf út þetta ár og teljum okkur líka vera það út næsta ár en það þarf að finna einhverja framtíðarlausn,“ segir Jóhannes. Strætó hafi komið þeim skilaboðum til fjárveitingarvaldsins að það séu vonbrigði að ekki sé gert ráð fyrir framlögum til félagsins í fjáraukalögum fyrir næsta ár. Ítrekað hafi verið bent á að bæta þyrfti tapaðar tekjur sem Strætó varð fyrir í faraldrinum á meðan hann reyndi að halda þjónustu uppi, meðal annars að hvatningu stjórnvalda. Í nágrannalöndunum hafi milljörðum verið dælt inn í almenningssamgöngur höfuðborganna eftir faraldurinn. Íslenska ríkið hafi veitt Strætó um 120 milljóna króna styrk „en það er bara brotabrot af því sem við þurfum,“ að sögn Jóhannesar. Strætó Samgöngur Tengdar fréttir Vill að rekstur allra leiða verði boðinn út til einkaaðila Framkvæmdastjóri Strætó bs. talar fyrir því að rekstur allra strætisvagna fyrirtækisins verði boðinn út til einkaaðila, enda fáist þannig hagstæðari verð. Aukin útvistun núna muni þó ekki leysa bráðavandann sem Strætó er í - framkvæmdastjórinn hefur aldrei séð það svartara í fjármálum félagsins frá því að hann tók við. 23. október 2022 20:59 Hætta með næturstrætó Strætó hefur ákveðið að hætta að bjóða upp á næturstrætó um helgar. Ljóst er að farþegafjöldi í næturstrætó var ekki jafn mikill og búist var við. 18. október 2022 09:33 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Ítrekað hefur verið fjallað um vandræðagang á rafrænu greiðslukerfi Strætó frá því að það var tekið í notkun í fyrra. Skannar í strætisvögnum hafa þannig tekið upp á að endurræsa sig í tíma og ótíma með tilheyrandi töfum fyrir farþega. Nú þegar innleiða á snertilausar greiðslur í Strætó stóð birginn sem útvegaði skannana frammi fyrir vali um að uppfæra þá þannig að þeir stæðust kröfur sem eru gerðar til slíkra greiðslukerfa eða skipta þeim út, að sögn Jóhannesar Svavars Rúnarssonar, framkvæmdastjóra Strætó. „Hann ákvað frekar að skipta þeim út og kemur þá með vottaða skanna og vonandi þá leysir þessu litlu vandamál sem eftir lifðu af þessum skannavandamálum,“ segir hann í samtali við Vísi. Ekki sé rétt sem Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, heldur fram í aðsendri grein í Morgunblaðinu að skannarnir séu ónothæfir. Eldri gerðin haldi áfram að virka á meðan unnið er að því að skipta þeim út. Byrjað verður á skiptunum í desember og haldið áfram á nýju ári. Birginn ber allan kostnaðinn af skiptunum. „Þeir áttu bara að koma með skanna sem voru tilbúnir fyrir snertilausar greiðslur. Þeir höfðu þennan möguleika að uppfæra núverandi skanna en kannski í ljósi þess að þeir hafa einhverja fídusa í sér sem virðist erfitt að ná út úr þeim ákváðu þeir bara að skipta þeim út,“ segir Jóhannes. Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs.Vísir Gátu ekki borgað reikninga í hálfan sólarhring Strætó er illa statt fjárhagslega en félagið tapaði um tveimur milljörðum króna í kórónuveirufaraldrinum. Svo rammt kvað að þessum erfiðleikum í síðustu viku að Strætó átti ekki fyrir reikningum á fimmtudaginn. Jóhannes segir þetta í fyrsta skipti frá því að hann tók við sem félagið hafi ekki getað borgað reikninga á réttum tíma. Reikningarnir voru greiddir degi síðar þegar rúmur hálfur milljarður sem sveitarfélögin samþykktu að leggja Strætó til fyrr í þessum mánuði barst. „Þetta sýnir svo sem bara glöggt að greiðslustaða Strætó er mjög tæp. Það er verið að vinna í lausn og við erum að minnsta kosti rekstrar- og greiðsluhæf út þetta ár og teljum okkur líka vera það út næsta ár en það þarf að finna einhverja framtíðarlausn,“ segir Jóhannes. Strætó hafi komið þeim skilaboðum til fjárveitingarvaldsins að það séu vonbrigði að ekki sé gert ráð fyrir framlögum til félagsins í fjáraukalögum fyrir næsta ár. Ítrekað hafi verið bent á að bæta þyrfti tapaðar tekjur sem Strætó varð fyrir í faraldrinum á meðan hann reyndi að halda þjónustu uppi, meðal annars að hvatningu stjórnvalda. Í nágrannalöndunum hafi milljörðum verið dælt inn í almenningssamgöngur höfuðborganna eftir faraldurinn. Íslenska ríkið hafi veitt Strætó um 120 milljóna króna styrk „en það er bara brotabrot af því sem við þurfum,“ að sögn Jóhannesar.
Strætó Samgöngur Tengdar fréttir Vill að rekstur allra leiða verði boðinn út til einkaaðila Framkvæmdastjóri Strætó bs. talar fyrir því að rekstur allra strætisvagna fyrirtækisins verði boðinn út til einkaaðila, enda fáist þannig hagstæðari verð. Aukin útvistun núna muni þó ekki leysa bráðavandann sem Strætó er í - framkvæmdastjórinn hefur aldrei séð það svartara í fjármálum félagsins frá því að hann tók við. 23. október 2022 20:59 Hætta með næturstrætó Strætó hefur ákveðið að hætta að bjóða upp á næturstrætó um helgar. Ljóst er að farþegafjöldi í næturstrætó var ekki jafn mikill og búist var við. 18. október 2022 09:33 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Vill að rekstur allra leiða verði boðinn út til einkaaðila Framkvæmdastjóri Strætó bs. talar fyrir því að rekstur allra strætisvagna fyrirtækisins verði boðinn út til einkaaðila, enda fáist þannig hagstæðari verð. Aukin útvistun núna muni þó ekki leysa bráðavandann sem Strætó er í - framkvæmdastjórinn hefur aldrei séð það svartara í fjármálum félagsins frá því að hann tók við. 23. október 2022 20:59
Hætta með næturstrætó Strætó hefur ákveðið að hætta að bjóða upp á næturstrætó um helgar. Ljóst er að farþegafjöldi í næturstrætó var ekki jafn mikill og búist var við. 18. október 2022 09:33